Mar 29, 2009

Jelly Beans

Um daginn datt Kortfamilían heldur betur í lukkupottinn. Í tilefni st. Patrick dags þá áttu nemendur á skóladagheimilinu hans B að giska á fjölda jelly bauna í krús einni. B kort með góðri hjálp frá móður sinni giskaði á 800 stk, og viti menn það voru 797 jelly beans í dollunni góðu. Aðrir nemendur voru ansi langt frá í ágiskum sínum og því vann gaurinn krúsina og allar 797 baunirnar með. Segið svo að allt námið seinustu ár hjá frúnni hafi ekki skilað sér. Síðustu dagar hérna at the Kort mansion hafa einkennst af stanslausum jelly beans partýum, vei vei svaka fjör.

Eitthvað hefur verið um veikindi og aðra drullu hérna en við lifum það af eins og allt annað rugl. Nú eru bara 7 vikur eftir af önninni og vinnunni hjá Geða. Hjúkki hættir í vinnunni 15 maí og fer þá í langþrátt frí í sirka 10 daga, svo byrjar doktorsnámið hjá Gillanum, eða eins og hann kallar það hrokalaust "þá byrjar chillið".

Já og svo eru allir hérna at the Mansion búnir að kjósa en hélvítis kjörseðlarnir eru enn ópóstlagðir.. við höfum því ekki enn tekið afstöðu. Vinnum í því þessa vikuna.

Mary Poppins stendur sig ansi vel, hún kennir eldri Korturum auðmýkt og svo hefur Ágústa farið tvisvar á koppinn, og er hætt að segja no no, segir núna bara nei, nei, nei. Já, dreifarinn kemur á óvart..
B. Kort með Jelly beans krúsina, og Gússý hressa

Mar 17, 2009

Heimahagar

Í lok maí er von á Kortfamilíunni í smá heimsókn til the old country, málið er að Geði þarf að fá nýtt landvistarleyfi þar sem kappinn byrjar phd námið 16 júní nk. og það tekur styðsta tíma að fá það í gegnum ameríska sendiráðið á Íslandi. Hlutirnir eiga það til að vera ansi slow hérna í landi reglugerða og pappírsrugli, þar sem allir eru þó frjálsir og hugrakkir.

Anyhow planið var að Gilli tæki Gússí lillu með þar sem hún er ennþá undir 2 árum og því ódýr í flugi. Svo ákvað amma pönk að hjálpa til við kostnaðinn á flugmiða B-Kort til Íslands og þá var bara einn Kortari eftir. Vallarhjónin stigu þá inní og Geðfrúin fékk flugmiða að gjöf frá þeim. Þannig að allt settið kemur á klakann. Kortarar eru einstaklega ánægðir með hjálpina, því það kostar nálægt einu nýra að flytja eitt stykki familíu frá USA til Íslands. Það er gott að eiga gott fólk að, sem nennir að borga undir rassinn á okkur, aumu námsmönnunum.

Planið er að dást að fjöllunum, lyktinni, birtunni og íslenska góðgætinu...

Kortfrú og B-Kort koma laugardagsmorgun 23 maí og Gilli geðkort og Gusto kani koma sunnudagsmorguninn 24 maí, allt liðið fer svo laugardaginn 6 júní. Við náum því tveimur góðum vikum.

Mar 9, 2009

Tillsammens; The American version

Á haustmánuðum byrjar nýtt era í lífi Kortara, við höfum kosið að kalla það Tillsamans tímabilið, og til að fyrirbyggja allann misskilning þá erum við ekki skilin, ólétt eða á leiðinni heim til the old country. Við erum frekar spræk, hress og tilbúin að prófa allt nýtt. Næstkomandi ágúst er von á merku fólki, þeim hjónum Björgvini og Kristínu Kort og syni þeirra Þór Kort. Stefnan er að búa öll saman því það er svo gaman. Einnig spilar einstaklega gott gengi krónunnar og rífleg framfærsla LÍN þar inni... Þetta verður fjör.. það sem ekki drepur okkur, herðir okkur bara, right!


Svona verðum við á haustmánuðum

Mar 2, 2009

Breytingar

Kortarar eru rosa spenntir núna því í haust verða miklar breytingar þegar familían stækkar, heldur betur. Allir á Kortmansioninu eru útúrspenntir fyrir nýjustu Kortmeðlimunum sem væntanlegir eru 20 ágúst næstkomandi. Já, Kortfamilían fjölgar sér svo hratt að það er ekki langt í að við verðum fjölmennari en framsóknarflokkurinn, og þá er víst virkilega hægt að taka á því, ekki satt? Við sendum kveðjur hjem back to the old (soon to be new) country.