Oct 23, 2007

11 ár

23 okt er dagurinn hjá Kortfrúnni, 11 ár í dag, sligar hægt og rólega í oldtimerinn, spurning hvaða criteríu miðað er við þar eins og annarsstaðar. Kortarar fagna þessum áfanga eins og öðrum góðum áföngum í okkar lífi, brosum hringinn. Eins og Ágústan
Nýtilkominn pumpkin skurningshæfileiki er meðal þess sem bæst hefur í reynslubelti Kortfrúarinnar á seinustu 11 árum. vei vei alltaf að læra eitthvað nýtt. Hverjum hefði grunað þetta fyrir 11 árum síðan.

Oct 18, 2007

Oktober stemmning


Kortarar eru enn við sama heygarðshornið. Eða já skólinn er enn í gangi. Korthjón reyna að troða einhverjir nýrri vitneskju inní hausinn á sér á hverjum degi á milli brjóstargjafar og bleiumála. Hefur gengið vel hingað til en alltaf nóg að gera. Geð-Kort er búin að komast að þvi að hvíld er munaður sem hann getur mögulega leyft sér þegar hann er dauður. Þangað til er um að gera að nýta hverja mínútu. Fyrir utan annríki þá er októbermánuður skemmtilegur hérna í ameríku, haustið kemur og þá rignir laufblöðum og allt verður einhvernveginn appelsínugult á litinn. Halloween er svo í lok mánaðarins sem er auðvitað bara skemmtilegt. Björn Kort er eðlilega mjög spenntur fyrir þvi. Kortfamilían ætlar sér að taka þátt í Halloween undirbúningnum sem fylgir en næstkomandi helgi er planið að fara og velja stórt pumpkin og skera út með Miles vini okkar og mömmu hans. Þar á listagyðja Kortaranna bara eftir að njóta sín.
Halloween verður svo fagnað með komandi gestum, ömmu Helgu a.k.a Constanza, ógiftu guðmóðurinni og lausaleikskrógunum tveimur, sem væntanleg eru eftir 9 daga.

Oct 10, 2007

Florida og guðfaðirinn

Kominn smá tími á rapport eftir viðburðarríka viku hjá Korturum. Seinasta þriðjudag skellti familían sér til Florida, Geði fékk rosa flottann styrk til að fara á hina árlegu APNA ráðstefnu. Svo veglegur var styrkurinn að restin af familíunni ákvað að skella sér með og var því ákveðið að bæta við einum degi og kíkja í disney world. Allir Kortararnir voru rosa sáttir með ferðina, sérstaklega skemmtigarðana, þvílíkt góð þjónusta og einstaklega þægilegt að vera með litlu Ágústu í görðunum. Fyrir utan engisprettuna sem réðst á Kortfrúnna a.k.a frúnna með skordýrafóbíuna, þá var þetta brill frí. Á laugardagsnótt komu Kortarar heim frá Florida, eftir sex tíma seinkun og gott chill á Orlando flugvelli. Vinir okkar hjá Northwestern voru svo miður sín yfir seinkuninni að þeir gáfu Korturum 300 dollara inneign, alltaf að græða. Þegar heim til Minneapolis var komið, blasti við okkur rauðhausinn hann Páll Sigurjónsson a.k.a Palli díler, the handyman og guðfaðir Ágústu Kort og frú Unnur hin prúða. Já, hrósið fær Unnur fyrir að hafa keypt flugmiða til Minneapolis í mars sl. og haldið því leyndu fyrir Pallanum alveg þangað til á föstudag þegar gæinn var kominn upp á flugvöll. Flott þrítugsafmælisgjöf. Kortarar eru líka ansi ánægðir með að hafa náð að halda kjafti með surprisið hans Páls. Hjónin voru frá föstudegi til þriðjudags og voru þau til friðs mest allann tímann. Páll var þó með smá vott af heimþrá og ökubræði en við fyrirgefum honum það, tímamismunur og nýtilkominn færsla yfir á fertugsaldurinn hafa vafalaust spilað þar inní. Kortarar þakka þeim hjónum fyrir innlitið. Það var einstaklega gaman að hitta ykkur, Vonandi verðið þið lengur næst.

Ágústa Kort og guðfaðirinn