Mar 31, 2007

Daglegt líf

Lífið hjá Kortfamilíunni gengur sinn vanagang. Hjónin hafa verið upptekin við heimapróf, verkefnaskil og annað rugl, bloggið hefur því þurft að víkja á meðan. Þvílík forgangaröð en svona er það víst. Megum ekki gleyma því að skólinn er víst ástæða dvalar okkar hérna í US and A. Það styttist óðum í annarlok (8 maí) og því um að gera að hætta ekki núna. Eins eigum við von á góðum gestum um miðjan Apríl (ömmu pönk, kaupglöðu guðmóðirinni og Tommaranum). Við höfum verið að vinna undan okkur til að geta verið í smá fríi með liðinu. Fyrir utan skólann er lítið annað að frétta nema að Kortfamilían er búin að segja upp leigusamningnum og hefur formlega hafið íbúðar-húsleit. Stefnt er á flutninga 1 júlí og því nóg tími til stefnu. Rákumst þó á þessi hús seinustu helgi og erum að pæla í að sækja um. Þetta er í úthverfi hérna rétt við borgina og lúkkar mjög vel. Við fengum að skoða svona model hús og það er allt nýtt eða nýlegt, meira segja með þvottvél og þurkara í eldhúsinu. Það tekur svona 20-25 mín að keyra niðrá campus í umferð. Að öðruleyti er staðsetningin góð, sérstaklega fyrir gesti, það er Supertarget, mall og matvöruverslun í göngufæri. Eins erum við að tala um 3 svefnherbergi, vegna kvartanna frá læknisfrúnni á haustdögum sökum skorts á private lífi og mikilla hrotna frá einum ónefndum gest. Var ákveðið að leita að húsnæði með 3 herbergum með hurðum. Kortfamilían vonast til að uppfylla þessar kröfur gesta sinna.
Við vorum að bæta við tveimur nýjum albúmum, Íslandsferð feb 2007 og Seattle 2007.
Láttum eina góða mynd fylgja með.
B Kort og Miles. Drengirnir áttu play date seinustu helgi og skelltu sér í sund í því tilefni.

Mar 27, 2007

Sól og blíða

Kort familían hefur hingað til álitið sig vera algjörlega óháða veðri en svo er víst ekki. Í dag fór hitinn uppí 30 gráður. Við að sjálfsögðu fögnum þessu blíðveðri en að sama skapi sjáum við fram á hræðilega heitt sumar, með miklum raka og tilheyrandi. Frú Kort fær þá að upplifa heita meðgöngu, nice bara nice. Já sumir eru bara aldrei ánægðir.... biðjum að heilsa til the old country héðan úr blíðunni þar sem skálmöld ríkir.

Mar 24, 2007

Vorstemmning

Þetta er ótrúlegt, það er hreint með ólíkindum hvað veðrið er fljótt að breytast hérna í Minneapolis. Vorið er komið, liðið er komið í stuttbuxur, Björn Kort er kominn með lit í andlitið og róðraliðið háskólans hefur hafið æfingar að nýju. Við Kortarar fögnum vorinu og í tilefni dagsins þá skellti familían sér í góðan hjólreiðatúr um borgina. Það var 17 stiga hiti á celsíus í kvöld eftir að myrkur skall á. Það er eins og borgin og íbúar hennar hafi allir vaknað í dag, garðurinn fyrir utan húsið okkar var fullur af krökkum og körfubolta-liði og það mátti sjá fólk úti í góðum fíling. Kortfamilían fílar svona stemmingu, nú eru rétt um 5-6 vikur eftir af þessu misseri og því ástæða til að hlakka til. Eins og tíðkast í góðu framhaldsnámi þá eru ekki hefðbundin lokapróf heldur aðeins verkefni og önnur skil. Við sjáum því framá að álagið, þá sérstaklega hjá Geð-Kortinu eigi eftir að minnka til muna í sumar. Það verður hægt að nýta góða veðrið í hjólreiða-og göngutúra. Eins eigum við von á trúlausu guðmóðurinni, ömmu pönk og framsóknardraginu í heimsókn eftir rúmlega 3 vikur eða svo. Í gær kvöddum við góðan fjölskylduvin Kortaranna, Ástgeir a.k.a the night guy. Dúddi flutti aftur heim til the old country. Flutningar milli heimsálfa geta verið erfiðir og því ákváðum við, sem hluta af aðlögunarferlinu, að halda gæjanum í einangrun inni hjá okkur í 24 tíma meðan sólin skein fyrir utan. Já, geðið er ekkert grín, orðinn hokinn af reynslu eftir klíniska námið á CUHCC (Community University Health Care Center) og þaulvanur að kljást við og fyrirbyggja PTSD (áfallastreituröskun). Við vonum að ferðin heim hafi gengið vel. Annars er stórdagur í dag í lífi Kortfamilíunar, fyrir utan veðrið og annað, Jósi, a.k.a le dream fagnar 3 tugum í dag.... þar sem hann er auðvitað minnihlutagaur með meiru, meðal annars örvhentur og fyrrum Votti. Þá heldur maðurinn ekki uppá afmæli (sem er kannski ekki svo slæmt þegar aldurinn færist yfir). Allavegna: Kortarar senda hamingjuóskir til vores lille ven.

Mar 21, 2007

Mikilvægi upprunans

Hluti af ferlinu að flytja til útlanda með fjölskyldu er að hlúa vel að móðurmálinu, eða eins og einhver kallaði það the mothertongue. Kort hjónin hafa passað að láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að ala B-Kort upp við góð og verðmæt íslensk gildi. Á dögunum eignaðist drengurinn forláta myndasögu bók um víkinga á ensku. Fannst okkur tilvalið að drengurinn fengi þessa bók til að minna á upprunann. Eins gæti hann farið með bókina í leikskólann til að sýna vinum sínum. Ekki skemmdi heldur fyrir að einn víkingurinn í bókinni sem siglir til Íslands til að nema land heitir Björn. Það er ekki að spyrja að því, B-Kort fílar bókina mjög vel og heimtar að hún sé lesin á hverju kveldi. Víkingar vekja áhuga gaursins og þá sérstaklega bardagar og dráp þeirra á munkum. Kort hjónin eru að vonum rosa ánægð með nýfundinn áhuga drengsins á uppruna sínum en kostnaðurinn er mikill. B-Kort, kaþólikkin, er komin á þá skoðun að bænir og annað andlegt hjal borgi sig ekki þar sem setningar eins og the monks are more used to praying than fighting and thus were killed by the vikings hafa sín áhrif. Drengurinn hefur því lagt til að bænahald verði lagt niður á Kort heimilinu og skylmingar teknar upp í staðinn.

Mar 16, 2007

Heimkoma í miðvesturríkin

Kortin eru lent í Minneapolis. Komum á þriðjudagskveld. Ferðin til Seattle var bara skemmtileg. Við fíluðum borgina og hún fílaði okkur. Ekki eyðilagði fyrir vönduð leiðsögn Ástgeirs a.k.a the night guy. Við röltuðum um miðbæinn í Seattle en þar var mjög góð stemming og mannlíf. Fórum með prinsinn í sædýrasafn þar sem hápunkturinn var að koma við dýrin. Upplifðum amerískt/íslenskt/alþjóðlegt kveðjupartý. Chilluðum. Skoðuðum campus, Geð-Kortið og the night guy hike-ðu eitt fjall og áttu þar gott en umfram allt háandlegt augnablik. Borðuðum dýrindismáltíð í the Space needle. Kortin þakka vel fyrir sig, the big one og frábæri sambýlingurinn eru góðir heim að sækja. Takk fyrir okkur. Seattle, we will be back.
p.s. Seattle myndir koma á næstu dögum... og ekki biðja okkur um einhverjar bumbumyndir eða annað þvíumlíkt. Við erum engir smáralindsklámhundar.

Mar 9, 2007

Spring break

Langþráð frí Kortara er byrjað. Spring break er málið. Í því tilefni ætlum við að skella okkur til Seattle a.k.a fyrirheitna borgin í heimsókn til Ástgeirs Kortvinar með meiru. Það á bara eftir að vera gaman. Kortara eru mjög svo spenntir. En að sögn Ástgeirs þá er Seattle staðurinn, sérstaklega fyrir Íslendinga í USA. Kortaranir eru því með rosalegar væntingar til borgarinnar. Vonandi standast þær. Annars verður áhugavert að fara á slóðir Greys anatomy og fá að sjá fjöll og hafið. Við fljúgum í kvöld og komum aftur á þriðjudag. Kannski verðum við dugleg og setjum inn myndir af heimsókninni.

Mar 8, 2007

Ótrúlegt



Ójá, The Kort family á von á stelpu. Já hérna. Þessu áttum við ekki von á. B-Kort sem hefur talað um barnið sem strák allann tímann var ekki sáttur. Hann er þó allur að koma til sérstaklega eftir að hann fékk settið til að lofa sér öðru barni sem verður þá strákur. Korti-hjónin eru svaka spennt fyrir nýju dömunni. Það er ekki séns að við getum klúðra þessu. Það er nefnilega stundum sagt að það þurfi heilt þorp eða samfélag til að ala upp góðan einstakling og þar erum við í góðum málum, Stína fína sér um hárið (þegar það verður problem), frk. B og Jósi sjá um að innleiða hjá píunni ekta dömutakta (ef hún vil), Geð-Kortið sér um að gellan verði ekki perónuleikaröskuð eða andlega veik. Við hin reynum að gera okkar besta í því að sjá til þess að pían verði töff og glöð, gott að hafa það hugfast hér að litla daman mun fæðast í the US and A sem þýðir að hún gæti orðið forseti Bandaríkjanna. Við erum því ekki bara að fæða eitthvað venjulegt stúlkubarn heldur erum við að fæða litla VON.
p.s. um eitt erum við þó öll sammála VIÐ VILJUM EKKERT BLEIKT DRASL takk fyrir.......

Mar 7, 2007

Kort -sónar

Góður fílingur hérna í Minneapolis, þrátt fyrir snjó. Við erum þó bjartsýn þar sem við vitum að vorið nálgast. Í gær skellti Kort familían sér í sónar til að skoða yngsta og nýjasta meðliminn. B-Kort fékk að koma með, honum leist nú ekki of vel á myndirnar af nýja Kortaranum en hafði þó orði á því að hann minnti á sjóræningja. Nýjasti Kortarinn er flottur og dafnar vel, samkvæmt lækninum þá lítur út fyrir að þessi verði hávaxinn eins og aðrir meðlimir familíunar. Látum eina góða andlitspósu fylgja með.


p.s fengum að vita kynið. Og við eigum von á ............... hvað haldið þið?

Mar 2, 2007

Heimkoma-snjókoma

Kortin eru back in the USA. Góður fílingur hér á ferð. Ferðalagi frá the old country gekk vel (þökk sé Páli a.k.a the big time dealier sem sponsoraði okkur með afbragðsafþreyingu ). Ferðin tók aðeins um 12 tíma í allt. Við flugum til Boston, Detroit og svo Minneapolis. Það voru þreyttir Kortara sem komu heim eftir annars mjög gott ferðalag. Við erum ánægð með heimferðina til Íslands, meira segja Geð-kortið sem þráir einfalt líf og þarfafleiðandi einfaldann lífstíl, var sáttur. Þótt Kortin hafi stoppað stutt í þetta sinn þá náðu við að hitta marga og komast yfir margt á þeim tíma. Það var gaman að koma heim hitta fjölskyldu og vini. Takk öllsömul fyrir að minna okkur á hvað við eigum mikið af góðu liði að. Takk allir sem við hittum ......og allir hinir takk líka
Annars er allt stopp hérna í borg kuldans eða borg snjósins. Í gær var háskólanum og öðrum skólum lokað frá kl 14 vegna snow storms. Við höfum komist að því að snow stormur á amerískum mælikvarða er einfaldlega mikil snjókoma. Háskólinn er opin í dag en flestir leikskólar, skólar og margar opinberar skrifstofur eru lokaðir vegna snow day eins og þeir kalla það. Sem sagt þegar það er mikil snjór þá er búllunni bara lokað. Í gær þegar háskólanum var lokað fylktust undergraduate nemar sem búa hjá campus út og fóru í snjókast og að teika bíla. Já, það er ungt og leikur sér sagði einhver. Í tilefni snjófrídagsins hafa Kort frúin og B-Kort legið í sjónvarpsleti og öðru eins sukki.