Jul 25, 2007

What's in a name?

Ekkert stress, engar áhyggjur, svona viljum við hafa það!





Amma á Hóli a.k.a
Ágústa Kristófersdóttir

Nýjasti Kortarinn mun heita Ágústa Kort Gísladóttir.

Ágústa þýðir hin mikla og kemur fra nafninu Augustus sem þýðir hin mikli, sbr. faðir Pax Romana, Augustus aka Octavianus, þann sem mánuðurinn er nefndur eftir, ef minnið svíkur ekki. Tvær konur sem hjartkærar eru Kort fjölskyldunni hafa borið þetta nafn. Fyrsta skal nefna Ömmu á Hóli, en hún hét einmitt Ágústa. Amma ól upp 7 börn eftir að afi féll frá undir lok sjötta áratugs síðustu aldar. Hún var herra Kort góð. Hún var kjaftfor, kaþólsk og ákveðinn alþýðukona og eins laus við snobb og undirlægjuhátt eins og hægt er að hugsa sér. Hún átti sterkan og góðan Guð og gekk bæði til Rómar og Lourdes til að kynnast honum betur. Hún las CS Lewis og Kipling og kenndi herra Kort gildi sögunnar um miskunsama samverjann, með misgóðum heimtum, en einhverjum þó. Hún var sterk og fylginn sér og hafði mikla réttlætiskennd, hún lá ekki á skoðunum sinum. Hún þekkti páfann. Hún lést í byrjun Júlí 1998.

Hin Ágústan er Ágústa systir herra Korts. Hún hefur verið öllum Korturunum góð. Hún er sterk en kannski á eilítið fágaðri hátt en nafna hennar og Amma. Ágústa systir er líklega ein geðheilbrigðasta manneskja sem Kort fjölskyldan þekkir, sem er svosem vafasamur heiður, þvi að í ríki hinna blindu, er hinn eineygði vissulega konungur. Ágústa systir er klár og fylginn sér og segir sannleikann. Máske ekki alveg eins kaþólsk og nafna hennar en hún þarf ekkert að vera rífa sig niður fyrir það.

Við vonum að sú litla standi undir pressunni. Ef hegðun í móðurkviði og fyrstu 48 klst. hefur eitthvurt forspárgildi mun hún sannlega gera það.

Jul 24, 2007

Kortarinn

Nýji Kortari
Stoltur stóri brósi


Stúlka Gísladóttir er fædd. Hress og greinilega vel í stakk búinn ad takast á við þennan “fagra en falska heim” eins og Mikales höfuðsmaður orðaði forðum. Móðirin er einnig í góðu stuði, miðað við það sem á undan er gengið. Stóribróðir og faðir ad sjálfsögðu sáttir, og fegnir ad vera hvorki með leg né leggöng.

Fæðingin gekk hratt og vel, fyrstu hríðar um 14:30 og búið 16:41. Rembingur stóð í 16 mín. Vont en gott, ekkert verkjastillandi. 16 merkur (3994 gr), lengd 53.3 cm og höfuð 36.2 cm. Kortarar þakka góða og sterka hríðarstrauma

Jul 23, 2007

Gangsetning

Erum mætt á Fairview búið að skella oxytocin í æð á Kortfrúnni. Nú er bara að bíða og sjá. Útvíkkun er um 2-3. Korthjón chilla bara hérna og horfa á ER á meðan hormónið vinnur sína vinnu. Peace

Jul 22, 2007

40 vika og 6 dagar

Já, Kortfamilían hefur aflýst öllum barneignum þangað til á morgun 23 júlí. En þá eiga Kortarar pantaðan tíma kl 8 am í gangsetningu. Því lítur út fyrir að Kortstúlkan fæðist í ljónsmerkinu 23 júlí. Við erum spennt, já mjög spennt að sjá stúlkuna. Þangað til ætlar þriggjamannafamilían að klára það sem hægt er í nýja húsinu. Dagsplanið er einhvernveginn á þessa leið, mála pallinn, fara í Ikea versla stuff, setja upp bókahillur í stofu og ganga frá stofu, setja saman kommóðu fyrir gesti, slaka á, taka til, þvo þvott og chilla....um að gera njóta dagsins.
Þar sem við munum fæða á hátæknisjúkrahúsinu Fairview þá er að sjálfsögðu netsamband þar og munum við því reyna eftir bestu getu að setja inn nýjar fréttir og myndir af fæðingarstuffinu á morgun.

Jul 19, 2007

Gott gengi

Ameríkanar eru greinilega að fíla Kortarana þessa dagana. Um daginn fékk Kortfrúin boð um TA (Teachers assistance) stöðu í deildinni sinni á næstkomandi vorönn, svona stöður eru auðvitað þvílíkt góðar þar sem fríðindin sem þeim fylgja eru ansi góð plús auðvitað sú reynsla sem fæst með þeim. Geði var með svona stöðu á nýliðni vorönn og kom það sér vægast sagt ansi vel fyrir Kortarana. Frúin er því ansi lukkuleg. Geði fékk svo skólastyrk í gegnum hjúkrunardeildina fyrir næsta ár, er þar um góðan afslátt á skólagjöldum að ræða. Að auki fékk hjúkkan líka styrk til að fara á geðhjúkrunarráðstefnu sem haldin verður í Florida í október, vei vei. Það lítur því allt út fyrir að Kortfamilían muni skella sér í smá trip í sólina á haustmánuðum. Við segjum ekki nei við því.
Annars styttist óðum í gestabylgjuna frá the old country, Íris ríður þar á vaðið en hún er væntanleg föstudaginn 27. Daginn eftir kemur svo Hafnarfjarðarliðið, Ásthildur, kærasti +börn. Í byrjun ágúst er svo Vallargengið a.k.a Aratúnssettið væntanlegt. Kortarar eru mjög spenntir fyrir komandi gestunum.
p.s. fæðingarstuff er á hold þrátt fyrir aumkunarverðar tilraunir Kortfrúnar til að flýta þar fyrir. Síendurteknar stigaferðir, lavenderböð, góðar hugsanir, bænir, göngutúrar og nú seinast 18 km hjólaferð hafa ekkert gagn gert þar. Hlýjar hugsanir með sterkum hríðarstraumum óskast því, helst í gær..........

Jul 16, 2007

16 júlí

Í dag er dagurinn sem læknavísindin spá því að litla Kort eigi að koma í heiminn. Það verður gaman að sjá hvort það gangi eftir. Það væri nú ansi gaman sérstaklega þar sem Guðbergur Emil Írisar og Þóris oldy sonur á þriggja ára afmæli í dag.
Björn Kort trúir því að barnið muni koma með keisara og að hún sé með bleikt hár og rauð augu, mikil spenningur þar á bæ.
Korthjón eru þó farin að trúa því að úthald sé eitthvað sem Kortbörn hafi tekið bókstaflega, sérstaklega þegar kemur að því að yfirgefa móðurkvið. Gleðifréttirnar komu þó í dag þegar frúin fór í mæðraskoðun og ljósan spurði hvernig henni litist á gangsetningu í næstu viku eða í kringum 41 viku, vei vei við tökum því fegins hendi. Biðin styttist því hjá Korturum. Ef stúlkan verður ekki komin næsta mánudag þá verður pantaður tími í þeirri viku þar sem náð verður í krakkann. Og já Kortarar taka ekki mark á setningum eins og "þau koma þegar þau vilja".

Jul 11, 2007

Heima er best

Kortfamilían er heldur betur ánægð í nýja húsinu. Seinasta vika hefur farið í það að koma sér fyrir ásamt því að taka meðal annars á móti þrifliði, málurum og cablegæanum. Þetta er allt að smella saman hérna. Kortfamilían er ennþá í skýjunum yfir nýju heimkynnum og hefur þegar bætt met sitt þegar kemur að tíðni eldaðs kveldmatar, þökk sé flottu og góðu eldhúsi. Fyrsta matarboðið í nýja kotinu var haldið á sunnudag þegar hluti þeirra sem hjálpuðu okkur við að flytja og makar komu í grill a la GeðKort. En Geði a.k.a Gilli grill var ekki lengi að kaupa sér eitt stykki gasgrill á nýju veröndina.
Annars er stór dagur á morgun hjá B-Kort. Coco sem er bangsi í leikskólanum kemur heim með Birni og mun hann dvelja hjá okkur í tvo daga. Einkar sniðugt framtak hjá leikskólanum í að kenna krökkunum ábyrgð og annað sniðugt stuff. Á föstudagsmorguninn er svo baby shower á vegum leikskólans fyrir Kortfrúna og þrjár aðrar óléttar mæður þaðan. Þetta á bara eftir að verða gaman.
Af Kortstúlkunni er allt gott að frétta, ljósmóðirin hreyfði belginn á mánudaginn var en stúlkan heldur samt kyrru fyrir. Eitt vitum við þó, og það er að gellan verður komin í allra seinasta lagi 30 júlí.

Jul 3, 2007

Flutningar og fjör

Kortfamilían er flutt. Flutt í suðvestur Minneapolis, við vötnin þar sem fína fólkið leikur sér. Ójá við erum sæl og happý eins og B Kort kallar það. Við þökkum hlýjar flutningskveðjur frá the old country, við erum svo næm fundum vel fyrir straumunum. Flutningarnir gengu vel, góðir félagar úr heimadeild Geð-Kortsins hjálpuðu til við að bera stuffið. Höfðu víst orð á því að þau myndu ekki hleypa öðrum graduate eða vel læsum einstakling í deildina, fannst fjöldi bókakassa einum of. Fyrir hjúkkunni er bókalaus maður eins og brókarlaus maður.
Gömlu leigendurnir þrifu ekki eftir sig þannig að Kortfrúin þurfti heldur betur að sýna húsmæðrahæfileikana á því sviði. Þetta gekk þó allt og meira segja þrifu Korthjónin gömlu íbúðina alla í gærdag. Þrátt fyrir alla flutninga og þrif þá hefur það ekki sveiflað litlu Kortstúlkunni, við þökkum fyrir það.
Annars erum við ennþá að koma okkur fyrir í nýja húsinu. Hingað til hefur Kortfamilína aðeins búið á einni hæð í um 60 til 90 fm. Viðbrigðin eru því ansi mikil að vera komin á þrjár hæðir og fullt af fm. Seinustu dagar hafa farið í það að hlaupa á milli hæða, við finnum lærvöðvana styrkjast í hverju skrefi. Ekki nóg með það svo erum við auðvitað með verönd þannig að Kortarar ættu að verða vel massaðir og tannaðir í nýja húsinu. Myndir af slottinu koma á næstu dögum þegar allt verður reddy.

Kortfamilían óskar Stínu og Hrólfi innilega til lukku með dömuna á dögunum. Spurning hvort Stínan sinni heimaklippingarþjónustu í fæðingarorlofinu, hún væri allavegna mjög velkomin til hárprúðra en fyrst og fremst prúðra Kortarar.