Dec 31, 2009

2009 Áramótaannáll Kort Fjölskyldunnar

Fjórðu áramótin in the US and A að renna upp hérna hjá Kort familíunni. Þetta árið hefur verið viðburðarríkt eins og flest ár þar að undan.

Kortarar mættu ferskir til leiks í vinnu og skóla seinasta Janúar eftir einstaklega vel heppnað jólafrí í sunny Florida með góðu fólki. Vetrarmánuðirnir liðu hratt og voru kaldir eins og venjan er hér í Minnesota. Í febrúar kom Mary Poppins a.k.a Sigurrós til okkar og var hjá okkur fram til maí. Hún og Gússí áttu góðan tíma saman í chilli og reyndist Poppinsið okkur hjónum kærkominn hjálp.Við bögguðumst í henni sem mest við máttum og reyndum að kenna henni APA kerfið. Fyrsti gesturinn á árinu eftir miss Poppins var Kolla mamma Mary sjálfrar. Sú kom frá danmörk klifjuð Kókoskaffi, remúlaði og Remi súkkulaði. Gott gengi dönsku krónunar skemmdi ekki fyrir þeirri góðu ferð.

Stuttu eftir að Mary Poppins fór kom amma Pönk og átti hér góða og afslappaða viku með okkur. Geð-Kortið var þá komin í sumarfrí frá vinnunni og því var þetta einstakleg gott frí. Í maílok fram í júní skellti familían sér heim á klakann. Það var ótrúlega gaman að hitta alla eins og alltaf. Borðað var skyr, lömb og einhver fjöll gengin.

Um miðjan júní byrjaði svo sumarönnin Gilli hóf þar formlega PhD námið í hjúkrun og Geð-frúin kenndi sitt fyrsta in-class tölfræðinámskeið fyrir undergraduate nema hérna at the U. Sumarönnin gekk ótrúlega vel hjá hjónum, svolítið mikið stress til að byrja með en það hafðist.

Vallarsettið ásamt fallegu frænkunum úr Hafnarfirði kom hingað 17 júní í frí og til að passa fyrir Korthjónin sem skráð voru í Grandmas Maraþonið 20 júní . Hjónin skelltu sér í hlaupið sem varð það heitasta í sögu hlaupsins. Liðið steiktist nett á þessari hlaupaleið en náði þó að cross the finishline eins og þeir segja, þvílíkur léttir það. Það má segja að Kortfrúin hafi haft mun meira gaman að þessu en Geði sem fílar hjólreiðar og körfu meir. En í ágúst skellti hann sér ásamt félögum í margra mílna hjólatúr frá Duluth niður til Minneapolis. Þar prófaði Geði að sofa ber útí skógi í svefnpoka við góðar undirtektir the nativies sem hótuðu ítrekað að smyrja pokann með “bacon juice” eftir að hann sofnaði til að tryggja viðburðaríka nótt í skóginum.

Sumarið fór mest í skólann og gesti, frænkurnar voru hjá okkur í 6 vikur og var haldið af stað í Road trip down south. Kortfamilían skellti sér til Memphis í heimsókn til herra Jensens og familíu, ferðalagið tók viku og var mjög vel heppnað ef frá er dregið innbrotið í bílinn okkar. Í Memphis var Graceland skoðað, borðað var á frægum southern stað þar sem Dr King var fastagestur, mótelið þar sem Dr King var skotinn var skoðað, farið í Memphis zoo og svo chillað og spjallað. Á leiðinni heim var komið við á matsölustað þar sem brauði er hent í viðskiptavini, mjög töff, einnig skoðuðum við the Arch í St. Louis. Það var æði að hafa frænkurnar en nóg var um Kósýkvöld og önnur huggulegheit meðan á dvöl þeirra stóð.

Ágúst mánuður fór mest í sjálfskoðun og almenna tiltekt en 21 þann mánaðar breyttist allt er Kortfamilían breyttist úr fjögurra manna familíu yfir í sjö manna fyrirtæki. Þegar Kris-geð, Bo og Thor fluttu til okkar. Sú sambúð hefur gengið vonum framar og kemur sér ansi vel fyrir alla hlutaðeigandi. Stuttu eftir að Kortviðbótin bættist við fengum við Öldu Lóu og dætur þær Sóley og Auði hjúkkunema í heimsókn til okkar, Geð-hjúkkurnar peppuðu Auði áfram í framtíðarstarfið á meðan Gússí kenndi Sóley smá óþekktartrix enda töff að vera rebel þegar mar er rétt um tveggja. Þessi heimsókn var chilluð, hlaupið í kringum vötnin, pælt í lífinu, farið á söfn og chillað á pallinum.

Svo byrjaði skólinn heimilislífið var fljótt að færast í fastar skorður, Gilli og Bo sjá um matinn, Kris um gólfin, Geðfrúin um uppþvottavélina og svo sjá allir um að halda uppi góðri stemningu. Það má segja að við höfum masterað cooperative theoríuna hérna at the Kort-Mansion. Gússí á nú fjóra foreldra og líkar vel.

Á haustmánuðum komu svo fleiri gestir eins og vaninn hefur verið. Amma Pönk kom aftur og slappaði af hérna með Bo eða Bo the savior eins og hún kýs að kalla hann. En kallinn bjargaði ömmunni frá “bráðu” falli at the Walker Art Museum. Eftir það kom Vallarfrúin a.k.a Ms. Macys ásamt dóttur Crazy Brit svona rétt til að halda lífi í Macys-kortinu og kasta kveðju á heimilisfólkið. Einnig skelltu systurnar sér í Minneapolis maraþonið sem var auðvitað bara hreinasta snilld fyrir utan eitt bilað hné hjá aðkomugellunni, en veðrið var brilljant og félagskapurinn góður, “You’re my boy BLUE!!!”

Halloween var tekin með trompi hjá stór-familíunni sem skellti sér öll minus Kris (því hún fer ekki framúr fyrir hádegi) í MonsterDash 5 km hlaupið sem var bara gaman. Svo var haldið pönnukökupartý og seinna um kveldið farið út að trick og treat-a. Drengirnir voru einstaklega ánægðir með þann dag og eiga enn nammi síðan þá.

Heimilsfólkið fagnaði Thanksgiving hérna at the cities í góðum fíling með þremur tyrkjum. Okkur fannst cool að vera borða Turkey with some Turkish dudes present.
Rétt eftir þakkargjörðarhátíðina kíktu svo Addi og Soffía foreldrar Kris hingað til að tjekka á liðinu. Bakarinn var tekinn á þetta og hent í eina góða lagköku; snúðarnir verða bakaðir í febrúar.

Á Þorláksmessu kláraði seinasti námsmaðurinn önnina og síðan þá hefur heimilisfólkið aðeins náð að chilla. Við héldum hér hátíðleg og góð jól, skelltum okkur á jólaball og fengum fólk í mat.

Hin nýja sambúð hefur sannarlega breytt ýmsum venjum hér at the Kort-mansion, Ber þar helst að nefna fernt sem stendur uppúr, (1) hér er alltaf eldaður dinner, (2) Heimilisfólkið er Vikings aðdáendur og horft er á amerískan fótbolta+ körfubolta plus soccer (3) Við erum flugeldafólk og hikum ekki við að keyra yfir í næsta fylki til að redda þeim (4) Zero tolerance policy er til staðar fyrir viðkvæmni og öðrum geðsveiflum, allir staðnir að slíkri hegðan er umsvifalaust settir í bananabúning þar til kastið er yfirstaðið. Undantekningin er “Tökum þessu persónulega” dagurinn sem haldinn er hátíðlegur fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.

Árið 2010 stefnir í að vera skemmtilegt ár. Stefnan hjá Gilla er að halda áfram að chilla í dokorsnáminu og vinna smá með, enn er óvíst með sumarið hjá þeim tappa en hugmyndin er að vinna 14 tíma á viku og sinna Bo, börnum, heimili og gestum. Geð-frúin stefnir á hörkuönn með 50% kennslu, markmiðið er að ná að skrifa slatta af doktorsverkefninu. Planið í dag er að frúin komi við á Íslandi í lok mars ásamt the Dude og verði þar yfir páska. Drengirnir ætla að vera svalir og byrja að æfa körfubolta, einnig ætlar B.K að prufa að keppa á skákmóti. Gússí ætlar að hætta á bleyju og vera góð. Bo ætlar að verða þyngri og mýkri og Kris ætlar að klára önn númer tvö og vinna sem hjúkka svo ætlar einhver(jir) að hlaupa maraþon. Margt annað er svo á dagskrá fyrir árið en það er allt háð því að nýja sambýlisfólkið okkar lifi veturinn af.

Með þessu óskar Kortfamilían fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir hin gömlu, vonandi eigum við eftir að hitta sem flesta á nýju ári ……
Jólamáltíðin mínus ein
Kort-hjón og Gússí
Vikings fans með meiru
Sáttar systur eftir gott Maraþon í Okt
Hele familian mínus ein

Dec 18, 2009

post- Jol

Greinilega kominn tími á eina færslu hérna, svona í ljósi þess að okkur er farið að berast hótanir á dönsku sökum bloggleti. Ótrúlegt hvað tíminn líður hérna í USA, síðan seinast hefur margt gerst.

Við lifðum af Thanksgiving fengum þrjá tyrki í mat þar sem við vorum nú að borða turkey. Það var svaka stemning svaka fjör. Kristín sýndi á sér áður ókunna dreifarahlið eða meira svona togarahlið en gellan slóg met í blótsyrðum það kveld. Nú gengur hún undir nicknameinu fucking Krist, ekki amalegt það. Eftir thanksgiving komu svo foreldrar Kris og áttu góða daga hérna hjá okkur. Þau komu klyfjuð íslenskum varningi fyrir jólin og svo til að toppa það var bökuð lagkaka að hætti bakara. Þannig að það eina sem vantar hérna um jólin eru fjöllin.

Frá byrjun Des hafa námsmennirnir verið að klára skólann, það er því búið að vera mikið álag á heimilisfólkinu. Gilli geð er núna kominn í jólafrí, börnin klára skólann/leikskólann á morgun, Kris kemst í frí á sunnudag en greyið Geðfrúin fer í próf á Þorláksmessu. Jólaundirbúningurinn hérna er því rétt að hefjast en sem betur fer er jólafríið langt þannig að við getum hvílt okkur ;)

Sambúðin ógurlega hefur nú staðið yfir í að verða 4 mánuði og hefur þetta allt farið langt fram úr okkar blautustu draumum. Við erum svo ánægð með þetta fyrirkomulag, kemur sér ansi vel fyrir alla, Seinustu helgi skellti hele familían sér -1 í jólatréleiðangur. Þar var rífandi stemning, börnin fengu að hitta santa claus sem var bara töff meðan Gilli og Bo unu sér vel í náttúrunni. Daginn eftir skelltu konurnar sér ásamt börnum á Íslendinga Jólaballið hérna í minneapolis á meðan mennirnir fóru á Viking football leik. Já íþróttaáhugi hefur á seinustu mánuði hérna at the Kort mansion aukist til muna hjá þeim sem bera Y litning.

Planið í jólafríinu er að ljúka fyrsta drafti að heimildarmyndinni Bo i Usa. Einnig ætlar heimilisfólkið að leggjast í hattargerð. En framtíðin ku vera þar


Thanksgiving dinnerinn


Karlpeningurinn hönd í hönd að velja jólatré


Börnin og Jóli

Kortbörnin í nýju kojunni

Nov 26, 2009

Á morgun

Á morgun er Thanksgiving, loksins loksins smá frí hérna at the Kort mansion. Seinustu dagar hafa verið uppfullir af verkefnaskilum, prófum og öðru eins rugli sem fylgir náminu hjá liðinu. Við erum búin að læra svo mikið að það lekur úr eyrunum á okkur, ekki amalegt það. Sumir námsmenn hafa það betra en aðrir hérna, þar sem þeir geta leyft sér þann munað að sofa til hádegis. Anyhow við erum svona rosalega hress fyrir komand fríi. Thanksgiving fríið er í fjóra heila daga sem þykir nú bara andskoti gott hérna í landi hina frjálsu og vel tryggðu.

Börnin öll eru í góðum gír, drengirnir fíla skólann vel. Jákvæðisprógrammið sem B-Kort hefur verið í seinustu mánuði/ár er loks farið að skila árangri, við erum ánægð með það. Litla Gússí er farinn að tala meira og meira helst segir hún setningar á ensku eins og I dont know, við reynum öll 6 stykkin að halda að henni íslensku en gellan er auðvitað kaninn í hópunum þannig að við sjáum hvað setur.

Planið hjá flestum hérna er að chilla um Thanksgiving, horfa á football og Macys skrúðgönguna og elda heavy stóran Turkey, meðalkaloríu fjöldi sem fólk innbirðir þennan dag í USA er víst um 7000. Við erum svo mikið meðal þannig að markið hjá flestum er sett á 7000 kaloríunar á morgun, það ætti ekki að vera erfitt hérna í landi tækifæranna.

Svo ætla geðhjúkkurnar og Frúin að vakna snemma (eða sofa ekki neitt) því Black Friday hefst um 5 am og þar eru víst afslættir sem hægt er að deyja fyrir. Bo mun liggja heima á meltunni þar sem hann stefnir í 2x7000 kaloríur. Á laugardaginn verður svo farið til Eygló og Gus í Wisconsin og bakað smákökur.

Í næstu viku er svo von á gestum en foreldrar Kris Geð koma í heimsókn hérna at the Kort Mansion og taka út place-ið

Over and Out

Kortbörn at the Metradome en B-fékk að spila einn football leik þar í haust

Hresst lið sem hljóp 5 km í Halloween hlaupinu

Nov 1, 2009

Halloween 2009

Hrekkjalómsvakan var í gær. Við byrjuðum daginn á því að hlaupa 5 km í Monster Dash, allir nema Kris hlupu hún var heima að baka pönnukökur. Bo fílaði hlaupið svona askoti vel. Nýjasta markmiðið hjá þeim hjónunum er að hlaupa Maraþon. Stefnan er sett á árið 2012. Bara töff.

Eftir hlaupið voru pönnukökuboð hérna þar sem þreyttir hlauparar hlóðu sig upp að nýju með geðveikt góðum pönnukökum a la Kris og svo var chillað. Um fimm leytið var svo farið af stað í Trick og Treat og HalloweenPartý hérna í hverfinu. Kvenleggurinn stóð vaktina heima og sturtaði nammi í liðið sem bankaði uppá.

Búningarnir þetta árið voru bara flottir, erum ekki frá því að fullorðna liðið hafi haft vinninginn þar.


Oct 22, 2009

Námsmannafréttir

Smá update héðan frá landi hina frjálsu og hugrökku, við höfum ákveðið að taka sambúðina á næsta level. Nú gerum við hér um bil allt saman, meðal annars að skrá bloggið.

Seinustu vikur hafa liðið ansi fljótt hérna at the Kort Mansion. Góðir gestir komið og farið aftur, amma Pönk átti góða daga hérna með okkur, gott chill og einnig skemmdi ekki fyrir að amman gat hjúkrað the Dude sem var með svínaflensuna á sama tíma. Eftir það komu hinar hressu kellurnar úr hafnarfirði í nokkra góða daga án kreppu. Búðir voru þræddar og systurnar kláruðu Twin cities maraþonið í æðislegu veðri. Mjög gott allt saman. Óvíst er með næstu gesti en mögulega koma foreldrar Kris around thanksgiving.

Haustið er komið og aðeins farið að kólna. Það hefur x2 snjóað en horfið jafnóðum. Haustið er mjög fallegt hérna. Laufblöðum rignir niður og mikil litadýrð. Síðustu helgi fórum við og náðum okkur í grasker til að skera út fyrir Halloween. Það var frábær ferð og veðrið var dásamlegt. Helgina þar á undan fórum við í Children´s museum sem var mjög skemmtilegt og börnin ánægð með það. Það eru líka frábærir dagar framundan. Á morgun eru Þór og Björn að keppa í Flag-football í Metrodominu (http://www.msfc.com/index.cfm) sem er heimavöllur Minnesota Vikings í Ameríska fótboltanum. Það verður á efa mjög skemmtilegt.

Drengirnir í graskerastuffinu

Þór verður svo sjö ára á mánudaginn. Hluti af familíunni mun taka út gleðina í skemmtigarðinum í MOA á sunnudeginum. Það er góð stemning í gangi fyrir því, sérstaklega hjá Kris og Bo.

Helgina þar á eftir er svo hin frábæra Haloween helgi. Gleði og glaumur. Búið er að skrá alla nema nýjustu geðhjúkkuna í 5k
hlaup um morguninn þar sem málið er að hlaupa í búningum og í stað vatnsstöðva eru nammistöðvar. Á meðan liðið hleypur mun Kris undirbúa GitarHero partý og baka pönnukökur fyrir svanga hlaupara, pönnukökugerðar hæfileikar píunnar munu víst vera svaðalegir. Um kvöldið fara svo drengirnir að trick or treat.

Korthjón og Gússí í góðum fíling

Svo er líka planið að mæta í skólann og vinna þau verkefni sem bíða okkar þar. Þetta hefst allt saman hjá okkur nemunum, alltaf nóg að gera í skólanum. Geðfrúin hefur aukið kaffidrykkjuna í 9 expresso á miðvikudögum og gamla góða mottóið "you can sleep when you´re dead" lifir góðu lífi. Þetta er allt gaman og við erum öll í kærleikanum hérna og það skiptir öllu.

Bo að kenna Kris rétta Módeltakta

Sep 15, 2009

Gestvænt

Góð stemmning hérna at the Kort Mansion. Ja við erum ekki búin að drepa hvort annað still going strong. Nýtilkomna sambúðin er að skríða yfir fyrsta mánuðinn pælið í því?? Flott mál.

Annars höfum við verið ansi heppin með það að skemmtilegt fólk hefur ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni á haustmánuðum. Þökkum það góðum netsmellum Icelandairs. Anyhow Alda Lóa og dætur þær Auður og Sóley komu hingað í byrjun September og chilluðu með okkur. En háskólinn byrjaði ekki fyrir en 7 september þetta árið. Við náðum því að hvíla okkur með þeim mæðgum enda ekki vitlaust svona rétt fyrir haustátökin. Næsti gestur er svo amma pönk sem væntanleg er á föstudaginn og ætlar hún að vera í heila viku í góðu yfirlæti hérna hjá okkur. Svo eru þær kellur frú Constanza og Britney sys væntanlegar í byrjun Október í sirka viku. Þannig að það verður nóg að gera hjá okkur að chilla með gestum ásamt því að sinna þessu blessaða námi okkar allra.

Annars eru allir námsmennirnir byrjaðir í skólanum og einhverskonar rútína að færast yfir mannskapinn, B Kort og Þór eru heavy uppteknir í skólanum einnig eru þeir byrjaðir í fótbolta og svo verdur fyrsta flag football æfingin í þessari viku. Bo er fótboltaþjálfari drengjana en hann kemst víst ansi langt á því að vera evrópskur. Á meðan Bo þjálfar stendur Kris á hliðarlínunni með heimabakaðar múffur og minglar við foreldranna. Þetta lið er að skora þvílikt hátt í social skills hérna í US and A.

Frúin og Gússí eru líka hressar. Gússí gúss eins og við köllum hana núna er farin að tala meira eftir að Sóley tók hana í einkatíma og nú er gellan líka farin að máta koppinn og klósettið. Allt í gangi þar.

Maður vikurnar er þó tvímælalaust BO senior Kort en sá gamli síungi fyllir í fjórða tuginn á fimmtudaginn nk. Hvað gerist þá er óráðið.

Sóley og Gússí í góðum fíling

Aug 30, 2009

Nýtt upphaf

Dagur 9 með nýja liðinu er að líða at the Kort mansion. Og enn gengur allt eins og í sögu, allir rosa vinir. Það er búið að vera svaka fjör síðan nýja settið mætti á svæðið. Mikið búið að gera og allt það. Nóg að gera að venjast ameríku.

Nýju hjónin eru þvílíkt flott í því að aðlagast, Bo Kort soon to be soccer mom of the year er til að mynda búin að taka að sér að þjálfa Linden hills Soccer teamið og nægir þar ekki að vera aðstoðarþjálfari heldur er kappinn skráður sem main coach hvorki meira né minna. Einnig er fyrrnefndur Bo a.k.a Vottur Kort strax búin að eignast nýja vini en kappinn vingaðist við tvær konur sem gengu hérna um hverfið boðandi sannleikann ásamt því að vera að dreifa fræðitímaritinu Varðturninn. Þessar elskulegu konur eru væntanlegar hingað næsta mánudag til að ræða andleg málefni við elsta Kort.

Kris Kort spilaði sinn fyrsta softball leik sinn seinasta föstudag ásamt Kortfrúnni. Gellan stóð sig frábærlega vel og ekki skemmdi fyrir að hún var í íþróttaskóm síðan í 3 bekk í Versló. Spurning hvort Kris breytti framtíðarplönum sínum um frama í geðhjúkrun og skelli sér á fullu í atvinnumennskuna.

Korthjónin njótta þess að hafa nýju familíuna. B og Thor eru flottir saman leika og hjóla eins og þeir hafi aldrei gert annað. Gússí lilla er líka í náðinni hjá öllum og er því dekruð og elskuð eins og aldrei fyrr.

Skólinn hjá drengjunum hefst á þriðjudaginn og verða drengirnir saman í bekk. Eldra liðið fær því smá frí áður en háskólinn hefst 7 sept nk.

Planið er að chilla og chilla meira með gestum okkar en á þriðjudaginn eru Alda Lóa og dætur væntanlegar hingað í hjúkkupepp og chillerí. Svaka fjör hér og allir að sjálfsögðu í kærleikanum

Drengirnir á renaissance festival seinustu helgi

Aug 12, 2009

Átta dagar

Rétt rúmlega vika í nýja liðið. Korthjón eru búin að vera á milljón eða þannig við að undirbúa komu sambýlinganna hingað til the US and A. Tjekklistinn minnkar þó stöðugt og víst er að við verðum ready fyrir komu þeirra, bæði andlega og líkamlega.

Það sem hefur verið að gerast hjá okkur seinustu daga er að Gilli Geð hjólaði frá Duluth til Minneapolis um 160 mílur í tveimum áföngum fyrstu helgina í Ágúst og fílaði vel. Kallinn prófaði líka að sofa úti við í skógi. Gæinn var bara með svona svefnpokaábreiðu með moskítoneti og lá því berskjaldaður fyrir allskonar rándýrum sem leynast í skógunum hér. En hann lifði til að segja frá því og það er það sem skiptir mestu máli, ekki satt.

Hjónin fögnuðu svo 6 ára bryllup afmæli 9 ágúst sl. og það var svaka fjör. Við skelltum okkur á Mannys steakhouse sem er heavy flott og dýrt. Sá kveldverður var í boði LÍN og munum við mögulega ná að borga hann þegar við verðum svona 65 ára það er að segja ef við fáum well paying job i fremtidin. Þar var meðal annars hægt að fá mjög svo girnilegan ástralskan humar á fokking 85 dollara á manninn. Frúin sett það sem markmið að fá sér svona humar þegar doktorinn er í höfn.... soon my friend soon.

Annars erum við frekar chilluð, Gússí er að venjast leikskólanum aftur gellan var orðin svo heimakær og hún fílar ekki að þurfa deila stuffi með öðrum börnum og að fylgja reglum. B-Kort nýtur þess að vera ekki í skólanum og leikur og skemmtir sér. Gæinn er mikið að pæla í peningum þessa dagana og er mjög undrandi að það sé ekki búið að handtaka bófana sem stálu penge frá Íslandi seinasta haust. Hann er svo sem ekki einn um það drengurinn. Frúin skrifar og skrifar hélvítis ritgerðina sína og vonar að það líði hjá eins og allt annað í þessu lífi. Gilli chillar með börnum, hjólar, les skandinavíska krimma, glápir á Netflix og horfir á Tiger Woods spilar golf.

Annars eru stóru tíðindin þau að eftir mikla leit og vonbrigði þá fann Geði lið hérna sem spilar handbolta eða team handball eins og þeir kalla hann hér og verður fyrsta æfingin á fimmtudaginn. Gaman að sjá hvernig það fer kallinn hefur ekki spilað í áratug.

Kellan er svo komin í softball team sem samanstendur af nemendum úr prógraminum sem hún er í. Það á bara eftir að vera áhugavert að sjá hvernig það gengur.

The Dude og Thor eru skráðir í soccer og flag football í haust og Björgvin Kort er skráður sem aðstoðarþjálfari í soccer. Samkvæmt þessu verður rosa mikið aktívíti í gangi at the Kort mansion hér í haust.

Aug 1, 2009

Countdown

Við höfum formlega hafið countdownið hérna at the Kort mansion, nú eru aðeins 20 dagar þangað til viðbætirinn við Kortfamilíuna mætir á svæðið. Litla familían er væntanleg hérna til Minnesota 20 ágúst, svo framarlega sem þau fái stúdentvisa og allt það stuff. Við vonum það besta.

The dude er ansi spenntur að fá leikfélaga sem talar íslensku, Gússí fílar það að fá fleira fólk til að snúast í kringum sig, hjónin eru full tilhlökkunar að fá liðið hér því það er ansi hæfileikaríkt og skemmtilegt t.d. eldar Bjöggi rosa góðan mat og Kristín kann að stepp-dansa, pælið í því. Það er ansi ólíklegt að okkur eigi eftir að leiðast með þessu fólki.

Þangað til liðið kemur ætlar Kort familían að settle all its affairs líkt og Corleone fjölskyldan samheldna gerði forðum; sumarönnin verður kláruð í næstu viku, Gilli ætlar að skrifa eina grein og Frúin ætlar að klára Mastersritgerðina (já akkúrat gellan er að safna, markmiðið er akkúrat 5 háskólagráður), Björn ætlar að fara í fullt af field trips með Minneapolis kids og Gússí mun skemmta sér vel á leikskólanum sínum sem hún var að byrja aftur á eftir hlé. Einnig er planið að hafa gaman og chilla.

Gilli tekur forskotið á skemmtunina núna um helgina en kappinn ætlar ásamt nokkrum félögum að hjóla frá Duluth til Minneapolis, vegalengdin er um 160 mílur/ 256 km. Ætlunin er að hjóla þessa vegalengd á tveimur dögum.
Frænkurnar úr Hafnarfirði fíluðu hamborgarana í USA mjög vel

Jul 23, 2009

Afmælisgella

Litla kortið, hún Gússy hressa er tveggja ára í dag. Já við erum ótrúlega ánægð með þessa litlu stúlku sem hefur verið sankallaður gleðigjafi inní líf Kortfamilíunar. Gellan ætlar að halda uppá daginn heima með því að horfa á Elmo og félaga og einnig er stefnan að jafna sig á gin og klaufaveikinni sem stúlkan er með þessa dagana.
Húrra húrra fyrir Ágústu Kort!!!
Gusto með vinum sínum Dóru og Diego í MOA garðinum

Jul 21, 2009

Back in the cities


Komum hjem úr road tripinu á föstudaginn var. Ferðalagið var ansi skemmtilegt og gekk vel, ef ekki er talið með liðið í Memphis sem ákvað að stela úr bílnum okkar. Já, Kortararnir eftir 3 ár í ameríkunni eru loksins orðnir fórnarlömb afbrota, enda gífurleg há glæpatíðni hérna eins og allir vita. Þessir krimmar uppskáru nú ekki eins mikið og krimmarnir í landsbankanum. Nokkur hleðslutæki, Ipod nano og annað eins smotterí var það sem við töpuðum að þessu sinni. Það sem ekki drepur okkur, herðir okkur bara.

Að þessu undanskyldu þá var rosa gaman í suðrinu, við skelltum okkur í Graceland, skoðuðum mótelið þar sem King var skotinn, fórum í Memphis zoo og borðuðum á Soul stað þar sem King og fleiri frægir kappar voru fastagestir. Á leiðinni heim stoppuðum við á Lamberts cafe en þjónarnir þar henda brauði í gesti, mjög cool. Einnig var stoppað í St. Louis borg í Missouri og þar var the Arch skoðað.

Fríið er nú búið í bili og á morgun fara frænkurnar heim eftir 5 vikna góða dvöl hérna hjá okkur, þeim á eftir að vera sárt saknað.
On the road
Börnin í dýragarðinum

Jul 12, 2009

Road trip

Höfum lagt af stað í smá road trip, stefnan er tekin á Memphis, Tennessee ætlum okkur þar að skoða heimkynni kóngsa og mögulega civils rights museum, þar sem Martin Luther King var skotinn, ásamt því að heilsa upp á Rúnar og familíu. Í þetta sinn var ákveðið að keyra í tveimur lotum þ.e.a.s. sirka 7 tíma á dag í tvo daga en ekki í 15 tíma geðveiki eins og hérna um árið. Hægt að segja að Korthjón læri af reynslunni. Eða frekar að við lærum að meta aðstæður, teljum mjög ólíklegt að Gússý Kort myndi höndla svo langa keyrslu.

Annars erum við núna í Galesburg, Illinoi á móteli eftir 7 tíma keyrslu í dag eða sirka 400 mílur, aksturinn gekk vel allir voru hressir og töff. Við erum endalaus þakklát fyrir the power of DVD.

Áætluð heimkoma úr suðrinu er í kringum 17 júlí

Jul 2, 2009

Sumerferien

Sumarfríið hérna at the Kortmansion líður hratt. Nóg að gera eins og alltaf. Seinustu dagar/ vikur hafa verið annasamar, Vallarhjónin og systurnar úr hafnarfirði komu 17 júní og Korthjónin skelltu sér í GrandmasMaraþonið 20 júní í sirka 35 stiga hita, raka og stillu. Góð steiking þar en shit hvað það var gaman. Vikunni eftir það fór frúin í þrjá daga til Columbus, Ohio á ráðstefnu í tölfræðikennslu. Þar komst frúin meðal annars að því að prógramið sem kella er í hérna at the U er eina sinnar tegundar í USA, og líklegast í öllum heiminum, cool, alltaf gaman að vera spes ;)

Frúin kom til baka á laugardaginn seinasta og þá voru Vallarhjónin komin aftur eftir að hafa eytt nokkrum sólríkum dögum og góðum dögum án íhalds, up north hérna í Minnesota. Allir nema einn eru því endurnærðir og hressir hérna á Ewing avenue S. Geði er að venjast því að sitja á skólabekk eftir eins árs fjarveru og fílar það en sem komið er ágætilega. Frúin sinnir kennslu og líkar vel, það mætti segja að draumastarfið sé fundið. Á milli kennslu þræðir gellan búðir með Vallarfrúnni sem lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að styrkja efnahagskerfið hérna í landi hina frjálsu og hugrökku.

Að öðru leyti eru börnin eru svöl, B-Kort og frænkurnar eru búin að fara á eitt stykki pirates námskeið, ásamt því að vera að læra tennis á hverjum degi í boði MinneapolisCity. The Dude hefur verið að þróa með sér tónlistaráhuga seinustu vikurnar, Freddie Mercury er vinsælastur nú, eða eins og drengurinn orðar það "Ég fíla þennan homma ótrúlega vel". Planið næstu vikur er að chilla og hafa gaman með gestunum.


Hér fylgir með uppáhaldslag Bjöllarans þessa daganna

Jun 17, 2009

Back in the states

Smá update af Kortfamilíunni. Við komum aftur heim/út eftir að hafa verið heima á Íslandi 6 júní sl. og erum því búin að vera hér back at the Kort Mansion í 10 daga, eða eins og eina góða afvötnun. Við erum því búin að taka út öll fráhvörf frá Íslandi :) Dvölin back at the old (new) country var einstaklega skemmtileg eins og alltaf og náðum við að hitta marga og gera margt en þó ekki alla eins og alltaf. B-Kort var einstaklega sáttur að ná að hitta á vini og frændfólk og fá að leika á íslensku. Gæinn fékk meðal annars að skella sér með Markúsi í skólann og það þótti ansi flott. Nú bíður drengurinn eftir því að verða 9 ára svo hann geti flutt í hverfið hans Tomma frænda og farið að æfa með Þrótt. Stemning þar.

Annars hafa seinustu dagar farið í smá chill og undirbúning fyrir sumarönnina sem hófst á mánudaginn sl. Gilli Geð er formlega byrjaður í doktorsnáminu, tekur gæinn tvö kúrsa í sumar á milli þess sem hann sinnir garðvinnu og fjölskyldu. Frúin kenndi fyrsta in-class tímann sinn hérna at the U á mánudaginn, gellan er að kenna undergraduate nemum tölfræði og gekk það bara prýðilega. Sumarönnin stendur yfir í 8 vikur eða til 5 ágúst og þá fer hluti af liðinu í frí. Gússý litla verður heima með settinu í sumar meðan the dude fer á hin ýmsu leikjanámskeið sem í boði eru hér. Á morgun er svo von á Vallarhjónum og stelpunum en það verður vafalaust svaka stuð að fá þá gesti.

Um helgina ætla Korthjón að skella sér til Duluth til að chilla á hótelherbergi og hlaupa Grandmas maraþonið... það á eftir að vera áhugavert.. markmiðið þar er að drulla sér í mark.

over and out
the Korts
Gússý lilla að moka í góðum fíling
B. Kort hitti ísbjörn í Reykjavík

Jun 4, 2009

Ísland

Erum á Íslandi í góðum fíling, búin að vera hérna seinustu 10-11 daga, mikið búið að gera og hitta marga. Svaka fjör eins og alltaf. Lambið, skyrið og kæfan klikka ekki.

Höfum varla séð B-Kort þar sem drengurinn er svo upptekin við að leika við alla vini sína hérna at the old country. Gilli er glaður því hann fékk að labba á fjall og Gússý er hress því hún er svo góð og frúin er orðin árinu eldri.

Fyrsti húsfundur hjá the Kort family the extended version var haldinn um daginn og það var dásamleg stund. Það á bara eftir að vera gaman að búa með þessu prýðisfólki. Við erum rosa spennt fyrir þessu nýja ævintýri okkar. Setjum inn myndir af liðinu við fyrsta tækifæri.

May 15, 2009

Chilling time

Loksins loksins eru Kortarar komnir i smá frí eða allavegna hluti settsins. Gilli Kort vann seinasta vinnudaginn (í bili eða þangað til í sept) seinasta miðvikudag og er kalli því í frí þangað til sumarönnin byrjar 16 juni nk. Frúin er búin með önnina og því bara rannsóknarvinna eftir þar, bara cool. Í aften er svo von á ömmu pönk sem mun chilla með okkur næstu vikuna. En þá fer allt liðið hjem til Íslands i tveggja vikna frí, góð stemning þar. The dude byrjaði að æfa T-ball fyrir stuttu og fílar sig vel, þykir drengurinn meðal annars skotfastur og það er víst ekki slæmt.

Annars voru Flight of the Conchords tónleikarnir hrein snilld, þessir drengir eru mjög töff.

Sumaráætlun er spennandi eins og svo oft áður, hjónin verða líklegast bæði að taka nokkra kúrsa, frúin verður líka að vinna smá rannsóknarvinnu fyrir prófessorinn sinn og svo bauðst kellu að kenna tölfræðikúrs fyrir undergraduate nema í sumar, það er ansi gott tækifæri að fá að æfast í því og einnig skemma launin ekki fyrr. Á þessari önn kenndi gellan svona kúrs en hann var online og því gaman að fá að prófa bæði. Alltaf gaman að bæta í reynslubankann.

Frænkurnar tvær úr hafnarfirði koma svo hingað með vallarsettinu 17 júní nk. og verða hjá okkur í 5 vikur, þær ætla meðal annars að passa Gússý, kenna the Dude að vera kurteis og að taka til í herberginu sínu. Um miðjan júlí ætlar allt liðið að keyra down south til Memphis og tékka á kóngnum þar. Það getur ekki klikkað.


Þessi gella ætlar að hafa það gaman

Apr 29, 2009

Business Time yeah

Cleaning time eða seasonið er hafið, Gilli Kort á rétt um tvær vikur eftir af vinnunni og svipað er eftir af vorönninni hjá frúnni, nú er bara að klára þau verkefni sem eftir eru og ljúka þessu með stæl.

Mary Poppins er einnig á endasprettnum hérna í the US and A, gellan fer heim næsta miðvikudag en þá verður hún búin að vera hérna í sirka 3 mánuði, ótrúlegt hvað tíminn líður. Amma pönk er svo væntanleg hingað til okkar 15 maí nk. og svo viku seinna fer hele familian í tveggja vikna frí back to the old country, bara fjör.

Á endasprettnum þá er mikilvægt að hafa góða orku til að halda sér við eða til að gefa í, Korthjón þekkja þetta af eigin reynslu og því reynum við að hafa gaman saman bla bla. Í þetta skiptið erum við ansi spennt fyrir næstkomandi sunnudegi en þá verður skellt sér á tónleika með vinum okkar þeim Bret og Jemaine og vonandi Murray.. það verður business time mar

Apr 21, 2009

Páskaleit og tennur

Gússý í páskaleit
Eins og alltaf er nóg að gera hérna at the Kort mansion, tíminn flýgur áfram. Nú eru aðeins 16 dagar eftir af dvöl Mary Poppins hérna í Kanalandinu. Kortarar hafa heldur betur náð að vera framtaksamir í námi og vinnu meðan pían hefur verið hér hjá okkur. Hennar á eftir að vera sárt saknað það er víst. Planið áður en gellan fer er auðvitað að nýta tímann vel og njóta þess að hafa ekta dreifara í húsinu.


Páskarnir voru góðir og fóru friðsamlega fram, allir sáttir og saddir. Páskaeggin voru étin og svo var chillað a la Kort. Einnig hefur veðrið verið ansi gott seinustu tvær vikur og að því tilefni hefur Gilli Grill tekið fram grillið í bakgarðinn fína sem búið er að girða þannig að Gússý lilla hlaupi ekki í burtu. Mary Poppins hefur því getað workað tanið seinustu daga í bakgarðinum. Svaka fjör


Bjölli Kort a.k.a the Dude missti svo tvær tennur á dögunum og eru því 4 stykki farin, vei vei.

The dude grimmur

Apr 7, 2009

Páskafrí eða ekki

Seinustu daga hefur B kort a.k.a the dude chillað heima þar sem gæinn er í spring break, 10 daga frí hjá kappanum hvorki meira né minna ekki veitir af að hvíla sig því þeir eru ekkert að grínast með skólana hérna. Bjöllarinn sér ekki enn pointið í því að mennta sig, vill frekar leika sér og chilla, enda ætlar gæinn bara að vinna á fimmtudögum þegar hann verður stór, nú ætlar hann sér að verða Zoo keeper eða fornleifafræðingur, risaeðluáhuginn sterkur hjá drengnum þessa dagana.

Annars er gott að spring breakið sé á sama tíma og páskarnir í þetta sinn því annars væri ekkert páskafrí. Ekki er um neitt páskafrí hjá Korthjónum að ræða í þetta sinn. Enda getur háskólinn ekki tekið tillit til allra trúarlegra hátíðisdaga, pælinginn er samt að eiga góða páska, á laugardaginn verður farið í egg hunt og búin til egg og annað fönderí, sem er auðvitað sérsvið Kortfrúarinnar. Á sunnudag verður svo úðað í sig góðu Nóaeggjunum sem bárust tímalega í þessari viku. Sendum þakkir til Vallarsettsins fyrir að bjarga páskunum ones again fyrir okkur.

Kjörseðlarnir voru póstlagðir í seinustu viku og vonandi fer það rugl allt vel.
Meðfylgjandi eru myndir úr fyrstu fjölskylduhjólaferð ársins sem átti sér stað fyrir um mánuði síðan.
Gússý lilla að borða snakk
The dude í góðum fíling

Mar 29, 2009

Jelly Beans

Um daginn datt Kortfamilían heldur betur í lukkupottinn. Í tilefni st. Patrick dags þá áttu nemendur á skóladagheimilinu hans B að giska á fjölda jelly bauna í krús einni. B kort með góðri hjálp frá móður sinni giskaði á 800 stk, og viti menn það voru 797 jelly beans í dollunni góðu. Aðrir nemendur voru ansi langt frá í ágiskum sínum og því vann gaurinn krúsina og allar 797 baunirnar með. Segið svo að allt námið seinustu ár hjá frúnni hafi ekki skilað sér. Síðustu dagar hérna at the Kort mansion hafa einkennst af stanslausum jelly beans partýum, vei vei svaka fjör.

Eitthvað hefur verið um veikindi og aðra drullu hérna en við lifum það af eins og allt annað rugl. Nú eru bara 7 vikur eftir af önninni og vinnunni hjá Geða. Hjúkki hættir í vinnunni 15 maí og fer þá í langþrátt frí í sirka 10 daga, svo byrjar doktorsnámið hjá Gillanum, eða eins og hann kallar það hrokalaust "þá byrjar chillið".

Já og svo eru allir hérna at the Mansion búnir að kjósa en hélvítis kjörseðlarnir eru enn ópóstlagðir.. við höfum því ekki enn tekið afstöðu. Vinnum í því þessa vikuna.

Mary Poppins stendur sig ansi vel, hún kennir eldri Korturum auðmýkt og svo hefur Ágústa farið tvisvar á koppinn, og er hætt að segja no no, segir núna bara nei, nei, nei. Já, dreifarinn kemur á óvart..
B. Kort með Jelly beans krúsina, og Gússý hressa

Mar 17, 2009

Heimahagar

Í lok maí er von á Kortfamilíunni í smá heimsókn til the old country, málið er að Geði þarf að fá nýtt landvistarleyfi þar sem kappinn byrjar phd námið 16 júní nk. og það tekur styðsta tíma að fá það í gegnum ameríska sendiráðið á Íslandi. Hlutirnir eiga það til að vera ansi slow hérna í landi reglugerða og pappírsrugli, þar sem allir eru þó frjálsir og hugrakkir.

Anyhow planið var að Gilli tæki Gússí lillu með þar sem hún er ennþá undir 2 árum og því ódýr í flugi. Svo ákvað amma pönk að hjálpa til við kostnaðinn á flugmiða B-Kort til Íslands og þá var bara einn Kortari eftir. Vallarhjónin stigu þá inní og Geðfrúin fékk flugmiða að gjöf frá þeim. Þannig að allt settið kemur á klakann. Kortarar eru einstaklega ánægðir með hjálpina, því það kostar nálægt einu nýra að flytja eitt stykki familíu frá USA til Íslands. Það er gott að eiga gott fólk að, sem nennir að borga undir rassinn á okkur, aumu námsmönnunum.

Planið er að dást að fjöllunum, lyktinni, birtunni og íslenska góðgætinu...

Kortfrú og B-Kort koma laugardagsmorgun 23 maí og Gilli geðkort og Gusto kani koma sunnudagsmorguninn 24 maí, allt liðið fer svo laugardaginn 6 júní. Við náum því tveimur góðum vikum.

Mar 9, 2009

Tillsammens; The American version

Á haustmánuðum byrjar nýtt era í lífi Kortara, við höfum kosið að kalla það Tillsamans tímabilið, og til að fyrirbyggja allann misskilning þá erum við ekki skilin, ólétt eða á leiðinni heim til the old country. Við erum frekar spræk, hress og tilbúin að prófa allt nýtt. Næstkomandi ágúst er von á merku fólki, þeim hjónum Björgvini og Kristínu Kort og syni þeirra Þór Kort. Stefnan er að búa öll saman því það er svo gaman. Einnig spilar einstaklega gott gengi krónunnar og rífleg framfærsla LÍN þar inni... Þetta verður fjör.. það sem ekki drepur okkur, herðir okkur bara, right!


Svona verðum við á haustmánuðum

Mar 2, 2009

Breytingar

Kortarar eru rosa spenntir núna því í haust verða miklar breytingar þegar familían stækkar, heldur betur. Allir á Kortmansioninu eru útúrspenntir fyrir nýjustu Kortmeðlimunum sem væntanlegir eru 20 ágúst næstkomandi. Já, Kortfamilían fjölgar sér svo hratt að það er ekki langt í að við verðum fjölmennari en framsóknarflokkurinn, og þá er víst virkilega hægt að taka á því, ekki satt? Við sendum kveðjur hjem back to the old (soon to be new) country.

Feb 23, 2009

Afmælisveislan

Seinasta laugardag hélt the Dude uppá 6 ára veisluna. Kortarar voru svolítið 2007 í þetta sinn því þau leigðu sal fyrir herlegheitin. Allt fór vel fram, enginn fríkaði út, engar yfirvofandi málsóknir eða annað rugl í gangi og allir því rosa glaðir. The Dude fékk fáránlega mikið af gjöfum, nú er Lego nýjasta æðið hjá gaurnum. Mary Poppins fagnaði með okkur og var til friðs.

The Dude í góðum fíling með stelpunum Gusto lilla í veislunni

Feb 18, 2009

6 ára afmæli

Í dag var stór áfangi hjá Bjöllaranum, er gæinn varð 6 ára, hvorki meira né minna. Ótrúlegt að það séu komin 6 ár síðan Korthjón urðu að Kortfamilíu. Góð stemning. Gæinn verður bara skemmtilegri með árunum, þessa dagana gengur drengurinn undir nafninu the stoner eða the Dude. Ef the Dude fengi að ráða þá væri alltaf sól og stuttermabuxnaveður, fólk ynni bara á fimmtudögum og restinn færi í chill og meira chill t.d í formi Wii skemmtunar, science museum ferða, leik og discovery channels glápi. Já, the Dude er ansi chillaður tappi.

Afmælisdagurinn var góður, bekkurinn hans B söng fyrir hann og annað eins fjör, partýið verður svo haldið n.k laugardag. The Dude fær því tvo góða pakkadaga, ekki slæmt það.
The Dude í góðum fíling.

B-kort þakkar sérstaklega fyrir allar gjafirnar sem hann fékk frá fjölskyldu og vinum back at the old country.

Feb 12, 2009

Mary Poppins


Seinasta mánudag kom Mary Poppins á Kort Mansionið, Kortarar eru einstaklega þakklátir Homeland security fyrir að hleypa gellunni inní landið.

Fröken Poppins ætlara að dvelja hjá okkur þangað til 6 maí nk., á þessum tíma ætlar hún að sjá um litlu Gúss, kenna B. Kort að segja RRRRRRRR, fara á high-school prom, elda góðan og hollan mat fyrir Kortarana og sjá til þess að allt verði í orden hérna á Kort-heimilinu. Gellan lofar góðu er þegar búin að elda góðan pastarétt, búin að taka til í herberginu hans B og vera góð við okkur.

Kortarar eru nú að venjast nýja lífinu, nú er hægt að einbeita sér meira að skólanum og vinnunni, vonandi tekst fröken Poppins þó að breyta þeirri skrýtnu forgangsröð eitthvað hjá okkur.

Eins er veðrið gott hérna næstum því hitabylgja en seinustu dagar hafa verið í kringum 0 gráður á celsíus, en samkvæmt groundhog dýrinu þá eru víst rúmlega 4 vikur eftir af þessum vetri, við sjáum hvernig það fer.

Feb 5, 2009

Doktorinn

Korthjón hafa eytt tíma sínum seinustu vikur og mánuði í hugleiðslu og aðrar bænir til þess að reyna vita hvert skal stefna. Og eins og alltaf koma svörin. Gilli Kort a.k.a hjúkkudruslan hefur ákveðið að skella sér í doktorsnámi í hjúkrun hérna at the U. Kallinn er formlega kominn í skólann og fékk líka ágætisstyrk, þannig að við þurfum ekki að lifa á Macdonalds næstu árin.

Atvinnuleyfi Geðans hérna í landi hina frjálsu rennur út 1 júní og því þurfti kalli að gera það upp við sig, hvert framhaldið yrði, halda áfram að vinna eða eitthvað annað. Vinnumenningin hérna er ekki ósvipuð þeirri back at the old country, það er að segja vinnan göfgar manninn og allt það kjaftæði, + 3 klst. Vinnudagurinn hjá Geða í dag er frá sirka 8 til 18. Gaurinn er oftast kominn hjem um 19 leytið og því ekki mikil tími eftir með Kortbörnum og frú.

Dönsku genin í Kortaranum höfðu sitt að segja og kallinn ákvað að "hætta þessu helvítis vinnukjaftæði í bili og chilla næstu árin". Því verður það svo að frá og með 15 maí nk. mun Geði hætta að vinna og chilla í Phd náminu hérna. Gaman af því. Námið tekur 3 ár og því ekki von á Korturum back to the old country fyrir en 2011-12. Þegar allt verður orðið gott again.
Geði, auðmjúkur og hrokalaus að vanda með meistargráðuna góðu

Feb 2, 2009

Gone fishing

Björn Kort sem fer að ná þeim áfanga að hafa búið jafnlengi í USA eins og á Íslandi er alltaf að amerikanast meir og meir. Um helgina skellti drengurinn sér ásamt öldruðum föður sínum og félaga hans í Ice fishing sem er einskonar þjóðar (fylkjar) íþrótt Minnesotabúa, farið er út á frosið vatn með hús og allessaman og veit úr holu, ekki amalegt það. Alltaf gaman að bæta í reynslubankann.
B. i góðu chilli að veiða.
Gússí eða Gusto eins og hún er kölluð þessa dagana, skellti sér á sleða í tilefni dagsins.

Jan 26, 2009

"Worse things happen at sea, you know..."

Seinustu mánuði höfum við hjónin staðið okkur að því að láta þetta komment nægja þegar fólk spyr um ástandi back at the old (hopefully new) country



Stórkostlega vanmetin setning í crisis intervention bransanum

Jan 18, 2009

Góður fílingur

Ný og góð vika er að hefjast hérna í landi hina glöðu og frjálsu, þessi vika fer niður í sögubækurnar það er alveg á hreinu, nú fara hlutirnir að gerast. Kortarar ásamt ógeðslega mörgum öðrum bíða spennt eftir þriðjudeginum, þegar Obama og co taka málin í sínar hendur. Það getur ekki klikkað.

Vorönn háskólans byrjar líka formlega í þessari viku og þá fara hlutirnir að gerast fyrir alvöru. Reynslan hefur sýnt okkur það að besta er að hafa sem mesta að gera á vorönnum til að aftra því að heilinn frjósi. Þessi vorönn er því þéttskipuð kúrsum, rannsóknarvinnu og internshipi. Internshipið er hluti af náminu og felst í því að frúin sér um inngangsnámskeið í tölfræði hérna við skólann, gellan er skráð fyrir námskeiðinu sem instructor og sér því um kennsluna og allt hitt stuffið, sem þýðir cool reynsla og hærri laun.

Annars var köldustu viku vetrarins að ljúka en kuldinn fór niður í -31 til -35 celsíus. Svalt það. Kortarar fagna því að sjálfsögðu að þessi vika sé liðin, þó von sé á nokkrum kuldaskeiðum í viðbót. Vonum að það fari að hlýna eftir 6-8 vikur, fram að því verður bara unnið og lært eins og mar eigi lífið að leysa.

Jan 12, 2009

Tíu-Zhen-Tien-Ti-DECEM-Dix---Ár

Já, Hvorki meira né minna, í dag eru tíu ár síðan Geði lagði frakkanum, ákvað að sýna samborgurum sínum virðingu og leitast við það að hjálpa þeim sem það vilja. Tappinn sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Víst er að hlutirnir væru örlítið öðruvísi ef Gillinn væri enn í frakkanum, Kortfamilían væri til að mynda ekki til.

Á þessum áratug hefur margt gott átt sér stað með ákvörðun tappans. Kortarar og vinir óska Geða innilega til lukku með daginn, loksins fylllir hann í tuginn, þó svo hann hafa alltaf talað þannig. Palli úr Garðabænum fagnar líka í dag tólf árum og það kætir alla líka... þar hefur eitt rými fyrir austan verið sparað ásamt svo mörgu öðru...
Haldið áfram dúddar, 2013 verður haldið uppá sameiginleg þrjátíu ár..