Nov 29, 2006

Almenn kurteisi

Slæmt ástand hér á bæ. Korthjónin liggja í valnum fyrir einhverji ógeðispest. Læknadrusslan hún Aðalheiður ber ábyrgð á þessu að okkar mati. Hingað mætti hún galvösk til að fagna stórafmæli sínu með okkur. Við gáfum henni gjöf og hún gaf okkur einhverja bakteríu eða vírus.. ekki alveg viss hvort var. Allavegna við erum ekki til stórræða þessa dagana. Í þessu tilefni ný regla fyrir gesti... ekki koma með neinar hélvítis umgangspestir frá the old country.
Við getum þó huggað okkur með það að ektamaðurinn áðurnefndra Allýar a.k.a Þórólfur tók ábyrg og kom ekki með Noro niðurgangspestina allræmdu.. Við þökkum honum fyrir það.....

Nov 27, 2006

Road trip


Elvis has left the building!!!!!!!

Kortin eru komin í hús eftir 15 tíma ferðalag eða 956 mílur sem eru sirka 1600 km. Mini vaninn með cruise controlinu stóð fyrir sínu og ferða DVD græjan sá um Junior Kort. Road trip er málið þegar mar er rétt græjaður. Mikilvægt að vera rétt græjaður, ekki gott að fara á trip illa græjaður. Endar sem downtrip og það viljum við ekki.

Memphis er svöl borg, Kortin fóru að skoða Graceland sem var mjög gaman og áhugavert. Ótrúlega flott dæmi og sérstakt að sjá eldheita aðdáendur mætta uppdressaða til að skoða vistarverur kóngsins. Við borðuðum líka geðveikt góða pizzu sem er víst þekkt fyrir það að hafa verið í uppáhaldi hjá Kóngsa. Þar gerðum við okkur grein fyrir því að gæinn varð víst ekki feitur af því að þefa af mat. Þar næst var farið á Civil rights museum sem er ógeðslega flott safn. Þar er meðal annars módelið þar sem hinn kóngurinn var skotin. Því næst var kíkt á Sun Studio fæðingarstað Rokk n Rollsins. Frægu gaurarnir eins og Elvis, Johnny Cash, Jerry Lee Lewis og fleiri hafa tekið þarna upp lög. Einnig var slakað á í góðum félagskap og borðaður kalkún. Kortin þakka þeim hjónum M.E og Rúnari Jensen fyrir gott heimboð.

Á föstudeginum kíktu kortin í búðir. En sá dagur eftir thanksgiving er kallaður black friday vegna þess að þá byrja geðveikar útsölur sem standa oft aðeins frá 5 um nóttina til hádegis. Lið er því rétt að melta þegar það fer að versla--ótrúlegt. B-Kort var heavy ánægður þar sem hann hitti sveinka og sagði honum hvað hann vildi í jólagjöf.... Litli B var heavy flottur og talaði bara við Jóla.

Áhugaverður punktur í lokin: heildarferðalagið var s.s. um 2000 mílur eða sirka 3200 km. Dodginn er stór bíll sem eyðir eftir því en bensínverð hér er djók. Total cash í bensín var 180 dollarar eða um 12500 kr. Pælið í þessum mar--- það er bara verið að taka suma í ósmurt ..........

Nov 25, 2006

Kóngurinn

Kl 6 á fimmtudagsmorgun lagði the Kort family af stað í ferðalag. Sirka 965 mílum (um 15 klst) og sex fylkjum seinna vorum við komin á áfangastað- Memphis, Tennessee. Kortararnir ætla að kíkja á Kónginn og borða thanksgiving turkey.... Við erum í góðum fíling.. ferðasagan kemur seinna......

Nov 22, 2006

Gesta-Rapport

Við höldum að gestirnir séu farnir, reynslan hefur þó sýnt okkur að allt getur gerst. Þannig að við tökum öllu með varúð. Kort famílian er ánægð með komu læknahjónanna. Í okkar huga hafa þau allt það sem góðir gestir eiga að bera. Þau voru með rúmgóðar töskur og vel skipulagða verslunarlista. Þarna var á ferðinni fólk sem vissi vel hvað það vildi, þó svo læknisfrúin mætti taka doktorinn meira til fyrirmyndar þegar kemur að ákarðanna vali í verslunarferðum. Eins sýndu þessir gestir ótrúlega þrautseigju og sigurvilja á að fá sitt fram. Til að mynda þá reyndu þó 3 svar sinnum að komast á BodyWorks sýninguna hérna í St. Paul. Að lokum tókst það. Já við erum einstaklega ánægð með liðið. Í raun þá höfðum við áhyggjur af því hvernig færi. Þar sem þau eru svo húshjálparvön. Áttum við alveg eins von á því að við þyrftum gera allt fyrir þau. En það var nú ekki raunin því þarna er á ferðinni ótrúlega kassavant lið. Lið sem meðal annars gat hellt upp á sitt eigið kaffi og var ekki hrætt við að gefa þjórfé á veitingastöðum. Kortaranir eru sáttir með komuna og þetta lið er velkomið aftur. Komandi gestum er bent á að hafa samband við læknahjónin til að vita hvernig á að haga sér hérna hjá okkur í US and A.
P.s. Það bætist þó einn ný gesta regla við, eins og aðrar reglur er hún tilkomin útaf reynslu.
Gestir-- READ THE FOKKING MANUAL-- ( á þá sérstaklega við brottfaraDAG á flugmiða)

Nov 15, 2006

Jólaákvarðanir

Eftir að hafa skoðað eftirfarandi myndband þá erum við farin að aðhyllast hefðbundin jóla á aðfangadag. Sleppa þessu náttfatasukki. Erindið verður þó ekki afgreitt fyrir en á fjölskyldufundi 21 desember hérna í Minneapolis. Við bíðum spennt.

Pólitík

Mikið í gangi, mikið að gera-gaman að vera-- já, eigum þetta til. Kortsettið miklir rímarar og ljóðaunendur-- með fullar hendur, heheheh. Lífið hjá okkur hérna í Bush-landi sem fyrir viku síðan skánaði mjög mikið við úrslit þingkosninganna. Ekki það að við ætlum okkur að fara tala eitthvað um pólitík á þessari síðu. Gerum okkur full vel grein fyrir því að innan um annars ágætis fjölskyldu og vini leynast einhverjir sem styðja rebúblikana og þar á meðal Bush... já, við Kortliðið erum þekkt fyrir að vera aumingavæn, einstaklega umburðarlynd og alls ekki dómhörð þegar kemur að pólitískum skoðunum fólks. Þar erum við eins og ekta frjálshyggjumenn-við virðum frelsi einstaklingsins -- Áhugaverð þessi tík sem kennd er við pól, ætli það sé komið af enska orðinu poll... fróðir koma endilega með svör, áður en pælingin verður að þráhyggju og allt fer í fxxx. Já, það sem áhugavert er að í sirka sex og hálfsárs samlífi Korthjónana. Hefur pólitík aldrei verið þrætuefni-- það er sérstaklega áhugavert fyrir þær sakir að hjónin hafa hingað til ekki verið samstíga í pólitískum skoðunum... pælið í þessum bata mar. Hjónin eru þó sammála um það í daga að Vestmannaeyingar eru FÍFL. Það er bara þannig. Jæja, það verður ekki talað meira um pólitík á þessari síðu. Nema þá í kommentum frá frú Ágústu og hennar fylgdarliði. jú og ef pólitík tengist afbrotum en þá er það útfrá faglegum áhuga. og já að lokum þegar Hillary Clinton verður forseti.
Kortnefndin

Nov 9, 2006

Jól-ákvarðanir og blackout

Jólin eru að koma hérna í US and A. Það er allavegna verið að skreyta fullt og selja eitthvað stuff tengt því. Í tilefni hátíðar ljós og friðar sem jólin eru þá eru nokkur atriði sem liggja fyrir næsta fjölskyldu fund Kortfamilíunar. Nr. 1 á Kortfjölskyldan að standa í jólakortsgerð ( eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður) Nr. 2 er erindi frá Frúnni og minnihlutagaurnum um að þar sem við verðum í USA um jólin þá gerum við þetta eins og í USA. Aðfangadagskvöld verður þá eins og Þorláksmessa og pakkar verða rifnir upp í geðveiki á jóladagsmorgun. Nr 3. Hvað á Kort liðið að gera af sér frá 19 des til 16 jan eða í jólafríinu. Þar sem við erum öll none-innflytjendur þá megum við ekki vinna á þessum tíma. Kosningarétt hafa Geð-Kortið, Lilli-Kort,FrúKort og DraumsKortið. Viðfangsefni Kortfjölskyldunar eru lúxusvandamál-- vonandi haldast þau þannig. Við vitum þó aldrei! Við eigum ennþá eftir að lifa af innrásir tveggja gesta fram að jólum. Við vonum að góðu vættirnir séu með okkur þar eins og annarstaðar.
P.s. þó svo frúin hafi fagnað 10 ára afmæli um daginn fer hún stöku sinnum ennþá í blackout . Talandi um afmæli þá viljum við senda Birni sr og Bjarnþóri-- tillukku með daginn kveðjur

Nov 6, 2006

Ammæli

Geð-Kortið, a.k.a Hjúkkudrusslan, gaurinn með legið, írski folinn und vider eins og við köllum hann. Á afmæli í dag vei vei. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt á gervihnattaröld en samt er alltaf eins og Geð-kortið sé ekkert gamall. Við erum að tala um að gæinn sé rétt 28 ára. Sá tími er nú eitthvað fyrir suma, nefnum engin nöfn (þau byrja meðal annars á A og J). Að vera 28 ára á samt eitthvað fáránlega við Kort Senior. Þið sem þekkið hann og hafið átt í samræðum við kalla vitið hvað átt er við. Þau fleygu orð "þú veist að hann er andlegri en þú" sem hljómuðu fyrir sirka 6 árum. Makeuðu kannski séns á þann hátt að gaurinn er andlegur og þroskaður...... já líklegast er hann rosalega gömul indjánasál eða öllu heldur indjánahöfðingasál. Allavegna okkur finnst hann flottur og við óskum Dúdda til lukku með daginn. Vei vei Við elskum þig---gamli

P.s. Afmælisgjöfin þetta árið frá the Kort group er tveggja daga klaustursferð þar sem lúxus eins og rafmagn og rennandi vatn er af skornum skammti. Frúin og Kort Jr verða heima á fangi imbans og MC sukksins á meðan.

Myndir

Kort feðgar í góðum fílling í MOA
Lilli Kort Pirate

Nov 2, 2006

Góðar fréttir í Bushlandi

Ótrúlegt hvað gerist þegar mar er í góðum fíling. Um daginn var barnapía það eina sem okkur skorti. Um daginn var frúin í netleiðangri, sem aldrei fyrr. Rakst hún á síðu íslenskra snótar sem búsett er í Minneapolis. Spondant eins og frúin á til sendi hún mail- bað um hjálp. Í dag hittum við píuna- ánægðir Kortarar réðu barnapíu í kvöld. Vei vei vei. Reynslan hefur sýnt okkur en og aftur að við fáum nákvæmlega það sem við þurfum, ekki það sem við viljum þó. Nú geta Korthjónin sinnt andlegri heilsu og illness-inu sínu á hverju mánudagskveldi ásamt því að mæta á District fundi 1x í mán. SVONA VILJUM VIÐ HAFA ÞAÐ.
Bættum við linkum á góða félaga og fjölskyldumeðlimi- Reddarinn a.k.a stórvinur, æskuvinur og díler með meiru. Páll, framistaða þessa gæja er vitnisburður um að allt er hægt. Hitt liðið fjölskyldumeðlimir Geð-kortsins. Mannfræðingurinn geðfrændinn sem frúin stendur í ævilegri þakkarskuld fyrir hjálpina við MA ritgerðina hérna um árið. Frambjóðandinn eða Afa-geðkorts frúin. Sú stendur heldur betur í stórræðum þessa dagana. Versgá allesammen

Nov 1, 2006

HH- Halloween og hjálparstarf

Halloween var í dag. Litli Kort ansi spenntur fyrir deginum. Gæinn fór í piratebúning í leikskólann í morgun. Þaðan var farið í háskólahverfið Dinkytown og Trick og Treat-að verslanir sem þar eru. Drengurinn var svo glaður og spenntur fyrir deginum að Kort frúin varð tárvot þegar á leikskólann kom. Kort hjónin fóru seinna um daginn að vinna í áðurnefndu hjálparstarfi Loafs and fishes sem er um öll Bandaríkin. Hjálparstarfið dagsins var að Kortin löbbuðu um og helltu í glös hjá heimilislausum og fátækum á meðan þau borðuðu hollan mat. Þetta var mjög sérstakt og Kort frúin var með hjartað í buxunum fyrstu mínúturnar því sumt liðið þarna var ansi skrautlegt, vægast sagt eða Crimelibrarylegt eins og Systa myndi kalla það. Við lifum bara einu sinni. Að gefast upp var ekki málið! Heldur ákváðum við að þjónusta liðið eins vel og við gátum. Útfrá félags- og mannfræðilegum sjónarhornum hefði verið hægt að gera margar áhugaverðar studíur þarna. Þær bíða betri tíma. Þessi sjálfboðahópur vinnur 31 hvers mánuðar sem gerir 6x á ári. Næst er 31 des og Kortin verða þar. Ótrúlegt, hvað 1 og 1/2 tíma þjónusta við náungann gefur af sér.
Eftir góðu vinnuna var farið með prinsinn í piratebúning í MOA þar gáfu búðir krökkum nammi. Þvílík stemmning og fjöldi. Kortin skemmtu sér vel í dag.
p.s Myndir áttu að fylgja með en eitthvað fokk var á kerfinu. Lögum það á næstu dögum