Aug 29, 2008

Útskrift

Útskriftar Björn
Í gær átti sér stað sá merki áfangi að B-Kort útskrifaðist úr pre-K sem þýðir að gæinn er að fara byrja í skóla eða Kindergarden. Haldin var útskrift hjá leikskólanum sem var bara flott og skemmtileg.

Björn byrjar svo í skólanum næsta fimmtudag. Hann er búin að fara og heilsa uppá kennarann og leist okkur vel á. Bíðum þó eftir formlegu psyc-mati frá Gilla geða eða Geðsveiflunni eins og sumir kalla hann. Skólinn hans B er public skóli hérna í Minneapolis en hann þykir góður er svokallaður fimm stjörnu skóli (5 af 5). Við vonum að það sé cool.

Annars vill Björn ekki byrja í skóla því honum finnst svo gaman að leika sér að hann sér ekki tilganginn með því að byrja í skóla strax. Vil helst bara fara þegar hann er orðinn fullorðinn og lífið þá orðið þokkalega boring, eða svona eins og hann sér það. Gaurinn er líklega eitthvað skemmdur af ævilangri skólagöngu foreldra sinna.

Seinasti dagurinn í leikskóla er því dag hjá B-Kort, svo tekur við chill og leikur í nokkra daga áður en alvaran byrjar í Kindergarden á fimmtudaginn. Það er vont en það venst. Útskriftin var videotapeuð eins og áður...

Aug 20, 2008

Heimkoma

Kortmæðgur lentu í Minneapolis í gær eftir 3 mánaða útlegð at the old country, ótrúlegt hvað tíminn líður. Það voru einstakir fagnaðarfundir hjá Korturum við endurkomuna. Björn Kort var spenntur að sjá litlu sys labba en kvartaði jafnframt yfir því að hún væri ekki farin að tala. Nú þurfa Kortmæðgur að venjast hitanum og rakanum hérna til þess að geta fúnkerða á ný.

Íslandsferðin var einstaklega góð að okkar mati og náðum við að hitta og gera hér um bil allt sem var á dagskrá, ekki skemmdi fyrir gott veður, góður félagskapur og að Gilli Kort gat komið aftur í frí til okkar.

Kortmæðgur og fjölskylda þakkar öllum sem nenntu að púkka uppá okkur þessa 3 mánuði, fyrir að hýsa okkur, bjóða okkur í mat, lána okkur stuff og yfirhöfuð að tala við okkur, sérstakar þakkir til Vallarsettsins fyrir einstaklega gestrisni og til Vallar-Björns fyrir að svæfa Ágústu Kort í allt sumar.

Við stefnum aftur á heimkomu næsta sumar og þá munum við bögga ykkur öll aftur, þangað til adios og munið að þið eruð öll velbekomet hérna til okkar í landi tækifæranna hjá hinum frjálsu og hugrökku.

með kveðju
Kortnefndin

Aug 16, 2008

Sérfræðingurinn-- das specialist

Gilli Kort a.k.a Geði, gaurinn með legið, hjúkki, hjúkkidrussli náði þeim stóráfanga sl. miðvikudag að standast sérfræðiprófin í Ameríku. Kanar eru einstaklega prófaglaðir og þá sérstaklega þegar kemur að því að veita fólki einhver starfsréttindi, sem er í sjálfu sér ekki svo galið, gott að vita til þess að liðið sem er annaðhvort að kenna, hjúkra eða lækna mann hafi staðist einhver stöðluð próf. Allavegna, þetta var próf sem kalli þurfti að taka til þess að geta starfað sem klíniskur sérfræðingur í geðhjúkrun í landi hina frjálsu. Gaurinn rúllaði prófinu upp sem þýðir að leyfið er í höfn og því getur hann ótrauður haldið áfram að hlúa að þeim andlega veiku í Minneapolisborg. Kortfamilían er ánægð með að þessum skólakafla Gísla Korts sé hér með formlega lokið.

Annars styttist óðfluga í það að Kortfamilían sameinist að nýju. Þá verður gaman. Annars ákvað Ágústa Kort að byrja að ganga here at the old country. Gellan er því orðin ansi töff á því.

Aug 9, 2008

5 ár

Í dag eiga Korthjón 5 ára brúðkaupsafmæli, hvorki meira né minna. Margt gott hefur átt sér stað síðan Kortarar tóku ákvörðunina um að vera ALLTAF saman í Kaþólsku kirkjunni (hinni einu sönnu kirkju). Kortbörnin standa þar uppúr. Einnig er gott að vita af því að ákvörðunin stendur enn, ekki það að við höfum eitthvað val þar sem Kaþólskakirkjan leyfir auðvitað ekki skilnaði . Úthald er því málið. En bara svona til þess að hafa það á hreinu þá erum við Korthjón GEÐVEIKT hamingjusöm.

Nú styttist í lok Íslandsferðar hjá öllum, Kortkallar fóru út fyrir viku og eru í góðum fíling í Ameríku. B-Kort einstaklega sáttur með að vera kominn aftur í leikskólann að hitta alla vini sína. Kortmæðgur fara svo út 19 ágúst og tekur þá rútínan við. Fram að því er allt crazy