Jan 29, 2007

Vont-Karma

Nu turfa Kortin ad vara sig. Allt 24 og prison break nidurhalid er ad koma i rassgatid a okkur. Seinasta vika byrjadi a tvi ad Ipodinn biladi svo baettist okkar lille ven ferda-DVD spilarinn vid, ekki gafumst vid upp eftir tad, svo gaf hardi diskurinn a tolvunni sig (Ta missti fruin tad). Toppurinn a ollu var svo tegar gsm simi Gedsins gafst upp a fostudaginn. Vid vonum ad allt se tegar fernt er! Buid ad redda ipodinum. Ekki er somu sogu ad segja um dvd-spilarann og tolvuna tvi allt svona rugl tekur lagmark 10 til 12 bissnes daga herna i ameriku. Vid reynum ad orvaenta ekki og tokkum allar hlyjar kvedjur og hugsanir. Vid neydumst liklegast til ad kaupa nyja tolvu i dag og tar med afgreida malid. Vonandi verda Dell menn jafn lidlegir og Apple gaurar i teim efnum. Seinustu dagar hafa verid skrytnir og olikir tvi sem vid eigum ad venjast. Vid hofum til ad mynda neyddst til tess ad tala saman. Netfrahvorfin hafa komid mismikid nidra Kortmedlimum, Gedid hefur a tessum erifdu timum leitad meira i baen og hugleidslu a medan fruinn hefur verid, eirdarlaus og skapstygg. I gaer tok hun svo ut likamleg frahvorf tegar hun aeldi halfa nottina. Vid bjodum ogledina velkomna aftur eda ekki. B-Kort a.k.a the yoga dude hefur tekid tessu ovenjulega vel, medal annars hefur hann eytt timanum i framtidarplon. Gaeinn hefur akvedid ad verda logreglustjori sem handtekur illmenni.

Jan 25, 2007

Hversdagsleiki

Já, lífið hjá okkur Korturum heldur áfram hérna í US and A. Nú er komin rútína í mannskapinn og dagarnir virka styttri og því minni tími í dægradvöl eins og bloggskrif. En við ólíkt öðrum sem við þekkjum gefumst ekki upp sökum elli eða annars rugls. Á milli normallífs og rútínu þá skipuleggja Kortarar tímann í nánustu framtíð. Góður grunnur og æfing í dagsplönum kemur sér ansi vel þar. Það sem liggur fyrir í réttri tímaröð, afmæli B. korts og gönguskíði í febrúar, hugsanleg heimsókn til verkfræðingsins í Seattle í spring break í mars, heimsókn ömmu pönk, guðmóðurinnar og framsóknardragsins í apríl, annarlok í maí og byrjun sumarannar, flutningar í júní-júlí, fæðing í júlí, heimsóknir og cabin-chill með aratúnssettinu og kærustuparinu úr Hafnarfirði+ börnum í ágúst: Gróft plan en lítur vel út. Hin ameríska félagsmótun gengur misvel hjá korturunum en Geðið hefur vinninginn þar. Gæinn er til að mynda ennþá spenntur fyrir því að koma sér í herinn. Við sjáum hvernig það fer. Við erum þakklát fyrir það að hann skuli ennþá tala íslensku við okkur hin. B.Kort er mjög spenntur fyrir því að eiga bráðum afmæli og verða þá stór strákur. Spenntastur er drengurinn þó fyrir því að verða fullorðinn. Því þá, eins og hann skilur það ,getur hann drukkið bjór og vín eins og hann vill. Við náum þessu ekki, en reynum hvað við getum að benda á að erfðafræðin vinnur ekki með honum þar. Korthjónin eiga því vandasamt verk fyrir höndum. Eins hefur gæinn líst því yfir að ef nýja barnið verði vont, þá ætli hann að skjóta það. Ætli þetta þýði ekki að BK sé að aðlagast Bandarísku samfélagi hraðar og betur en björtustu útreikningar gerðu ráð fyrir........

Jan 20, 2007

Skólinn, áætlanir

Skólinn er byrjaður og Kortarar ánægðir með það. Loksins loksins segja sumir. Þetta lítur vel út og ætti að geta orðið ansi skemmtileg önn hjá hjónakornum (það er að segja ef heilinn frýs ekki útaf kuldanum hérna). Það er munur að labba um háskólasvæði þar sem nemendur eru um 45.000, aðeins stærra og fjölmennara en . Geðið er búið að kenna/leiðbeina fyrsta tímann og gekk það svona asskoti vel. Eitt er víst að það verður nóg að gera hjá Korturum á þessari önn. Við fögnum því á sama tíma og við gefum skít í aðgerðarleysi og annað eins sukk. Ó, nei ekki til hjá þessari familíu. Annars fóru læknavísindin illa með okkur í dag. Samkvæmt því sem við héldum þá bara Kortbúinn um 14 vikna og var væntalegur í kringum 19 júlí. Í mæðraskoðun í dag var frúnni seinkað til 26 júlí og því ekki komin nema um 13 vikur. Seinna í dag eftir samráð við lækni var ætlaður fæðingardagur færður fram til 16 júlí. Erum því komin næstum því 15 vikur. Gaman að þessu. Fyndið samt að hugsa út í þessar pælingar, eins og krakkinn fylgi þeim eitthvað. Ef þessi Kortari er eitthvað líkur Frúnni og B-Kort, verður hann seinn. Ó, já hann verður seinn.

Jan 17, 2007

Kuldi

Það er ekki verið að grínast með kuldann hérna. Í morgun þegar Frúin lagði af stað í skólann í morgun sýndi mælirinn -18 á celsíus. Kort familían hefur komist að því með vísindalegum tilraunum að -1c í Minneapolis er meira en -1c á Íslandi. Hefur eitthvað með rakastig og annað að gera. Kosturinn við veðrið hér er þó að alla jafnan er logn og ekki slabb dauðans. Ef það væri ekki fyrir hin eðal lífrænu dönsku ullarnærföt. Þá værum við öll frosin (þar hefur það Bauni, sem gat gagnrýnt ullarkaupin út í það endalausa). Við þökkum guði fyrir hlýju ullina. Við eigum í smá erfiðleikum með að blogga þar sem puttarnir okkar eru frosnir. Eigum þó von á því að líkamar okkar aðlagist kuldanum fljótt. Þangað til sendið okkur hlýjar hugsanir.

Jan 14, 2007

Bauerinn er mættur

Loksins, loksins segjum við Kort hjón. Páll vinur okkar a.k.a The díler. Hafði samband í vikunni, hann ólíkt nokkrum sem við þekkjum er með okkur skráð sem frí-vini í útlöndum og getur þarafleiðandi talað við okkur í 120 mín á mánuði (þetta innlegg var styrkt af Ogvodafone). Allavegna dúddi hringdi og tjáði okkur það að fyrstu fjórir þættirnir af nýju 24 seríunni væru komnir. Að okkar mati þá er þetta allt eins og það á að vera. Það var nefnilega í janúar 2006 sem Geð-Kortið og frú prófuðu fyrst 24, áðurnefndur Páll kom þeim á bragðið. Serían smakkaðist svo vel að í sama janúarmánuði var horft á fjórar seríur af 24 eða allar seríur sem í boði voru. Það er vert að taka fram að á þessum tíma var Geðið í fullri vinnu og frúin í fullu námi og vinnu með. Töluverður tími fór einnig í vini, fjölskyldu, samtök atvinnulífsins og bootcampið góða. Svo ekki sé gleymt B-Kortinu. Hjónin spýttu því í lófana og komust fljótlega að því að best væri að horfa á 6 þætti í einum rykk. Þannig var lítið um svefn á Seljavegi 29 þann janúarmánuðinn. Þar sem þættirnir gerast í rauntíma þá er gróflega hægt að reikna með að 4X24 séu sirka 96 klst sem fóru í hardcore tv gláp. Þessu óhóflega 24 áhorfi fylgdu aukakvillar sem algengt er að komi fram þegar ekki er gætt hófs. Í tilviki Kort fjölskyldunar var um aukna paranoju að ræða, gamal kjarnorkuótti síðan úr bernsku kom fram ásamt snöggum hreyfingu, sérstaklega þegar síminn hringdi því þar gat verið um þjóðaröryggi að ræða. Eins fjölgaði svörtum SVU bílum mikið í Vesturbænum á þessum tíma. Það voru ekki bara ókostir sem fylgdu stuffinu, 24 serían hafði góð áhrif á Korthjónabandi, þar sem um sameiginleg markmið var að ræða, þ.e.a.s að klára hélvítis seríunar sem fyrst. Seinna á vormánuðum þegar hjónin voru farinn að venjast aukakvillunum otaði áðurnefndur Páll síðan að þeim seríu 5 af 24. Hún var afgreidd á mettíma og þar með héldum við að þetta væri búið. Svo var víst ekki málið því Pálinn kom okkur á Prison break bragðið og því þurfti að afgreiða þá seríu líka en það er samt ekki sama stuff og Bauerinn þó gott sé. Hjónin voru sem sagt komin með um 6 mánuði án 24 og allt gekk vel. Þangað til Páll hringdi í vikunni með 24 tíðindin. Sem í sjálfur sér eru ekki slæm nema fyrir það að ekki er hægt að nálgast alla seríuna í einu. Heldur er gert ráð fyrir því að við þurfum að bíða....... Það er ekki alveg að ganga upp að okkar mati. Við örvæntum þó ekki og huggum okkur við það að geta klárað Prison break seríu 2 á meðan við bíðum eftir næsta 24 skammti.... Að okkar mati þá lofar 6 serían mjög góðu og Bauerinn er bara flottur...

Jan 12, 2007

Áfangar

Rútínan er að byrja. Fríið að taka enda. Á þriðjudaginn byrjar skólinn. So it begins... Þangað til chill og veikindi. Já Geð-Kortið er veikur. Dúddi með berkjubólgu, liggur fyrir og bíður eftir að pensílinið kikki inn. Seinustu dagar hafa verið ljúfir, einstaklega ljúfir. Við byrjuðum á því að kveðja verkfræðinginn á sunnudaginn. Sá gestur fær hrós frá Kort fjölskyldunni fyrir að vera einstaklega gestgjafavænn. Greinilegt að þar er á ferðinni vel upp alinn drengur sem veit hvað kurteisi þýðir. Þó svo hann eigi það til að detta út og keyra í hringi þá líkar okkur vel við hann. Daginn eftir eða á mánudaginn mætti Draumurinn svo aftur eftir ferðalag til San Francisco. What happend in San Francisco stays in San Francisco. Segjum ekki meir um það. Eftir að Draumurinn hafði fyllt sig upp af varningi frá Victorias Secret var hann ready að fara heim til the old country á þriðjudaginn. Þannig fór um sjóferð þá. Nú eru allir gestir farnir- bara gone. Við eigum ekki von á neinum fyrr enn í fyrsta lagi í mars. Þar sem Icelandair fljúga ekki næstu tvo mánuði til Minneapolis. Við lifum það af, í versta falli þurfum við að talast við. Annars er gott að hafa tíma til að byrja í og einbeita sér að skólanum. B-Kort spyr þó á hverjum degi hvenær framsóknardragið hann Tommi frændi kemur. Við eigum von á þeim eðalgaur í lok apríl ásamt trúuðu guðmóðurinni og ömmu pönk. Þá verður tekið á því.
Stærstu fréttirnar eða áfanginn öllu heldur er að á morgun (eða í dag) 12 janúar eru 8 ár síðan Geð-Kortið lagði frakkanum, hætti að vera andsetinn, andfélagslegur, hættulegur og líklegast hundleiðinlegur (samkvæmt nánustu fjölskyldu). Já 8 ár (endalaus tala, tákn fyrir eilífðina, enda gömul sál á ferð, líklegast Indjáni í fyrri lífum eða jógi, annaðhvort, pottþétt). Við fögnum ákvörðun Geðsins um að prófa að breytast og ákveða að vera hress og opin fyrir 8 árum síðan. Guð veit að það hefur borið ávexti í lífi hans og fleiri. Vei vei,
Eins óskum við Palla a.k.a the díler og þá kannski sérstaklega fjölskyldu hans með 10 árin sem hann fagnar í dag-Páll þessu áttum við aldrei von á og það veistu!! Til lukku kallar! Við erum ánægð með ykkur og elskum ykkur skilyrðislaust- keep up the good work or die miserable and alone.

Jan 9, 2007

Breytingar á nýju ári

Í stemmningu nýs árs og í tilhlökkunarvímu fyrir því sem koma skal, ákvað B-Kort í samráði við foreldra sína að nú væri nóg komið. Oft væri þörf en nú væri nauðsyn. Feminista hjúkkan og Waldorf mamman ákváðu að best væri að fylgja hefðbundnum venjum og gildum sem fyrirfinnast í því samfélagi sem við búum í dag. Þó svo við væru ekki sammála. Já, það var ekki létt að láta undan kröfu samborgara okkar en eftir þónokkrar ábendingar og lúmsk og ekki lúmsk skot, gáfumst við upp. Við viljum ekki vera frávik. Ákváðum með okkur að beina kröftum okkar að öðru. Þeir hafa unnið þessa lotu en við erum ekki sigruð, ónei alls ekki sigruð. Við höldum áfram að reyna ala Björn Kort uppí því að allir séu jafnir, karlar og konur, óháð litarhætti, líkamsbyggingu, augnalit, skóstærð, hársídd og öðru. Við töpuðum einni orrustu en stríðið er langt frá því tapað. Spurningar eins what does she like? Oh, how old is she? Náðu til okkar á endanum, Jú og auðvitað ótal samningsviðræður (með misjöfnum árangri) til að þvo hárið. Framkvæmdin varð að veruleika.
B fyrir breytingu, svalur að vana
Hin nýji B-Kort, töff
(smá svipur þarna frá öfum sínum)

Jan 8, 2007

Björn og flotinn

Við höldum áfram að vera léleg í mannlegum samskiptum og öðru eins. Sorry vinir og vandamenn en svona er Kort familían, besta leiðin til að fylgjast með okkur er að lesa bloggið.
Björn Kort með sjóræningjaflotann

Takk fyrir jólagjafirnar allir
B-Kort

Jan 6, 2007

Chill og frí

Nýja árið komið og Kortarar ennþá í frímóki og afslöppun. Skólinn byrjar 16 jan þannig að það fer að sjá fyrir endanum á the everlasting fríi. Annars höfum við haft það gott. Áramótin voru lágstemmd en velstemmd. Frúin og Draumurinn byrjuðu gamlársdaginn á því að hjálpa öðrum. Þar sem það var 31 mánaðarins þá var komið að sjálfboðavinnu Kortaranna við það að gefa fátækum og heimilislausum mat í St.Paul. Í þetta sinn hjálpuðum við til við að útbúa matinn. Eftir það var dagurinn góður, auðvitað ekki annað í boði þegar búið er að hjálpa öðrum. Hið andlega lögmál klikkar ekki! Seinustu dagar hafa svo farið í hvíld, bíóferðir, chill, kjaftasögur og reynslusögur Draumsins (af nóg af taka þar). Á fimmtdaginn skiptum við svo út gestum þar sem Draumurinn hélt í bissnesferð til San Fransisco, gæinn í góðum fíling þar. Ástgeir a.k.a the big one eða Scofieldinn kom í skiptum fyrir Drauminn. Í gær fórum við í smá road trip til háskólabæjarins Madison sem er í Wisconsin sem er næsta fylki við okkur. Skemmtileg ferð þar. Draumurinn hefur lært af reynslunni þar sem hann lét vita af sér í gær. Öll líffæri og annað á réttum stað þar og því allir heavy ánægðir.
Annars óskar Kortfamilían Páli a.k.a the dealer og Unni og co innilega til lukku með litlu prinsessuna sem fæddist 2 jan. Það verður gaman að eiga annað barn sem er á sama skólaári og ykkar-- okkar barn verður þó að öllum líkindum miklu stærra :)