Apr 26, 2008

Beware here comes captain Jack

Já, drengurinn hefur yfirgefið Kort mansionið til þess að heimsækja the old country.

Seinasta vika hefur verið ansi skemmtileg hjá Korturum. Vallarsettið a.k.a the Constanzas mætti á svæðið seinasta föstudag. Síðan þá er meðal annars búið að versla, fara í Macys, fara a baseball leik, fara fínt út ad borða, hjóla, chilla, fara aftur í Macys, kikja í MOA, REI, Southdale, og aftur í Macys. Það er ekki hægt að segja annað en að Vallarsettið sé ansi verslunarvant eftir enn eina vel heppnaða ferðina hingað út til okkar. Við þökkum vel fyrir allt stuffið. Hjónin flugu svo heim í dag og með í för var B-Kort, en restin af Kort familiunni er svo væntanleg eftir rétt um þrjár vikur. Drengurinn fær inn á gamla leikskólanum sínum sem verður bara gaman og einnig gott upp á að styrkja móðurmálið hjá gaurnum. Við viljum ekki að hann verði málhaltur kani.

Næstu þrjár vikur verða ansi spennandi hjá Korturum, næsta föstudag er Kortfrúar systan væntanleg yfir helgi í bissnesferð og eftir þá helgi koma baunirnar og Leó nýja baun og svo kemur amma pönk, og svo klárast önnin og Geði útskrifast og verður sérfræðingur og þá verða allir GEÐVEIKT happý og svo fara Kortin hejm til Íslands... og það verður auðvitað bara gaman.
Nú er bara að hjónin bretti upp ermarnar og klári þau verkefni og ritgerðir sem liggja fyrir í þessari viku, þannig að við getum notið þess að chilla með gestunum...

Jack Sparrow í góðum fíling
B-Kort á leiðinni í flug, sýnir hversu stilltur hann ætlar að vera á Íslandi

Kortnefndin sendir kveðju home til the old country og ef þið rekist á drenginn okkar--- verið þá góð við hann : )

Apr 23, 2008

Constanza is in da house

Þetta myndband náðist af tengdamóður minni, Helgu Jakobsdóttur, a.k.a Ms Constanza, í bílageymslu elstu verslunarmiðstöðvar Bandaríkjanna.



Og ef einhver er að velta því fyrir sér, þá má ég ekki ávísa lyfjum fyrr enn eftir útskrift...

Apr 9, 2008

Litlu Kortin

Flott systkyni á páskum.

Captain Jack Sparrow jakkinn góði, eins gott að kenna litlu sys hvernig alvöru pirates hegða sér

Apr 3, 2008

Heroes

Já, seinustu nætur hafa verið ansi fjörugar á Kortmansioninu. Miklar andvökunætur og spenna. Um daginn uppgötvaði Geði að vinir okkar hjá netflix væru farnir að bjóða uppá ótakmarkað niðurhal til að horfa á. Því varð úr að tilraun tvö til að horfa á Heroes var sett í framkvæmd af Korthjónum. Þessi áætlun hefur gengið vonum framar, ekki skemmir fyrir að aðalsöguhetjan er ofurhjúkka eins og þeir gerast bestir, loksins er nægilega öflug fyrirmynd fyrir metnaðarfullan heimilisfaðirinn kominn a sjónarsviðið. Staðan í dag er sú að fyrstu tvær seríur eru komnar í höfn, nú sitja Korthjónin í örvæntingu yfir þeirri staðreynd að þriðja sería byrjar ekki fyrr enn í september. Hvernig lifum við þetta af?? Seinustu vikur hafa svo sem ekki verið ideal tíminn fyrir námsmennina til þess að detta í enn eitt seríuglápið. Því var ákveðið að ganga hratt í málið, seríurnar voru afgreiddar á vikutíma, með góðum skammt af svefnleysi. Þannig að ef Geði útskrifast ekki í vor þá vitum við hverjum það er að kenna.