Aug 30, 2006

The Stalker

Áttum góðan og afslappaðan dag. Til að fagna góðu gengi afvötunarferlisins var farið með sjúklinginn í sólbaðsferð að lake Calhoun. Málið er að gellan er ekki bara með netfíkn heldur elskar hún sólböð og meiri sólböð. Það kemur sem mjög vel því mar annað hvort skellir tölvu í fangið á henni eða hendir henni út og þá er hún sátt. Dagsplanið var sem sagt ferð að vatninu þar sem einhver skyldi ná sér í lit á meðan frú-Kort hlypi spotta. Eftir að búið var að koma gellunni vel fyrir á ströndinni við þetta prýðisvatn sem lake Calhoun er. Var lagt af stað í hlaup sem gekk ansi vel, þrátt fyrir smá útídúra. Þar sem við erum í fylki 10.000 vatna þá er nóg af þannig kvikindum í kringum okkur. Endirinn á hlaupatúrnum var að frúinn hljóp í kringum tvö vötn sem liggja þarna upp við hvort annað eða rúma 10 km + útidúra (villtist smá af leið). Allavegna þegar ég kem til baka eftir um 70-80 mín. Sé ég að leigjandinn liggur ennþá á ströndinni og einhver fáklæddur gaur stendur yfir henni. Þar sem hún er þekkti fyrir góða mannasiði og mikil frambjóðendagen (Talar við alla og er alltaf ógeðlega nice). Kom það svo sem ekki á óvart að gellan væri á spjalli við innfædda. Þegar ég kem nær byrjar gæjinn að tala við mig um allt og ekkert. Réttast er þó að gæjinn talaði og ég kinkaði kolli því þetta var einhver motormouth dauðans sem Hullan hafði hitt þarna. 10-15 mínútur liðu og gaurinn stoppaði ekki. Við rétt sluppum frá þegar síminn hringdi og ég labbaði pent í burtu og Gellan kvaddi gæjann. Það kom svo í ljós að gæjinn var búin að standa yfir henni þar sem hún lá á bikininu í yfir klukkutíma og massa látlaust. Sagan verður súrari þar sem dúddinn var í ógeðlegri ljósbrúnni mini-sundskýlu. First hand greining á gæjanum útfrá fjölgreindarkenningu Gardners var sú að samskipta- og rýmisgreindir væru í miklu lágmarki.
Að öðru B-kort fór á náttfötunum í leikskólann. Nei, það er ekki útaf leti sem barnið fór í náttfötunum heldur vegna þess að í dag var náttfatadagur á leikskólanum. Við erum mjög ánægð með leikskólann og B er að fíla þetta, hann er farinn að skilja meira og meira. Hann bættir við sig orðum í gær t.d. öskraði hann mommy, mommy. Frekar spúkí að heyra í honum sérstaklega þar sem gæjinn er ekki með hreim. Hljómar svona original eitthvað. Í gær átti eitt barnið afmæli og þá var boðið uppá kökur og hvert barn fékk poka fullan af nammi. Svolítið öðruvísi en við erum vön en B var glaður og þá erum við glöð.
Páll Dvd regionið reddaðist- var með vitlausan kóða.

Enn og aftur þá erum við geðveikt hress og glöð- hægra megin á síðunni sjást fallegar breytingar eins og skemmtilegir linkar á töff lið sem við þekkjum. Ágústa, það er í lagi að lesa bloggið hjá vinum okkar, en láttu þér ekki detta í huga að fara kommenta eitthvað rugl þar. Gæti verið rekið til okkar.
Á morgun eigum við von á enn öðrum sjúklingnum í heimsókn í einhverja daga. Nóg að gera hjá Korturunum þessa vikuna. úps verð að þjóta Palli er að hringja,

Aug 28, 2006

Kirkjuferð-Jesús og hitt liðið

The Kort family tók daginn snemma og skellti sér í messu, Kaþólska messu rétt hjá heimkynnum okkar á 8 stræti. Góð kona, fyrrum nunna, sem við hittum um daginn benti okkur á þennan söfnuð. Geð-Kortið hafði skoðað uppl. um Kaþólska söfnuði sem tengdir eru háskólanum. Þar kom fram að söfnuðirnir væru misíhaldsamir t.d. bjóða sumir samkynhneigða velkomna. Við mátum afvötnunarástandið á leigjandanum á þann veg að best væri að hún svæfi áfram, enda var hún vel verkastillt alla helgina. Eins voru við sammála því að ekki væri ráðlagt að koma með villitrúarmanneskju í Kaþólska messu. Kirkjan var góð! B- Kort stóð sig eins og hetja, beið spenntur eftir að Jesús, sem að öllu jöfnu býr í hjartanu, mæti á svæðið. Það var vel tekið á móti okkur. Þessi söfnuður virkar flottur og er greinilega ekki íhaldsamur því það var klæðskiptingur sem tók mikinn þátt í þjónustunni þarna. Nema þá að liðið sé geðveikt meðvirkt og engin segi neitt, heheheh. Það hefði því líklegast ekki verið kveikt í villutrúar-leigjandanum ef hann hefði fylgt með.
Eftir góða stund á sunnudagsmorgni var eldaður Al-Geð-Kort breakfast sem heppnaðist svo vel að sjúklingurinn lenti á trúnaðarspjalli við Kortin og grét úr sér lungun af þakklæti. Eftir á að hyggja hefði messa verið góð viðbót við afvötnunina.
Þessi færsla átti að vera lengri en ef ekki væri fyrir Pál S. sem hringir eins og brjálæðingur til okkar eftir að honum áskotnaðist 120 fríar mín hjá Ogvodafone. Palli eru vinur okkar! Þið hin sem eruð að reyna að hringja í okkur og náið ekki inn-- ekki gefast upp- it works if u work it-- Skammturinn hans Páls er á þrotum, eins erum við óvön símanum og áttum okkur þar afleiðandi oft ekki á að tækið sé að bjalla....................
P.s. fyrir allt heilbrigðisstarfsfólkið sem les síðuna og hefur faglegan áhuga á afvötnunaraferlinu þá er hægt að fylgjast með dagbók sjúklingsins á www.hulster.blogspot.com -- Hafið hugfast að konan er spes en við elskum hana öll þrátt fyrir það og óhemju tíð þvaglát

Aug 26, 2006

Lífsháski

Lentum í svaka dæmi í gær þegar við komum heim í gær. Ég frú Kort ákvað að fara út og viðra leigjandan, hluti af internets afvötnunni. Allavegna á leiðinni hjem varð himininn svo fallega dökkblár og Missisippi áin leit einstaklega vel út, á nokkrum mínútum varð allt svo dekkra og dekkra, þetta var heavy flott. Þegar við komum heim þá heyrðum við það að Tornedo warning væri í gangi og fólki í minnieapolis væri ráðlagt að halda sér innandyra og frá gluggum. Leigjandinn gjörsamlega missti það, held að netleysið sem átti sér stað á sama tíma hafi haft meira með það að gera. Hr. Kort þurfti að nýta alla sína kunnáttu úr geðinu við það að yfirbuga gelluna. Verkið tókst- og það verður ekki minnst á það meir. Geymt en ekki gleymt.
Við fengum LAXInn eftir stormveðrið mikla, hann var geðveikt góður þó svo kl hefði verið 3:00 um nótt.
Björn Kort flotti kall er farinn að bæta við orðaforðan sinn, No og yes eru þar á meðal í dag sagði hann svo við Frúna, Ma ég er pirate. Gaurinn er snillingur.

Annað mál, ekki það að við mundum eitthvað fara að gera uppá milli fólks sem við þekkjum. Við erum þó heavy ánægð að stór vinur og æskuvinur okkar hann Páll a.k.a the dealer er búin að skrá okkur sem fría vini í útlöndum...... sem þýðir að hann getur hringt frítt 120 mín á mánúði til okkar. Vei vei við erum ánægð með þessa viturlegu ákvörðun Páll og co. Gott að vita af vinum sínum sem gera svona.
úps verð að fara Páll er að hringja ----

Aug 23, 2006

Gjafir- hreinar/óhreinar

Það greinilega borgaði sig að tala um Lín og fjárhagsstöðu Kort fjölskyldunnar. Við fengum gefin Lax frá Íslandi sem leigjandinn kom með. Við erum himinlifandi og þakklát fyrir gripinn. Svona viljum við hafa þetta-- Hlutirnir verða þó aldrei eins og mar vill hafa þá. Því leigjandinn sem hefur verið ansi afhuga seinustu daga, sökum sterkrar heimþrá og söknuðar svo ekki sé minnst á MSN og net niðurtröppun. Ákvað á flugi sínu yfir hafið að laxinn væri sinn. Hvernig sú hugmynd komst í kollinn á henni er áhugavert sérstaklega þar sem gellan borðar ekki lax. Allavegna Laxinn góði bíður ennþá inní ísskáp og nú höfum við Kort fjölskyldan fengið grænt ljós á að fá að smakka á gaurnum. Við verðum þó að bíða þangað til annaðkvöld um 00:00 leytið. Já við erum ekki alveg að fatta tímasetninguna en höldum þó að jetþreyta og tímamismunur spili þar inní.
Fyrir utan smá Lax árekstra og andvökunóttum útaf snökti og masi leigjandans þá höfum við það öll rosalega gott. Það er alltaf að bætast á gestalistann eða fólk er öllu heldur að staðfesta komu sína á The Kort Inn- Family hotel-- þar sem kærleikur og umburðarlyndi eru kjörorðin. Amma Magga a.k.a amma Punk mun heiðra okkur með nærveru sinni í desember. Við fögnum því.
p.s. Myndasíðan er í vinnslu -- Hún er á ábyrgð leigjandans.

Aug 21, 2006

Skemmtiferð

Það er alltaf gaman þegar allt er gott.... og sem betur fer þá er allt gott hjá the Kort family í dag. Áttum góða helgi með nýja leigjandanum henni Huldu a.k.a msn supersnakker. Fórum í zoo og á Red Lobster þar sem við fengum dýrindismáltíð ásamt móðurlegri og góðri nærveru frá þjónustukonunni. Eitt sem við fílum rosa vel hérna í bushlandi er hin ótrúlega þjónustulund sem þjónustufólk sýnir þegar mar á í viðskiptum við það. Alveg hreint magnaður skítur... manni líður eins og mar hafi eitthvað að segja eða mar skipti máli. Næstu dagar fara í msn og internet afeitrun á gestinn en við áætlum að það taki um 10 daga svona eins og hefðbundin afeitrun. Við erum alltaf þakklát fyrir að fá að hjálpa en það er hornsteininn í lífi okkar Kort hjóna. B-Kort er ennþá á leikskólanum og hann er svalur. Drengurinn heimtar þó að fá veiðistöng og trommusett. Chao

Aug 18, 2006

Þakklæti

Kort family er þakklát í dag. Ójá við erum jákvæð og þakklát... Byrjuðum daginn á því að þakka fyrir hvert annað. Trítluðum svo öll hönd í hönd inní eldhús og fengum okkur þakklætis morgunmat, vei vei. Héldum svo útí daginn brosandi með þakklæti á vör. Já, það eru margar ástæður fyrir því að við erum þakklát í dag. Ekki pláss til að nefna þær allar hér en læt nokkrar fylgja með. Númer eitt við fengum lánsáætlun frá Lín í dag og þar er gert ráð fyrir því að Kort fjölskyldan lifi á 2100 dollurum á mánuði (sem er áhugavert þar sem leigan er 1200+650 í dagvistunargjöld), vei vei. Nr tvö Kort fjölskyldan þarf að borga 3000 dollar á önn í heilsutryggingar, vei vei. Þakklæti. Nr þrjú Hulda er að koma á laugardaginn vei vei....

p.s. Páll, hoppaðu uppí rxxxxxxxx á þér og seldu bílinn okkar þannig að Frú Kort þurfi ekki að fara betla.

Aug 17, 2006

Símaskipti

Kort liðið skellti sér í Kmart í gær og fjárfesti í glæsilegum þráðlausum 25 dollara síma. Að vísu lítur út fyrir að við séum ekki fyrstu eigendurnir. Þar sem búið er að setja eitthvað lið inní símaskrá símans. Við bíðum bara eftir því að Mohamaid og Shabi hringja. Erum þó hrædd um að Heimalands security liðið eigi ekki eftir að trúa okkur. Allavegna við stígum inní óttann og förum alla leið með þetta, síminn hefur verið tengdur og það verður ekki aftur snúið. Símanúmerið er 612-332-1347. Nú er bara að skella sér í næstu bensínstöð og kaupa símakort og smella á þráðinn til okkar. Það er hægt að hringja alla dag í þennan síma. Munið bara að það er 5 tíma munur og við erum eftir á (þýðir samt ekki að við séum eftir á). Nú ef þið viljið ekki hringja í okkur þá getið þið bara étið skít-- okkur er hvort eð er alveg sama, við hefðum hvort eð er ekki svarað ykkur, það er nefnilega númerabirtir á nýja tækinu.

Aug 14, 2006

Stemmning


Gítarsnilli
Björn ætlar að þróa með sér tónlistarhæfileika-- já, hann blessaður verður að þróa þá því settið hefur ekki snefil af þessum hæfileikum.

Þrátt fyrir allt þá er allt gott!! Það er rífandi stemning hérna á 2815-8th. St. South í Minneapolis. Kort family er í góðum fíling og þá er gaman. B kort byrjar á leikskólanum sínum á morgun og við erum heavy spennt. Gæjinn er sjálfur mjög sáttur með þetta og vill helst byrja í dag. Við fórum um helgina í IKEA svona til þess að leggja lokahönd á heimilið. Ikea búðin er fáránlega stór og matartéríana tekur líklegast um 30% búðarinnar. Þetta er svolítið cool búð því þar er Smaland þar sem hægt er að skrá inn krakka í 1 klst og þar geta þau leikið sér í einhverjum kúlum (svona eins og í Teppalandi in the old days). Björnin sá þetta og vildi ólmur fá að fara. Við ákváðum að leyfa honum eftir að vera búin að taka staðinn vel út. Þetta er svona lokað svæði og starfmenn á svæðinu. Allavegna við skráðum barnið inn og tilfinningin var eins við værum að skrá hann í herinn. Björn skemmti sér vel og lék sér eins og hann ætti lífið að leysa. Á meðan settið í kvíðakasti dauðans keypti draslið sem þurfti úr Ikea. Eftir á að hyggja er þetta ekki svo vitlaus þjónusta. Við erum búin að húsgagna íbúðina að mestu leyti. Við munum setja myndir af öllum herlegheitunum en þar sem ég kann ekki að gera myndasafn þá verður það að bíða þangað til Hullerinn sleppur úr yfirheyrslum um helgina.
Já og annað --maður kemur í manns stað-- en elsti bróðir Kortarans eignaðist enn eina stelpuna í seinustu viku og við óskum öllum innilega til lukku með gelluna. Það er þó eitt sem við ekki alveg skiljum og það er afhverju pían var ekki skírð í höfuðið á okkur- Gillbjörg hljómar töff

Aug 13, 2006

Paranoja

Það lítur út fyrir það að Ameríka sé að ná að læsa klónum yfir Kort fjölskylduna. Kort kellingin getur ekki hætt að kaupa hluti. Hlutirnir eru þó samkvæmt öllu auglýsingum og innihaldslýsingu algjört möst að eiga og í raun ótrúlegt að mar hafi komist af án þeirra hingað til. Kort karlinn þjáist af post traumatic moving syndrome en uppruna þeirra er hægt að rekja til, breytinga á lífsvenjum eins og flutningum, of miklu 24 glápi og skort eða vöntun öllu heldur á bootcampi. Sjúkdómseinkenni eru óstjórnlegur ótti við yfirvöld og stofnanir, eins og Heimalands security. Einkennin koma missterkt fram hjá einstaklingum. Yngra Korti öskrar á Mcdonalds og aftur McDonalds-- þess á milli segir hann NO, NO. Drengurinn er snillingur. Lausnin á öllu veseninu er líklegast að hanga þarna inni og vona að sendiferðarbíllinn sem lagt er hinumegin við götuna fari að fara eða þá að hringja bara í Báerinn... og fá botn í málið.....

Aug 11, 2006

Montessori gaurinn

Það er ótrúleg hvað hlutirnir ganga vel þessa dagana hjá the Kort family. Í dag heimsóttum við leikskóla sem er rétt hjá eða í göngufæri. Leikskólinn heitir Mini apple (hægt að klikka á nafn til að skoða). Þetta er einkarekin montessori leikskóli sem þýðir að hann er ekki svo slæmur. Okkur leist mjög vel á leikskólann og B. fílaði hann vel. Að vísu græti hann einn strák í einhverjum deilum um kúst en að öðruleyti gekk þetta glimrandi vel. Til að byrja með verður gæjinn með vist frá 12:30 til 3:30 alla daga vikunnar. Svo er hægt að bæta við daycare og þá á hann pláss til 18. Það er s.s hægt að fá pláss fyrir krakka frá fyrir 8:30 til kl 18 sem er heavy mikið. Þar sem þetta er einkarekin leikskóli þá kostar þetta skilding en eftir að hafa velt þessu vel fyrir okkur þá ákváðum við að vera ekki að spara á þessu sviði. B. kann eitt orð í ensku sem er No... og notar hann það óspart á alla. Það á því eftir að vera gaman að fylgjast með honum ná tökum á enskunni. Ekki nóg með það að hann fari að læra ensku heldur er kennd franska í leikskólanum þannig að það verður nóg að gera hjá B- international. Allavegna við erum cool hérna í Ameríku---

Aug 9, 2006

Bíllinn góði



Mar þarf víst farartæki í draumalandinu. Hér er hann- Dodge Caravan sport, flottur!!!!

Enga flóttamenn!

Jæja, við fengum í gær staðfest nokkur atriði sem fylgja leigunni hérna. Hlutirnir eru ekki alveg eins og mar er vanur eða einsog mar vil hafa þá!! Samkvæmt leigusamningnum okkar þá megum við fá gesti til okkar en í smá letrinu segir að: Ef fjöldi gistinótta fer yfir 2 vikur á fyrstu 6 mán. þarf að borga 45 dollara á nótt. Eftir 6 mán fáum við aðrar 2 fríar vikur sem gilda í 6 mán. Vá við áttum ekki alveg von á þessu. Við ræddum málin við leigusalann okkar sem er mjög nice kona og hún sagði að þessi díll væri frekar góður. Því samkvæmt lögum hérna í fylkinu þá er litið svo á að ef þú gistir 3 nætur eða lengur þá ertu séður sem leigjandi ekki gestur. Þessi lög voru víst sett útaf Sómölskum flóttamönnum sem komu hingað í tonnum fyrir 10 árum síðan. Framboð af húsnæði var víst ekki mikið þannig að liði var að troða sér á hvern fm í hverji íbúð.
Við höfðum svo sem ekki hugsað okkur að flytja inn neitt lið nema þá kannski fillipseysku húshjálpina okkar hann Jósa a.k.a The dream.
Allavegna í ljósi þessara upplýsinga (já við erum búin að skrifa undir samning og það gildir og við munum vera í þessari íbúð fram á næsta sumar) þá stóðum við frammi fyrir því stórskemmtilega verkefni að velja hverjir af væntalegum gestum okkar myndu borga og hverjir ekki.. Eftir að hafa skoðað vel alla þá aðila sem til greina komu. Þá ákváðum við útfrá uppl. um kyn, aldur, fyrri störf, andlegheit, fjárhag og öðrum mikilvægum breytum. Að veita eina litaða manninum í hópnum og einu einhleypu gellunni í hópnum afslátt sem nemur 1 viku á kjaft. Valið er ekki komið til útaf vorkunsemi okkar við minnihlutahópa eða eitthvað þannig. Heldur vegna þess að þetta fólk (sem að vísu tilheyra bæði minnihlutahópum, tilviljun!) ætlar að vera ógeðslega lengi eða í 2 vikur hjá okkur. Til alla hinna sem vilja heimsækja okkur, þið eruð velkomin en á meðan við búum hér þá þurfið þið að borga 45 dollara á nótt...... já við viljum enga border linea, sama hvað þeir vilja borga.
Við stefnum á það að finna okkur stærri íbúð eða hús næsta sumar þar sem gestir þurfa ekki að borga fyrir sig.
Svo er auðvitað að bíða eftir næsta gestahappdrætti sem er eftir jól. ví ví ví get ekki beðið ég er svo spennt!!!

Aug 7, 2006

Menningarsjokk


Hæ, Kortfjölskyldan skellti sér í dýragarðinn í gær. (sjá flottu mynd af aðalkortinu). Þetta var flottur garður með allskonar tækjum og stuffi. B-Kort skemmti sér mjög vel og heimtaði að fá að fara sjálfur einn í tækin. Gæjinn var svo spenntur og hátt uppi að þegar hann kom heim þá ældi hann á hitt Kortið. Frúin skellti sér á stóran speakerfund í gær og það var áhugavert en eftir fundinn fór ég með fjórum gellum, sem sumar hverjar hafa mikla og langa reynslu á semi-kaffihús. Það var skemmtilegt og fróðlegt, svona útfrá mannfræði- og félagsfræðilegu sjónarhorni. Hef það á tilfinningunni að ég gæti þróað með mér annað menningarsjokk en ég fékk eitt þannig ´96 þegar ég fór til Indlands... hum... eða þó ég er þó eldri og vitari núna- allavegna eldri.
Hápunktur dagsins er þó að heyra hljóminn í nýju Portable uppþvottavélinni sem Kort fjölskyldan fjárfesti í. Við ákváðum að skíra hann Björgvin.

Aug 5, 2006

Rapport

Jæja, þá erum við búin að vera hérna í bushlandi í 1 og 1/2 viku. Það er ótrúlegt hvað er hægt að gera á þeim tíma. Ótrúlegt hvað er hægt að eyða miklu tíma og pening í búðir. Við erum búin að kaupa okkur nýjan bíl Dodge Caravan sport árg. 2002. Þetta er svona 7 manna mini van.. en ekki hallærislegur bíl- svona frekar stór og cool. Íbúðina fengum við í vikunni og er hún hin prýðilegasta. Staðsetningin er brill. Í göngufæri við háskólann og rétt fyrir utan er leik, körfu- og fótboltaboltavöllur. Við erum hér um bil búin að kaupa allt það sem okkur vantaði í búið og því er þetta orðið ansi huggó. Ég er þó ennþá að bíða eftir nýju Sacco kaffivélinni sem ég pantaði online. Spennandi að sjá hvernig það kemur út. Svo erum við búin að vera keyra um svæðið hérna til þess að fara í nýjar búðir og til þess að átta okkur á staðnum sem er ívið stærri og fjölmennari en við eigum að venjast. Hitinn hérna hefur verið ansi mikil en sem betur fer er ac okkar gott og kröftugt. Gísli er strax byrjaður að læra því hann þarf að taka bílprófið hér og svo þarf hann að taka einhver hjúkrunarleyfispróf sem eru víst eitthvað heavy.... en við sjáum til með það. Við Kort jr verðum því áfram í einhverju chilli en við eigum pantaðan skoðunartíma í leikskóla á fimmtudaginn. Þetta er einhver dýr einkaleikskóli og við vonum að þeir geti tekið á móti kortaranum. Annars eru leikskólar hér ekki flottir, minna mann meira á róló. Allavegna við söknum ykkar allra nema sumra........ já og við erum komin með gsm síma og númerin í þeim eru...... Mr Kort 612- 968- 5953 og Frú Kort 612-968-5956. Það er best að hringja um helgar og munið að við erum 5 tímum á eftir---- ekki vekja okkur :)
kveðja í bili, over and out --------------