Feb 23, 2009

Afmælisveislan

Seinasta laugardag hélt the Dude uppá 6 ára veisluna. Kortarar voru svolítið 2007 í þetta sinn því þau leigðu sal fyrir herlegheitin. Allt fór vel fram, enginn fríkaði út, engar yfirvofandi málsóknir eða annað rugl í gangi og allir því rosa glaðir. The Dude fékk fáránlega mikið af gjöfum, nú er Lego nýjasta æðið hjá gaurnum. Mary Poppins fagnaði með okkur og var til friðs.

The Dude í góðum fíling með stelpunum Gusto lilla í veislunni

Feb 18, 2009

6 ára afmæli

Í dag var stór áfangi hjá Bjöllaranum, er gæinn varð 6 ára, hvorki meira né minna. Ótrúlegt að það séu komin 6 ár síðan Korthjón urðu að Kortfamilíu. Góð stemning. Gæinn verður bara skemmtilegri með árunum, þessa dagana gengur drengurinn undir nafninu the stoner eða the Dude. Ef the Dude fengi að ráða þá væri alltaf sól og stuttermabuxnaveður, fólk ynni bara á fimmtudögum og restinn færi í chill og meira chill t.d í formi Wii skemmtunar, science museum ferða, leik og discovery channels glápi. Já, the Dude er ansi chillaður tappi.

Afmælisdagurinn var góður, bekkurinn hans B söng fyrir hann og annað eins fjör, partýið verður svo haldið n.k laugardag. The Dude fær því tvo góða pakkadaga, ekki slæmt það.
The Dude í góðum fíling.

B-kort þakkar sérstaklega fyrir allar gjafirnar sem hann fékk frá fjölskyldu og vinum back at the old country.

Feb 12, 2009

Mary Poppins


Seinasta mánudag kom Mary Poppins á Kort Mansionið, Kortarar eru einstaklega þakklátir Homeland security fyrir að hleypa gellunni inní landið.

Fröken Poppins ætlara að dvelja hjá okkur þangað til 6 maí nk., á þessum tíma ætlar hún að sjá um litlu Gúss, kenna B. Kort að segja RRRRRRRR, fara á high-school prom, elda góðan og hollan mat fyrir Kortarana og sjá til þess að allt verði í orden hérna á Kort-heimilinu. Gellan lofar góðu er þegar búin að elda góðan pastarétt, búin að taka til í herberginu hans B og vera góð við okkur.

Kortarar eru nú að venjast nýja lífinu, nú er hægt að einbeita sér meira að skólanum og vinnunni, vonandi tekst fröken Poppins þó að breyta þeirri skrýtnu forgangsröð eitthvað hjá okkur.

Eins er veðrið gott hérna næstum því hitabylgja en seinustu dagar hafa verið í kringum 0 gráður á celsíus, en samkvæmt groundhog dýrinu þá eru víst rúmlega 4 vikur eftir af þessum vetri, við sjáum hvernig það fer.

Feb 5, 2009

Doktorinn

Korthjón hafa eytt tíma sínum seinustu vikur og mánuði í hugleiðslu og aðrar bænir til þess að reyna vita hvert skal stefna. Og eins og alltaf koma svörin. Gilli Kort a.k.a hjúkkudruslan hefur ákveðið að skella sér í doktorsnámi í hjúkrun hérna at the U. Kallinn er formlega kominn í skólann og fékk líka ágætisstyrk, þannig að við þurfum ekki að lifa á Macdonalds næstu árin.

Atvinnuleyfi Geðans hérna í landi hina frjálsu rennur út 1 júní og því þurfti kalli að gera það upp við sig, hvert framhaldið yrði, halda áfram að vinna eða eitthvað annað. Vinnumenningin hérna er ekki ósvipuð þeirri back at the old country, það er að segja vinnan göfgar manninn og allt það kjaftæði, + 3 klst. Vinnudagurinn hjá Geða í dag er frá sirka 8 til 18. Gaurinn er oftast kominn hjem um 19 leytið og því ekki mikil tími eftir með Kortbörnum og frú.

Dönsku genin í Kortaranum höfðu sitt að segja og kallinn ákvað að "hætta þessu helvítis vinnukjaftæði í bili og chilla næstu árin". Því verður það svo að frá og með 15 maí nk. mun Geði hætta að vinna og chilla í Phd náminu hérna. Gaman af því. Námið tekur 3 ár og því ekki von á Korturum back to the old country fyrir en 2011-12. Þegar allt verður orðið gott again.
Geði, auðmjúkur og hrokalaus að vanda með meistargráðuna góðu

Feb 2, 2009

Gone fishing

Björn Kort sem fer að ná þeim áfanga að hafa búið jafnlengi í USA eins og á Íslandi er alltaf að amerikanast meir og meir. Um helgina skellti drengurinn sér ásamt öldruðum föður sínum og félaga hans í Ice fishing sem er einskonar þjóðar (fylkjar) íþrótt Minnesotabúa, farið er út á frosið vatn með hús og allessaman og veit úr holu, ekki amalegt það. Alltaf gaman að bæta í reynslubankann.
B. i góðu chilli að veiða.
Gússí eða Gusto eins og hún er kölluð þessa dagana, skellti sér á sleða í tilefni dagsins.