Jun 28, 2007

Kúkahúmor og barnastúss

Um daginn skelltu Kortarar sér á Big brother námskeið á vegum spítalans. Námskeið þetta var hið sniðugast en það var hugsað fyrir 3 til 6 ára gömul systkyni. B Kort fílaði þetta í botn og hafi sjálfur mikið til málanna að leggja þegar kom að umræðum í sambandi við litla barnið. Skemmtilegast þótti gæanum þó að fá að skipta á bleyju og var hann mjög upptekinn af því að lítil börn kúki mikið. B Kort er því orðin ansi spenntur og ágætilega undirbúin fyrir að eignast litla systur, segist verða happy þegar litla baby mætir loksins á svæðið.
Samkvæmt útreikningum sónars ætti daman að vera væntanleg á næstu 2-3 vikum, við vonum það svo innilega að ekki þurfi að reka á eftir þessum Kortmeðlim. Fyrst stefnum við þó á að flytja næsta sunnudag og að frúin klári sumarkúrsinn sem hún er í 6 júlí. Eftir það má allt gerast, sterkir hríðarstraumar óskast því eftir 6 júlí.
Nefndin

Jun 21, 2007

Hjúkkulíf

Eftir stífann mánuð við verkefnaskil, hópvinnu og öðru námstengdu stefnir loks í smá rólegheit hjá Geðinu. Bara vinna, flutningar, gestir, barneignir og tveir sumarkúrsar það sem eftir lifir sumars. Já, reynslan úr geðinu um hvernig á að takast við massíft álag er greinilega að skila sér. Hjúkki er svalur og algjörlega sveiflulaus, eins og honum einum er von. Tappinn mætti á fyrstu formlegu hjúkrunarvaktina hérna í Ameríku í dag, þar á undan var dúddi búin að vera í verklegu námi og kynningarnámskeiðum á nýja vinnustaðnum. Spítalinn heitir North Memorial og deildin kallast mental health crisis intervention unit. Greinilegt er að mikið vinnuálag seinust vikur hefur haft einhver áhrif á Kortið því seint í gærkveldi fattaði tappinn að hjúkkubúninginn vantaði, hér þurfa starfsmenn að redda sínu eigin dressi. Gæinn mætti því eins og óbreyttur í vinnuna í dag, restin af Kortfamilínunni vonar að engin miskilningur verði sökum þess og að G-Kort komist heill úr vinnunni. Nú vantar kallinum bara faglegan hjúkkubúning og þá er hann geim í allt.

Jun 15, 2007

Lúxuslíf

Á næstu dögum mun Kortfamilían flytja í töluvert stærra húsnæði. Kortarar eru þvílíkt spenntir fyrir nýju heimkynnum, það á bara eftir að vera þægilegt að búa í stóru og þægilegu húsnæði,
á þremur hæðum, með þremur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, borðstofu, stofu, fjölskylduherbergi, þvottaherbergi, tveimur baðherbergjum, garði, verönd og bílskúr.
Ójá þvílíkur lúxus fyrir fátæka námsmenn í landi tækifæranna. Kortarar eru þakklátir fyrir húsnæðið en seinustu daga hefur þó smá kvíðahnútur verið að myndast í mallakútum hjónanna, þegar talið berst að heimilisverkum og öðru eins sem fylgir öllum heimilum. Þar sem guðsgjafir Korthjóna liggja ekki í húsmæðrahæfni eða almennum þrifum. Og í ljósi þess að framundan er annasamur tími hjá Korturum, barneignir, áframhaldandi nám og heimsóknir þá sjá Kortin ekki framá að geta sinnt heimilisverkum eins og þau myndu vilja. Í stað þess að örvænta og leggjast í volæði hafa Kortarar ákveðið að ráða til sín einstakling sem tilbúin er í verkið fyrir smá aur. Þar sem Kortarar eru miklir jafnréttissinnar og í stöðugri baráttu við rífa niður staðlaðar kynjaðar steríómyndir, ákváðum við að ráða karlmann í verkið.
Hægt er að skoða ferilskrána hans og verklýsingu á þessari síðu, athugið þó ekki við hæfi barna eða viðkvæmra.

Jun 9, 2007

Haustdagskrá

Kortfamilían ákvað um daginn að hætta við fyrirhugaða heimsókn til the old country um jólin (já, við vitum einn dagur í einu og allt það). Allavegna í ljósi þessara nýju frétta hefur Draumurinn a.k.a. the dancer ákveðið að kíkja aftur á okkur um jólin og eins hafa fleiri fjölskyldumeðlimir bókað flug til okkar á haustmánuðum. Dagskráin er farin að verða ansi þétt og greinilegt að seinnihluti sumars og haustið verða tími heimsókna hjá Korturum. Við fílum það. Kortfamilían hefur ákveðið að setja eitt skilyrði fyrir framtíðargesti sína, fyrir utan það auðvitað að vera ekki hálfvitar. Við viljum lambakjöt og lýsi. Í gær hittum við til að mynda vin okkar Ásgeir í micro mynd á leið sinni til Seattle. Kortarar áttu dinner með dúdda, gaman var að hitta kallinn, B. Kort var þó ánægðastur með kappann. Korthjónin voru ánægðust með lambið sem fylgdi með. ME Me Me

Jun 2, 2007

Old girls

Jæja, í dag er Kortfrúin formlega orðin fullorðin. Komin í tölu eldra fólks eða the old girls. Já, loksins farin að skríða í fertugsaldurinn. Ekki lengur bara gömul og andleg sál, heldur líka líkamlega orðin fullorðin. Nú er víst tími til kominn að hætta öllum fíflalátum og fara hegða sér eins og þeir sem komist hafa yfir 30 ára múrinn. Það var akkúrat fyrir 30 árum um kveldmatarleytið á íslenskum tíma sem Kortfrúin skellti sér í heiminn. vei vei. Í tilefni dagsins þá ætlar frúin að eyða deginum með hinum síungu Korturum og hugleiða lífshlaupið, því ekki getur hún víst hlaupið eins og hún er á sig komin í dag. Þetta er ekki tími til að örvænta, enda hefur Kortínan ákveðið að taka eldri kellur sér til fyrirmyndar þegar kemur að aldursviðhorfum.

Já og Kortarar senda Kortvininum góða Ástgeiri a.k.a the night guy innilegar afmæliskveðjur. Til lukku með 30 árin gamli!!

Jun 1, 2007

Vorhátíð

B. Kort í góðum fíling með Miles vini sínum
Það var vorhátíð í leikskólanum hjá Birni Kort í dag. Svaka stemmning, krakkarnir sungu vel æfð lög og svo var endað á potluck. Sérstaklega gaman að sjá hvað B er söngelskur (hvaðan sem hann hefur þann hæfileika) og að gæinn kunni öll lögin, bara flottur gaur.
Nýtt albúm komið valleyfair og vorhátíð