Sep 28, 2007

Captain Jack Sparrow

B-Kort er ekki ólíkur foreldrar sínum að því leyti að þegar hann fílar eitthvað, þá eru engin takmörk. Hófsemi er orð sem Kortarar munu seint ná að tileinka sér. Drengurinn hefur nú í einhvern tíma, komið vel yfir ár, haft sérstakt dálæti af sjóræningjum. Það byrjaði allt með Kobba Kló úr Pétri Pan. Svo varð það sjálfur Captain Jack Sparrow . Nú hefur það verið þannig í dágóðan tíma að þegar B- Kort er kynntur fyrir nýju fólki þá segist hann heita Jack Sparrow. Á nýja leikskólanum gengur hann undir því nafni bæði hjá starfsfólki og börnum. Gaurinn er ekkert að flippa með þetta Sparrow æði hann segist ekki geta beðið eftir því að verða fullorðinn, safnað skeggi og síðu hári. Um daginn bað hann um hárlengingu. Þegar hann verður fullorðinn þá ætlar hann að fara til Jack Sparrowslands, berjast og drekka rom eins og ekta sjóræningi. Hann hefur tilkynnt Kortsettinu þetta og talar með tilhlökkun, hann ætlar að taka Ágústu litlu systur með en foreldrarnir eiga að bíða í flugvélinni á meðan (dont ask). Á meðan hann bíður eftir að fullorðnast lætur hann sér nægja að reyna líkjast Captain Jack Sparrow í öllu, hermir eftir göngulagi og leikur hann drukkinn. Seinustu vikur hefur hann til að mynda ekki farið úr jakka einum sem svipar til jakka goðsins. Einnig gengur hann um með Sparrow hatt, við þetta sett er gæinn svo í bláum gúmmítúttum. Óháð því hvort hitastigið er 30 gráður eða ekki þá fer Björn Kort ekki úr dressinu. Hann er bara flottastur og trúr sínu.
Björn Kort i dressinu

Í næstu viku fer Kortfamilían til Florida, ætlunin er að skoða Magic Kingdom en þar er eitthvað Pirates of the Caribbean dæmi. Það besta er að B-Kort hefur ekki hugmynd um hver ferðinni er heitið, það verður því bara gaman að fylgjast með tappanum.

P.S. dugnaður Kortara er þvílíkur, komið nýtt albúm Ágústa Kort, flottar myndir þar.

Sep 22, 2007

Fæðingarstyrkur húsmæðra

Í ljósi þess að okkur Korturum fæddist lítil falleg stúlka fyrir um það bil 9 vikum þá áttum við fátæku aumingja námsmannadruslunar rétt á fæðingarstyrk námsmanna, þar sem við erum með lögheimil á Íslandi. Styrkurinn er ekki hár rétt um 90 þús á mánuði (í 9 mán saman) en kemur sér þvílíkt vel hérna í US and A þar sem allt er ódýrara fyrir utan heilbrigðistryggingar og leikskólagjöld. Að vísu var það svo mat sjóðsins að frúin hefði ekki verið í fullu námi í 6 HEILA mánuði og því bæri að líta á hana sem vesæla húsmóður og þær þurfa ekki nema 1/2 styrk. Góði fæðingarstyrkurinn sem Kortarar höfðu séð fyrir sér var því ekki alveg að gera sig. Því miður lítið hægt að gera við því. Í seinustu viku fékk Kortfrúin svo boð frá háskólanum um svokallaða Teachers assistant stöðu á þessari önn. Á planinu var að frúin tæki við svona stöðu á komandi vorönn en ekki á haustönn því ekki má vinna á fæðingarstyrknum góða. Tilboðið frá skólanum, fól í sér um 42 þús ísl. á mánuði, töluvert góðan afslátt af skólagjöldum bæði fyrir frúna og Geðið+ mjög góðar heilbrigðistryggingar fyrir aðeins 5 tíma vinnu á viku. Kortarar þurftu ekki að velta hlutunum lengi fyrir sér, úr verður að Geði tekur 6 mánuði hjá sjóðnum og frúin tekur 2 mánuði sem liðnir eru, á mánudaginn byrjar hún svo að vinna. Frúin er því formlega hætt í fæðingarorlofinu og farin að vinna eins og öllum góðum húsmæðrum sæmir... Who's a homemaker now???

Sep 18, 2007

Gesta rapport

Amman komin og farin. Seinustu dagar hafa farið í chill með ömmu pönk sem kíkti á okkur i nokkra daga. Amman sem er hjúkrunarfræðingur eins og stór hluti af því góða fólki sem tengist Korturum, er alltaf á vakt. Á innan við sólarhring frá komu, var gellan búin að greina B.Kort með kviðslit (inguinal hernia). Sú sjúkdómsgreining var svo staðfest af sérfræðingunum á Fairview childrens hospital. Drengurinn þarf því að fara í aðgerð á næstu vikum, gæinn var ekkert rosalega sáttur með það en um leið og hann heyrði af Jack Sparrow verðlaununum sem í boði eru þá breyttist allt. Nú getur gaurinn ekki beðið eftir því að komast undir hnífinn. Amman sá ekkert athugavert við aðra Kortara í þessari ferð. Spurning þó hvort að nýtilkomin en mjög svo hröð tölvu- og netfíkn hafi truflað dómgreindina þar.
Annars áttum við góða og rólega daga, lítið um verslunarráp og annað eins rugl, meira um gönguferðir og afslappelsi. Korthjón skelltu sér á tónleika á laugardagskveldinu að hlusta á Devendra Banhart. Góð stemmning þar. Kortarar þakka ömmunni fyrir innlitið, þangað til næst..


Amman sá um að Kort börnin væru þrifin og flott

p.s. ótrúlegur kraftur í Korturum, búnir að laga nýju Kort-börn síðuna.

Sep 7, 2007

Lærdómur og sprengjur

Skólinn og verknám byrjað hjá Korthjónum, svaka stemmning þar. Það er ekki hægt að segja annað en að skólinn byrji með látum hérna í USA. Í dag kom tilkynning um að rýma ætti Weaver-Densford Hall bygginguna sem hýsir hjúkrunar og lyfjafræðideildirnar vegna sprengjuhótana. Já það segir engin að það sé ekki spennandi og í raun lífshættulegt hjúkrunarfræðinámið hér. Annars var Geði ekki í hættu staddur þar sem hann var í verknámi á VA að sinna geðheilsu þeirra sem þar eru. Annars er þetta í annað sinn sem svona sprengjuhótun berst háskólanum á því ári sem Kortarar eru búnir að vera hér. Þokkalegt ástand hérna í US and A.
B Kort er byrjaður á nýja leikskólanum og gengur þar undir nafninu Jack Sparrow. Gæinn er sáttur þar. Ágústa Kort gerir ekkert annað en að drekka, sofa og stækka, þægilegt líf þar. Annars eiga Kortarar von á góðum gest næsta miðvikudag þegar amma pönk kemur til að meta aðstæður og hæfni Korthjóna í nýja tveggja barna foreldrahlutverkinu, vonandi verður ekki um falleinkunn að ræða þar.
Annars er pælingin að setja inn nýjar myndir von bráðar.