Mar 31, 2008

NBA

Kortfamilían skellti sér á NBA leik í dag, horfðum á Minnesota Timberwolfs vinna Utah Jazz. Við erum ánægð með okkar menn. Nú er bara að kíkja á vikings, hockey og baseball leik og þá erum við góð.
B. Kort sáttur með pulsu á leiknum
Flottu Kortfeðgin í góðum fíling
Töff Kortmæðgur

Mar 23, 2008

Páskar 2008

Páskarnir hafa verið ansi viðburðarríkir þetta árið hjá Korturum. Byrjað var á léttu, en umfram allt háandlegu, fótabaði á skírdag í Kaþólsku kirkjunni. Nauðsynlegt að vera með hreinar tær fyrir það sem koma skyldi. Föstudagurinn langi var nýttur í lærdóm og að sinna litlu Ágústu sem var heima með eyrnabólgu. Páskafílingurinn er ekki mikil hérna í US and A því ekkert frí er gefið og undir venjulegum kringumstæðum hefði verið skóli ef ekki hefði verið fyrir spring break sem kom upp á sama tíma þetta árið. Á laugardagsmorgun skelltu mæðgin sér í egg hunt hérna í hverfinu en sökum snjós þá var leitað af eggjunum inni þetta árið, góð stemmning þar.

Um kveldið var frúin svo fermd inní hina Sönnu Kirkju. Já, síðan í september hefur Kortfrúin sótt tíma í kaþólskri fræðslu, nú var svo komið að því að kella tók the leap of faith, gekk formlega í Kaþólsku kirkjuna. Kortfamilían "settled all its affairs" með þessu, engir lausir endar hér á bæ frekar en hjá Mikjáli vini okkar forðum daga. Ágústa Kort er þó enn óskírð en það sleppur enda ekki nema sirka tveir mánuðir í þá athöfn.

Páskadagur var góður, B Kort sýndi enn og aftur að óþolinmæði er eitthvað sem erfist ekki bara í kvenlegg hjá Korturum. Það reddaðist þó allt og við þökkum Vallarsettinu kærlega fyrir öll Nóa páskaeggin. Það væru ekki almennilegir páskar ef ekki væru íslensk egg á boðstólnum. Skelltum okkur svo í skemmtilegt páskaboð seinna um daginn og töluðum illa um Bush.

Nú byrjar nýtt era í sögu Kortara--- botnlaus andlenska og massíft trúarlíf, með sponsorshipi frá Róm...þetta getur ekki klikkað

Mar 20, 2008

Spring break 2008

Langþráð vorfrí hófst seinasta föstudag, planið þetta árið hjá Korturum var að taka því rólega, læra og vinna upp það sem hægt væri. Ákváðum þó að skella okkur í smá trip up north hérna í Minnesotafylki. Upprunalega hugmyndin var að skella sér í bed & breakfast dæmi, komumst svo að því að hjón með tvö börn eru ekki markhópur b&b hérna. Er meira hugsað sem romantic getaway, og því börn ekki vel séð. Kortin neituðu þó að gefast upp fyrir þessu rómantíska rugli og að lokum fundum við okkar bed & breakfast sem var bara cool. Við fórum hingað til að hitta the crazy viking Steinarr. Já, Viking Inn er málið. Kortarar eyddu aðfaranótt mánudags í innbyggðu víkingaskipi sem staðsett var í gamalli kirkju. B. Kort fílaði þetta bara í botn, enda tjáði drengurinn okkur það að hann hefði í hyggju að dvelja þarna í 100 vikur. Kortarar voru ánægðir með að fá að finna fyrir víkingarótum sínum, sérstaklega kom maturinn á óvart en á Viking Inn er allt í víkingaanda og því ekkert verið að borða með hnífapörum þar.

Vikingur, til í slaginn
Björn Kort og Steinarr the crazy viking

Mar 13, 2008

Sætasta Kortið

Flottasta Kortið í bænum
Ágústa Kort í góðum fíling á leikskólanum

Mar 7, 2008

Road rage

Ótrúlegt en satt þá voru Korthjón að keyra í umferðinni í dag sem er svo sem ekkert nýtt, þar sem við búum í miðvesturríkjunum þar sem bílar eru málið. Að þessu sinni vorum við í bílaleigubílnum sem við fengum þar sem fjölskylduvaninn góði var í viðgerð útaf aftanákeyrslunni í seinustu viku, græddum nýjan stuðara á öllu veseninu.

Ákveðið hafði verið að flippa smá með því að hætta lærdómi þann daginn fyrr en vanalega, living on the edge hérna. Kortsettið var því í góðum fíling, engin road rage hér á bæ, um 17 leytið að fara sækja Kortbörnin á leikskólann. Á þessum tíma er rush hour því er umferðin hæg en gengur samt. Það var svo þarna í miðjum rush hour þar sem keyrt var (aftur) aftan á Kortin ........HVAÐ ER FOKKING MÁLIÐ???

Í þetta sinn var þó smá viðbót á, nú voru þrír bílar og við í miðju. Gellan sem keyrði á, var þvílíkt miður sín þannig að Korti þurfti að bregða sér í geðfílinginn og veita andlegan stuðning. Þessi árekstur var harðari en sá fyrri og átti sér stað á hraðbrautinni, sem er ekkert fjör. Löggan var kölluð til og skipaði hún Geða að halda kyrru fyrir í bílnum til að varna því að hann yrði að íkornastöppu. Allt gekk þó upp að lokum og vonandi þurfum við ekkert að borga, þar sem við vorum í rétti. Við óskum þess þó að umferðaróhöppum Kortfamilíunar linni. Því bíðum við spennt eftir vorinu þannig að allir Kortarar geti farið að hjóla í skólann.
með kveðju frá
Kortfamilíunni (vinir einkavansins)

Mar 4, 2008

Kortbörn

Björn kom með flotta sjóræningjaköku í leikskólann á dögunum í tilefni stór afmælisins. Ekki skemmdi fyrir að litla systa fékk að kíkja í heimsókn af sinni deild.

Mar 1, 2008

Tornado

Seinustu helgi skellti Kortfamilían sér á Minnesota History Center þó fyrr hefði verið til að kynna sér sögu fylkisins. Safnið var flott og barnvænt og allir skemmtu sér vel. Kynning og smá show á Tornados heillaði B. Kort þó mest. Gæinn er spenntur og á sama tíma hræddur við þessi fyrirbæri. Síðan þá hafa Korthjón setið undir hinum ótrúlegustu spurningum er viðkoma Tornados. Svör hjóna hafa leitt til þess að B- er að komast að einhverskonar niðurstöðu með hvernig Tornados virka, hann veit til að mynda að himininn verður græn, þeir eiga sér stað í hita og þeir eru ekki á Íslandi. Drengurinn á það samt til að verða smeykur þegar hann fer að sofa í ótta við að Tornadosinn komi og taki dótið hans. Litli karlinn. Hann er þó rosa spenntur fyrir að fara til Íslands í vor því þar hristist allt útaf jarðskjálftum.

Annars gerðist sá merki atburður um daginn að keyrt var aftan á Kortvaninn. Það snjóaði hérna á fimmtudaginn og þá verður umferðinn stundum ansi skrautleg og þung. Ungur kani varð fyrir því óláni að keyra aftan á fjölskyldubílinn. Allir sluppu ómeiddir sem betur fer.

Hjúkki sem kallar ekki allt ömmu sína, og er alltaf til í að lifa lífinu á ystu nöf. Ákvað í morgun að prófa að taka strætó með almúganum hérna í Minneapolis, já segið svo að lífið sé ekki spennandi. Við vonum að dúddi skili sér heim.

Ágústa Kort sem fílar leikskólann í botn, brosir bara og leikur sér átti víst að hafa sagt Dada í gær samkvæmt leikskólaheimildum. Við bíðum eftir endurtekningu þar til að marktækni náist.

Svo eru tvær vikur í spring break og þá verður fríkað út.