Nov 29, 2007

Bókmenntaþjóð

Eftir að Kort familían flutti til vesturheims höfum við verið meðvituð um mikilvægi þess að viðhalda menningararfinum hjá B-Kort. Korthjón leggja sig fram við að viðhalda góðri íslensku hjá stráksa, liður í því er að kynna hann fyrir íslendingasögunum. Um daginn gáfu frænkurnar úr Hafnarfirðið B-Korti myndasögubókina Vetrarslóð sem er þriðja Njálu bókin en hún fjallar um þá atburði sem verða til þess að Njáll ættleiðir Höskuld Þráinsson. Björninn fílar bókina einstaklega vel sem er svo sem ekkert skrýtið þar sem sagan er skemmtileg, mikið um dráp og annað eins stuff. Einnig er Hrappur mjög oft á tillanum í bókinni og það er auðvitað ótrúlega fyndið.

Í leikskólanum hans B er átak í gangi þar sem krakkarnir eru hvattir til að koma með bækur að heiman til þess að sýna öðrum og njóta. B-Kort fannst því tilvalið að koma með góðu íslensku barnabókina sem hann fékk um daginn til þess að sýna vinum sínum. Það er ekki hægt að segja að bókin hafi slegið í gegn þar. Við skulum bara orðað það þannig að Kortarar voru einstaklega þakklátir fyrir að búa í Minnesota en ekki Texas. Þegar kennarinn hans Björn skýrði vinsamlega út fyrir Kortfrúnni að svona bækur samræmdust ekki námsskrá skólans og æskilegast væri að gaurinn kæmi ekki aftur með þesskonar bækur til að sýna. Eitthvað fóru víst samfara og afhöfuðunar myndir fyrir brjóstið á blessuðum kananum.

Nú bíður Kortfamílían eftir heimsókn frá CPS (child protective services). Sjáum við fram á milliríkjadeilur milli íslenskra og amerískra stjórnvalda í kjölfarið. Munum við eflaust getað treyst á dyggan stuðning íslensku þjóðarinnar í "Baráttunni um börnin: part II". Ef að blessuð börning mega ekki lesa fornsögunnar lengur vegna pólítisk rétttrúnaðar, þá er nú fokið í flest öll skjól.

Við munum ekki gefa okkur í þessu máli. Á morgun er stefnan að senda drenginn með Bósa sögu og Herrauðs í skólann, the illustrated version.

Lifi Byltingin!

Nov 24, 2007

Thanksgiving

Kortbörn á thanksgiving.
Kortarar áttu góðan þakkargjörðardag. Okkur var boðið í mat hjá Deb klíniskum leiðbeinanda Geð-Kortsins. Thanksgiving dinnerinn var fjölmennur eða um 20 manns. Kalkúninn og stuffið í kring var flott og gott, áhugaverðast var þó að smakka djúpsteiktan kalkúnn en þannig elda þeir það víst í suðrinu. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Það voru sáttir Kortarar sem lögðust til rekkju á fimmtudagskveldið, Geðið átti þó erfitt með svefn þar sem áhrif auglýsinga og annars áróðurs hafði ná tökum á kappanum. Málið er að föstudagurinn eftir thanksgiving er kallaður black friday, þá vaknar liðið upp um 3-4 am og skellir sér í búðir eða biðraðir og verslar eins og það eigi lífið að leysa. Þar sem Kortarar hafa mikinn áhuga á mannlegri hegðun, jákvæðri og neikvæðri þá gátum við ekki látið þennan samfélagsviðburð líða hjá án þess að taka þátt. Við vorum því mætt á vettvang um 10 leytið til að fylgjast með herlegheitunum í búðunum. Það sem stóð uppúr þeirri ferð var auðvitað Sveinki gamli sem Kortbörn hittu.
B-Kort var búin að æfa sig í að tala við þann gamla og sagði honum stoltur að kastali væri á óskalistanum í ár.

Nov 19, 2007

Andríki eða annríki

Það hefur verið nóg að gera hjá Korturum seinustu daga og vikur. Skólinn hefur þar spilað stóra rullu eins hefur félagslíf familíunar verið öflugt. Matarboð, hittingur, bíóferðir, playdate og annað eins hefur verið á dagskrá hjá Korturum seinustu helgar. Nú fer að róast um í skólanum hjá hjónunum enda ekki mikið eftir af þessari önn rétt um 4 vikur. Við sjáum fram á að ná að klára þessa lotu og það er mikil léttir, erum einstaklega ánægð með okkur sérstaklega í ljósi þess að frúin var bæði í vinnu og námi og Geði í verknámi og námi með litlu Ágústu heima. Ágústan á sinn hlut í því hversu vel hefur gengið þar sem stúlkan er þvílíkur engill, eins og móðirin, heyrist ekki í henni nema þegar sinna þarf grunnþörfum.
Á fimmtudaginn kemur er thanksgiving og búið er að bjóða familíunni í thanksgiving dinner ala amerika. Við erum spennt. Í þetta sinn verðum við heima yfir þakkargjörðarhátíðina en hver veit hvað gerist í næstu fríum. Við erum allavegna búin að plana 2 daga ferð til Chicago á slóðir ER um jólin. Þar verður Kortfamilían í öllu sínu veldi því týndi sauðurinn, eða svarti sauðurinn ala DREAM, a.k.a Jósi dancer er væntanlegur til okkar 20 desember. Þannig að þið sem ætlið að gleðja okkur með einhverju stuffi hérna í Bushlandi frá the old country (til dæmis ómótstæðilegu læknisfrúar sörurnar) þá um að gera að loda því á kappann áður en hann kemur með jólin til okkar.

Nov 11, 2007

Homecoming

Seinustu helgi skellti Kortfamilían sér á Amerískan fótboltaleik, þó fyrr hefði verið. Kortskólinn var að keppa við Illinois á svokölluðum homecoming leik sem á sér stað einu sinni á tímabilinu. Homecoming þýðir að gamlir nemendur koma í heimsókn í skólann og því er svaka fjör á campus, skrúðgöngur og læti. Pælingin er að heimaliðið eigi að vinna homecoming leikinn en sú varð ekki raunin nú. Lið skólans er víst ekki það sterkasta þetta tímabilið. Kortarar voru þó rosa ánægðir og vel undirbúnir fyrir leikinn. Kvöldið áður kenndi Jennifer mamma hans Miles okkur reglurnar og allt það sem fylgir fótboltanum. Þó svo okkar menn hefðu skíttapað þá náðu við samt að fagna tveimur touchdownum. Einstaklega gaman að fagna þessum mörkum þegar við vitum hvað þau þýða. Annars var erfitt að gera uppá milli hvort var skemmtilegra að fylgjast með leiknum eða dönsum og jafnvægi klappstýruliðanna. Hápunkturinn var þó að helmingur Kortaranna fékk field passa og mátti því fara niður á völlinn og hanga með klappstýrunum og hinu svala liðinu þar.

Björn Kort og Miles hittu Gopherinn, lukkudýr skólans.
Strákarnir í góðum fíling með klappstýrunum

Nov 6, 2007

Gamla gedi


Gedi gamli faerist odum naer tridja tugnum (eins og fjolskylduvinurinn Ally). Hjukki er 29 ara i dag, vei vei. Bratt getum vid hin sem eldri og vitrari erum farid ad taka mark a unglingunum.

Nov 4, 2007

Halloween myndir


Hin fjögur fræknu, Ásta, Árný, Björn Kort og Ágústa Kort í góðum halloween fíling

Ágústan skellti sér í pirates búning í tilefni dagsins

Nov 3, 2007

Brjóstaþoka

Brjóstaþokan svokallaða hefur tekið sér bólfestu hjá Korturum, þó aðallega hjá frúnni. Blogg afköst seinustu vikur styðja það. Kortfamilían hefur þó fullan hug á að bæta þar úr, við ætlum þó ekki að grípa til svo róttækra aðferða eins og að hætta með dömuna á brjósti... nei, nei, en við gerum okkar besta.
Nýliðin vika var annasöm hjá Kortfamilíunni. Það byrjaði allt á langþráðri heimsókn hafnafjarðarkellanna, þær mættu hingað á föstudegi og fóru á fimmtudegi. Ýmislegt skemmtilegt var gert meðan á dvölinni stóð t.d. graskersskurningur, 5 km hlaup, Macys, verslunarferðir, Chuck E Cheese, MOA, lúxus SPA, Bell museum, Halloween partý, impound lot og chill. Kortararnir voru rosa ánægðir með kellurnar sérstaklega B-Kort sem vill flytja heim til frækna sinna. Við vonum að tollurinn hafi séð aumur á kellunum þegar þær ruddust í gegn með 7 troðnar töskur og 1 böggull. Kortarar þakka fyrir sig, thanks girls, sérstaklega vorum við að fíla SPAið, nú er það orðinn fastur liður.
Daginn eftir að kellur fóru var B-Kort svo skellt á skurðarborðið hjá sérfræðingunum á Fairview þar sem kviðslitið ógurlega var fixað. Tappinn er nú flottur á því og er allur að jafna sig. Við setjum svo myndir af halloween stuðinu á næstu dögum.