Nov 30, 2008

Kalifornía

Það er góð stemmning hérna í Kaliforníu hjá Korturum. Eitthvað hefur heilsan þó verið að stríða okkur aftur. Á thanksgiving dag fórum við á fancy veitingastað þar sem B-Kort gerði sér lítið fyrir og ældi eins og hestur. Á black friday skellti fullorðna fólkið sér í movie tour-ið sem var ansi flott, sáum marga flotta og í einhverjum tilvikum kunnulega staði hérna í San Francisco. Fílum sérstaklega vel brekkurnar hér í borg.

Staðan í dag er að allir í hópnum sem bera Y-litning hafa orðið veikinni að bráð. Spurning hvort um sé að ræða karllæg pest eða hvað? Þeir eru þó allir að jafna sig, í raun er þetta frekar væg ælupest svona miða við ælupestir...
Nú er bara að vona að allir verðir hressir á morgun til að komast í Alcatraz fangelsi.

Skelltum okkur þó út í dag og fórum meðal annars upp í twin peaks en þar er ansi gott útsýni yfir borgina, bara flott. Gússý var í góðum fíling þar.

Nov 26, 2008

Thanksgiving 2008

Loksins, loksins er komið að thanksgivingfríinu hérna í US and A. Kortarar eru rosa spenntir því í dag fljúgum við til San Francisco til að hitta vini okkar Jennifer og Miles. Planið er að chilla og skoða þessa skemmtilegu borg og borða turkey ala thanksgiving.

Á föstudaginn skella Korthjón og Jen sér í 3 tíma movie tour , þar sem farið verður á helstu staði í borginni þar sem frægar bíómyndasenur hafa verið teknar upp. Á sunnudaginn verður Alcatraz fangelsi og eyjan heimsótt. Á meðan fullorðna fólkið er í túristaferðunum, chilla börnin og leika sér. Því nanny-ið hans Miles hefur boðist til að passa börnin á meðan ferðunum stendur. Sem er auðvitað hrein snilld því þá er bæði hægt að slaka á og hlusta á lýsingarnar í ferðunum.

Einnig er stefnan að labba yfir hina frægu Golden gate brigde sem hefur þann vafasama heiður að vera vinsælasti sjálfsvígsstaður i heimi. Áætlað er að á hverjum 15 dögum hoppi einn einstaklingur fram af brúnni.

Anyhow, við erum spennt, alltaf gaman að skoða eitthvað nýtt.

kv,
Ferðanefnd
Kortfamilíunar



San Francisco borg

Nov 19, 2008

Bati

Seinustu viku eða 10 daga hafa hin ýmsu veikindi herjað á Kortmeðlimi, mismikil og allt það. Við erum með sterk bein og lifum þetta af. Það sem ekki drepur okkur gerir okkur bara sterkari, right?

Leiðinlegast var þó að Kortfrúin hafi þurft að aflýsa glæparáðstefnunni í St. Louis sökum veikinda, við gerum þó ráð fyrir því að glæpir og annað eins hætti ekki, förum því bara á næstu ráðstefnu.

Fyrir utan heilsu og heilsubrest eru Kortarar hressir og uppteknir við vinnu eða skóla. Nú eru ekki nema sirka 4 vikur eftir af þessari önn og þar inní er thanksgiving, þetta er því að verða búið. Frúin er að skrifa predissertation rigerðina sína þessa dagana og því mikið að gera þar. En þetta er að verða búið...

Annars er kominn mikil spenningur í liðið fyrir San Francisco ferðinni sem hefst næsta miðvikudag, þegar thanksgivingfríið byrjar. Það á vafalaust eftir að vera gaman að koma til Kaliforníu. B-Kort er spenntastur fyrir því að geta sprangað um á stuttbuxum og að leika við Miles. Korthjón ætla meðal annars að skoða Alcatraz fangelsið í góðum fíling með Jen mömmu hans Miles. Svo verður Golden gate brúin góða skoðuð lika og eitthvað annað skemmtilegt. Það verður gaman.
Þangað til er stefnan að læra og aftur læra.. Bara fjör hér.

B-Kúreki og Gússý ladybug
Flottu Kort börn á leiðinni í halloween partý

Nov 6, 2008

Gamli maðurinn

Geðið í góðum fíling á útskriftinni sl vor.
Kortfaðirinn a.k.a hjúkkudrusslan, gaurinn með legið, Gilli geð fyllir uppí þriðja tuginn í dag, já hvorki meira né minna en 30 heil ár. Já, gæinn virkar alltaf aðeins eldri en þrjátíu, enda er gaurinn hnokinn af lífsreynslu. Einnig er hann rosalega gömul og andleg sál og það villir fyrir.

Kortfrú og börn eru einstaklega ánægð með kappann og óska honum innileg til hamingju með daginn.

Í tilefni dagsins fékk geðið meðal annars nintendo wii, sem vonandi hjálpar honum við að taka sig ekki of hátíðlega og að reyna varðveita aðeins litla drenginn í sér. Enda vitum við hin að það er ekkert eins leiðinlegt og heilbrigðisstarfsmaður sem tekur sig of alvarlega :)

Nov 4, 2008

Nýtt upphaf?

Það er stór dagur hérna í US and A. Kosningadagurinn mikli loks runninn upp. Þegar Kortarar skutluðust með B-Kort í skólann í morgun voru langar raðir af kjósendum sýnilegar við skóla og aðrar stofnarnir. Vonandi fer þetta vel.

Kortarar eru að sjálfsögðu Barack Obama (bara flottast þegar B-Kort segir nafnið með Minnesotahreimnum) fólk. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig, forsetakosningarnar hafa mikið verið til umræðu hérna og B-Kort hefur fylgst vel með, sjálfviljugur eða ekki. Ófáir útvarpsþættir á NPR hafa fjallað um málið. Þannig ákvað drengurinn að halda með Hillary en ekki Obama. Svo þegar ljóst var að Obama færi áfram, þá var kappinn ekki ánægður og fór þá að styða John Mccain, náði það hámarki þegar drengurinn vildi fá Mccain-Palin skilti í garðinn.

Þessi mikli áhugi BK á gamla manninum var ansi áhugaverður þar sem engin, svo við vitum, í kringum okkur er Mccain-ari. Samkvæmt B-Kort studdi hann Mccain því eins og hann orðaði það sjálfur, "hann er með sama húðlit og ég svona "pink" ". Já, há mikið erum við alltaf þakklát fyrir að hafa farið til Minnesota en ekki Texas. Eftir að hafa margoft skýrt út fyrir drengnum að húðlitur hefði ekkert að segja, heldur væri það karakterinn sem skipti öllu máli. Tóks loks að snúa þessum harða Mccainstuðningmanni yfir í Obamamann, aldur Mccain hafði þar mesta vægi, enda á flest gamalt fólk ekki mikinn tíma eftir samkvæmt B. Nú eru því allir at the Kort mansion Obamarar... Vei vei.

B.K hefur líka tekið þá ákvörðun að hann vilji aldrei fara í hvíta húsið því þar þarf mar að vera í fínum fötum og það er fátt eins leiðinlegt að hans mati.

Kortarar vona því að á morgun þegar við vöknum verðið nýr og bjartur dagur hérna í landi hina frjálsu þar sem tækifærin eru við hvert horn. Til þess að draga úr mestu spennunni í kveld ætla hjónin að skella sér á tónleika með Minnesota gaurnum Bob Dylan. En þessi skólabróðir okkar hjóna (gæinn var í the U, fyrir mange ar siden) verður með tónleika niðrá campus í aften. Já það borgaði sig að standa 5 tíma í miðaröð í september (þakkað þér enn og aftur fyrir samveruna þar Kristín)....