Sep 26, 2008

Meðalaldur

Á seinsustu dögum hefur meðalaldurinn á Kortmansioninu hækkað úr 16.5 í 19.3 ár, já talsverð hækkun þar í gangi. Andlegheitastigin hækkuðu líka um 4 stig fóru úr 94 í 98 (miðað við Kortskalann sem er 100stig). Kortarar eru í skýjunum yfir meðalaldurshækkuninni, enda góðar ástæður sem liggja þar að baki, Kristín Íslands-hjúkka, soon to be Geðhjúka hefur heiðrað Kortara með hlýrri og hjúkrandi nærveru sinni. Þrátt fyrir heimþrá þá hefur hún verið góð við okkur, sérstaklega við B-Kort sem trúir því að gellan hafi komið til þess að leika við hann með nýja Kobba kló skipinu sem hún gaf honum.

Það er ekki mikið vesen á þessum gest, þrátt fyrir smá óhóf í facebook-hangsi og sápuóperuáhorfi þá hefur gellan verið til friðs, enda vel upp alinn þrátt fyrir að vera utan að landi. Já, Kortarar sýna það enn og aftur að við erum vinir litla mannsins, það eru ekki allir sem myndu leyfa dreifurum að gista í kjallaranum góða....

Annars, eru allir spenntir hérna at 3834 Ewing Ave south í dag.... því enn og aftur mun verða töluverð hækkun á meðalaldri, vitum ekki með andlegheita stigahækkun, þegar fína Læknafrúinn úr Hlíðunum mætir á svæðið í aften, drekhlaðinn íslenskugóðgæti.... við vonum svo innilega að homeland security láti hana vera í þetta sinn.........

Sep 20, 2008

Fílaferðir

Kortarar skelltu sér á renaissance festival seinustu helgi í rigningu og góðum fíling. B-Kort var mjög sáttur með liðið þar, allir í flottum riddara- eða sjóræningabúningum. Einnig fékk drengurinn turkey drumstick eins og ekta vikingar borða, ekki amalegt það.
Frúin og Björnin skelltu sér á fílsbak í tilefni dagsins.
Björn með drumstickið góða
Og svo sætasta Kortið í bænum, litla Gússý eins og við köllum hana víst, gellan er hörð á sínu og lætur ekki vaða yfir sig. Enda er hún komin í sérstakt sharing prógram í leikskólanum, ekki seinna vænna gellan um 14 mánaða og þá á mar víst að kunna að skiptast á, já, þeir eru ekkert að djóka með það að ala upp börnin hérna...

Sep 10, 2008

Haust-önn

Kortfamilían er öll að komast í rútínu, í skólanum og vinnunni. Það lítur út fyrir að þessi önn verði annasöm eins og fyrri annir. Já, já við hvílum okkur þegar við drepumst.

Haustdagskráin er annars ansi spennandi.

Fyrir utan það að vera annaðhvort í vinnu eða námi, með TA stöðu og RA (research assistant) nýjasta viðbótin hjá frúnni, þá verður fullt annað í gangi.

23 september næstkomandi fáum við góðan gest. Kristín ofurhjúkka soon to be geðhjúkka hefur ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni (heila 10 daga) í tilefni þess að kellan verður 30 ára. Þessi ferð er auðvitað vinnuferð á vegum LSH, þar sem K mun þreyta hin ýmsu próf til þess að geta hafið námi hérna at the U næsta haust. Já, Gilli er góður að recruta í geðið, enda veitir ekki af. Þessi ferð á eftir að vera skemmtileg, enda ekki annað hægt þegar skemmtilegt fólk er á ferð. Toppurinn á ferðinni verða þó Sigurrós tónleikarnir sem við eigum miða á hérna í Minneapolis 25 september. Vei, vei. Gæti þó verið að læknafrúin kíki með en óútskýranlegur ótti við geðhjúkkur er eitthvað að spilla fyrir.

Eftir það verður lagst aftur í lærdóm, eða þangað til fína verkfræðifrúin úr Garðabænum mætir á svæðið, til að stappa í okkur stálið bæði náms og starfslega séð. Enda frúin náms-og starfsráðgjafi af líf og sál. Ekki veitir okkur af hvatningunni.

Eftir það verður skólinn aftur massaður þangað til 12 nóv þegar frúin flýgur til St.Louis, Missouri á árlega ráðstefnu/fund ameríska afbrotafræðifélagsins, kella verður þar í góðum félagskap félgsfræðingsins gamla.

Næst er thanksgiving en þá leggur Kortfamilían land undir fót og flýgur til Miles og co í San Francisco CA. Það verður fjör að sjá þá skemmtilegu borg, fjöllin og sjóinn. Góð stemning þar.

Svo tekur við lokasprettur haustannar í 2-3 vikur og loks skella Kortarar sér til Florida, þar sem stór-familían, vallarsettið, kærustuparið ásamt börnum og jósi munu eyða tveimur afslappandi vikum yfir jól og áramót í góðum fíling við að worka tannið.

Já, þetta allt saman er styrkt af LÍN (not), en við þökkum þeim þó fyrir leikskólagjöldin hennar Gússý...

Ferðanefnd Kortfamilíunar....

Sep 5, 2008

Kindergarten

Stór dagur í dag fyrir B-Kort. Kappinn byrjaði skólagöngu sína formlega í dag. Gæinn var svo sem ekkert rosalega spenntur en þetta hafðist þó, enda vissi hann að skóladagheimilið væri vel útbúið af flottu dóti. Hugmyndin að læra eitthvað nýtt er að Björns mati ekki spennandi. Enda hefur drengurinn líst því yfir að þegar hann verði 18 þá ætli hann að sleppa öllu veseni eins og vinnu, skóla og reglum yfir höfuð til þess eins að geta leikið sér. Já, það er ungt og leikur sér.

Annars gekk fyrsti dagurinn vel hjá kappanum, frúin var impressed yfir verkferlinu hjá skólanum, enda ekki vinsælt að klúðra málunum hér og týna börnum. Skólastarfsmenn eru vopnaðir talstöðvum og hvert barn vel merkt, minnir svolítið á réttir.
B-Kort fyrir utan heima að leggja af stað í skólann
Bjöllarinn í chilli fyrir utan skólann sinn flotta