Oct 22, 2009

Námsmannafréttir

Smá update héðan frá landi hina frjálsu og hugrökku, við höfum ákveðið að taka sambúðina á næsta level. Nú gerum við hér um bil allt saman, meðal annars að skrá bloggið.

Seinustu vikur hafa liðið ansi fljótt hérna at the Kort Mansion. Góðir gestir komið og farið aftur, amma Pönk átti góða daga hérna með okkur, gott chill og einnig skemmdi ekki fyrir að amman gat hjúkrað the Dude sem var með svínaflensuna á sama tíma. Eftir það komu hinar hressu kellurnar úr hafnarfirði í nokkra góða daga án kreppu. Búðir voru þræddar og systurnar kláruðu Twin cities maraþonið í æðislegu veðri. Mjög gott allt saman. Óvíst er með næstu gesti en mögulega koma foreldrar Kris around thanksgiving.

Haustið er komið og aðeins farið að kólna. Það hefur x2 snjóað en horfið jafnóðum. Haustið er mjög fallegt hérna. Laufblöðum rignir niður og mikil litadýrð. Síðustu helgi fórum við og náðum okkur í grasker til að skera út fyrir Halloween. Það var frábær ferð og veðrið var dásamlegt. Helgina þar á undan fórum við í Children´s museum sem var mjög skemmtilegt og börnin ánægð með það. Það eru líka frábærir dagar framundan. Á morgun eru Þór og Björn að keppa í Flag-football í Metrodominu (http://www.msfc.com/index.cfm) sem er heimavöllur Minnesota Vikings í Ameríska fótboltanum. Það verður á efa mjög skemmtilegt.

Drengirnir í graskerastuffinu

Þór verður svo sjö ára á mánudaginn. Hluti af familíunni mun taka út gleðina í skemmtigarðinum í MOA á sunnudeginum. Það er góð stemning í gangi fyrir því, sérstaklega hjá Kris og Bo.

Helgina þar á eftir er svo hin frábæra Haloween helgi. Gleði og glaumur. Búið er að skrá alla nema nýjustu geðhjúkkuna í 5k
hlaup um morguninn þar sem málið er að hlaupa í búningum og í stað vatnsstöðva eru nammistöðvar. Á meðan liðið hleypur mun Kris undirbúa GitarHero partý og baka pönnukökur fyrir svanga hlaupara, pönnukökugerðar hæfileikar píunnar munu víst vera svaðalegir. Um kvöldið fara svo drengirnir að trick or treat.

Korthjón og Gússí í góðum fíling

Svo er líka planið að mæta í skólann og vinna þau verkefni sem bíða okkar þar. Þetta hefst allt saman hjá okkur nemunum, alltaf nóg að gera í skólanum. Geðfrúin hefur aukið kaffidrykkjuna í 9 expresso á miðvikudögum og gamla góða mottóið "you can sleep when you´re dead" lifir góðu lífi. Þetta er allt gaman og við erum öll í kærleikanum hérna og það skiptir öllu.

Bo að kenna Kris rétta Módeltakta