Jun 17, 2009

Back in the states

Smá update af Kortfamilíunni. Við komum aftur heim/út eftir að hafa verið heima á Íslandi 6 júní sl. og erum því búin að vera hér back at the Kort Mansion í 10 daga, eða eins og eina góða afvötnun. Við erum því búin að taka út öll fráhvörf frá Íslandi :) Dvölin back at the old (new) country var einstaklega skemmtileg eins og alltaf og náðum við að hitta marga og gera margt en þó ekki alla eins og alltaf. B-Kort var einstaklega sáttur að ná að hitta á vini og frændfólk og fá að leika á íslensku. Gæinn fékk meðal annars að skella sér með Markúsi í skólann og það þótti ansi flott. Nú bíður drengurinn eftir því að verða 9 ára svo hann geti flutt í hverfið hans Tomma frænda og farið að æfa með Þrótt. Stemning þar.

Annars hafa seinustu dagar farið í smá chill og undirbúning fyrir sumarönnina sem hófst á mánudaginn sl. Gilli Geð er formlega byrjaður í doktorsnáminu, tekur gæinn tvö kúrsa í sumar á milli þess sem hann sinnir garðvinnu og fjölskyldu. Frúin kenndi fyrsta in-class tímann sinn hérna at the U á mánudaginn, gellan er að kenna undergraduate nemum tölfræði og gekk það bara prýðilega. Sumarönnin stendur yfir í 8 vikur eða til 5 ágúst og þá fer hluti af liðinu í frí. Gússý litla verður heima með settinu í sumar meðan the dude fer á hin ýmsu leikjanámskeið sem í boði eru hér. Á morgun er svo von á Vallarhjónum og stelpunum en það verður vafalaust svaka stuð að fá þá gesti.

Um helgina ætla Korthjón að skella sér til Duluth til að chilla á hótelherbergi og hlaupa Grandmas maraþonið... það á eftir að vera áhugavert.. markmiðið þar er að drulla sér í mark.

over and out
the Korts
Gússý lilla að moka í góðum fíling
B. Kort hitti ísbjörn í Reykjavík

Jun 4, 2009

Ísland

Erum á Íslandi í góðum fíling, búin að vera hérna seinustu 10-11 daga, mikið búið að gera og hitta marga. Svaka fjör eins og alltaf. Lambið, skyrið og kæfan klikka ekki.

Höfum varla séð B-Kort þar sem drengurinn er svo upptekin við að leika við alla vini sína hérna at the old country. Gilli er glaður því hann fékk að labba á fjall og Gússý er hress því hún er svo góð og frúin er orðin árinu eldri.

Fyrsti húsfundur hjá the Kort family the extended version var haldinn um daginn og það var dásamleg stund. Það á bara eftir að vera gaman að búa með þessu prýðisfólki. Við erum rosa spennt fyrir þessu nýja ævintýri okkar. Setjum inn myndir af liðinu við fyrsta tækifæri.