May 28, 2010

End of an era

Já, svolítið langt um liðið hérna á þessu bloggi. En við erum ekki hætt, planið er að ná að minnsta kosti einni færslu á mánuði. Markmiðið er að skrásetja USA dvölina og lífið okkar hérna þannig að þegar við förum að kalka og rugla tímum og viðburðum þá er þetta allt documentað. Segið svo að akademían kenni ekki manni eitthvað að viti. Allavegna það er búið að vera fullt að gera hjá okkur síðan 17 febrúar, stikla aðeins á stóru.

Febrúar
  • Héldum uppá afmælið hans B Kort með football thema, svaka töff
  • Unnum öll eins og skepnur nema einn
  • Auja kláraði mastersritgerðina
  • Drengirnir æfðu körfubolta
  • Gússí hætti með bleyju
  • Familían í kjallaranum lifði af fyrsta Minnesota veturinn

Mars
  • Kellur fóru helgarferð til Beggu í New York og keyptu könnur, þvílíkt stuð þrátt fyrir að sumir séu einstaklega lélegir í mannlegum samskiptum, einnig komumst við að því að fólk er fallegra og með blárri augu í The Big Apple.
  • Bjöggi fór til Reno, Nevada þar sem vændi er by the way löglegt (ekki samt að það skipti neinu máli), what happens in Reno stays in Reno
  • Geðhjúkkurnar lærðu og sváfu og lærðu
  • Einhver googlaði how to kiss
  • Auja varði mastersritgerðina finally
  • Geðfrú og the Dude fóru til the old country og New York
  • Whole foods byrjaði að selja skyr og íslenskt smjör (skyr.is kostar 2 til 2.99 dollara kvikindið sem gerir um 260- 390kr á litla dollu, skyr er því lúxusvara at the KortMansion :) )
  • Kellur horfðu á Greys anatomy, Private practice og Parenthood

April
  • Íslandsförin var cool, Bjölli náði nýjum hæðum í fótboltaspilasöfnun og frúin fór uppá jökul og skoðaði litla eldgosið very cool, ásamt því að hitta alla vini og family sem var mjög gott
  • Íslandsfarar fóru í hestakerruferð í Central Park í NY með Beggu og Sóley sætu
  • Loksins voru allir samankomnir á sambýlinu,
  • Bjöggi fór til Íslands again.
  • Auja fór á AERA til Denver, Colarado sá töff fjöll þar
  • Geðhjúkkur lærðu og hugleiddu
  • Einhver að the KortMansion átti crazy month
  • Bjöggi kom heim
  • Bjölli var útnefndur besti 1st grader í skák í skólanum sínum, töff það
  • Geðhjúkkur horfðu á Heros
  • Kellur (mínus gaurinn með legið) horfðu á Greys anatomy, Private practice og Parenthood
  • Þór the foreigner las upp fyrir allan skólann á söngskemmtun
  • Fátækir námsmenn fengu sér sushi í hádeginu
  • Ipadinn bættist við heimilið
  • Korthjón fórum á Jónsa Tónleika með Eygló og Gus
  • Sambýlingar tóku afstöðu eða lýstu frati og kusu utankjörstaðar, fórum með þetta alla leið og náðum að senda BESTU kjörseðlana heim.
  • Kristín ættleiddi Kisa
  • Einhver reyndi við einhvern
Maí
  • Bjöggi kom og fór til Detroit, Michigan að sinna öldruðum kúnnum (spyrjum ekki meira um það) What happens in Detroit stays in Detroit.
  • Námsmennirnir unnu eins og skepnur fyrstu 2 vikurnar í maí
  • Börnin hengu með barnapíunni okkar henni Kaylu fóru í dýrargarð og chilluðu
  • Kris gaf Kaylu Kisa
  • Drengirnir byrjuðu í T-ball
  • Einhver googlaði Dick
  • Liðið kláraði önnina
  • Kris byrjaði að hlaupa með frúnni
  • Bo klæddi sig upp fyrir útskriftarathöfn at the University of Minnesota en Auja fékk ælupest og gat ekki mætt :( til að sækja fjórðu háskólagráðuna. bömmer
  • Greys anatomy, Private practice og Parenthood fóru í hlé.. fuck
  • Skelltum okkur á hina árlegu garage sale í hverfinu okkar
  • Auja fékk Iphone, loksins loksins
  • Kris fékk vinnu á Hennepin County á akkút geðdeild.
  • Loftur kom í heimsókn og reyndi að life coach-a okkur
  • Gilli fékk interdisciplinary fellowship (of the ring) fyrir skólaárið 2010-2011. Þetta þýðir að kappinn fær skólagjöld greidd plús laun. Eina sem dúddinn á að gera er að vinna að phd-náminu sínu og vera góður við sambýlinga sína, húrra fyrir geða fyrir þetta
  • Auja byrjaði formlega að vinna að doktorsverkefninu the countdown has started 5 gráðan nálgast.
  • Sambúðin fagnaði 9 mánaðarafmæli, við erum búin með eina meðgöngu og still going strong.. Samvinnunám hefur öðlast nýja merkingu og við erum búin að mastera sharing hugtakið..
  • Gilli byrjaði formlega að life coach-a Bo
  • Amma Pönk mætti á svæðið, borðaði ís, fór í bíó og chillaði
  • Sörurnar mættu og versluðu, sóluðu sig og borðuðu ís
  • Ágústa a.k.a vinkona mín lék við litlu Söru
  • Bo the great stýrði stóru Bridgemóti í Mall of America (eða svo sagði hann okkur)
  • Sumarönnin byrjaði aftur hjá Kris
Ok, þetta er svona í stórum dráttum það sem hefur átt sér stað seinustu þrjá mánuði hjá okkur. Framundan eru skemmtilegir tímar enda er sumrið hérna í Minneapolis mjög gott

Framundan plan

Maí lok
  • Eurovision Partý og kosningavika
  • Þór og Sörur fara heim
Júní
  • Frú Constanza er væntanleg 1 júní í sirka þrjár vikur
  • Stelpurnar koma 2 júní í fjórar vikur
  • Auja byrjar að kenna á sumarönn
  • Gilli vinnur 20 tíma á viku
  • The World Cup byrjar

Við erum hress, reynum að lifa í kærleikanum/sannleikanum og allt það stuff..
We will keep you posted ..


Vinkonan og Sara Hlín
Bo the traveler
Kort the Interdisciplinary Fellow
Kris og Begga í NY með könnurnar góðu
The Dude, a.k.a skákmeistarinn