Jan 27, 2008

So it begins (again)

Skolen har begynet igen. Vei vei. Seinasta önn Geð-Kortsins er formlega hafin. Hjúkki breytist brátt úr óbreyttum í specialist ala geðhjúkrun. Það munar ekki um það. Þessum vafasama heiðri og réttindum hérna í US and A fylgir ásamt góðum status og launum, leyfi til að ávísa lyfjum. Þá vitið þið það gestir góðir, ef það er eitthvað vesen þá kippir Geði málunum í lag. Eigum þó von á að góð mindfulness aðferð verði oftar fyrir valinu.

Ágústa byrjaði sína fyrstu skólagöngu þriðjudaginn var enda ekki seinna vænna þar sem stúlka varð 6 mánaða seinasta miðvikudag, já tíminn flýgur og allir verða eldri meðan sumir verða gamlir. Stúlka stóð sig mjög vel í leikskólanum og er alveg að fíla þetta, það er nú eins gott miða við peninginn sem Korthjónin eyða í þessa vist, viljum þar sérstaklega þakka lín fyrir stuðninginn.

Það verður nóg að gera á nýhafinni önn Kortara, hjónin eru bæði í fullu námi, ásamt verknámi og TA stöðu. Það er um að gera að hafa eitthvað að gera hérna svo að við frjósum ekki í hel.

Annars er von á Korturum til the old country 16 maí nk. Björn Kort kemur þó fyrr eða 26 apríl. Gæinn ætlar að chilla heima með ömmu pönk og fara í massíva trúarfræðslu hjá Guðmóðurinni góðu, sem ætti að fara bera á næstu dögum. Bara gaman

Jan 19, 2008

Lockdown

The cold season er formlega hafið hérna í fylki þúsund og eitthvað vatna. Já, það er ekkert verið að flippa hérna með kuldann. Rétt áðan var -25 á celsíus. Helgin á víst að vera ansi köld og fólki ráðlagt að halda sér heima við, allavegna ekki fara út með blautt hár. Geði tók því yfir stjórn Kort mansionsins í gær og setti fram kuldaplan Kortfamilíunar the lockdown part I prógramið. Til að varðveita sem mestan hita í skrokkum hér og spara rafmagnseyðslu þá verður ekki farið út alla helgina. Kortarar muni því liggja heima í ullinni í vídeo-cable-internets glápi alla helgina. Við erum einstaklega þakklát fyrir að eiga lífrænu ullarnærfötin að þessa dagana.
Með köldum kveðjum frá fokking frezzy Minnesota,
Kort nefndin

Jan 14, 2008

Undirbúningur

Lífið er ansi rólegt á Kort mansioninu þessa dagana. Seinasti gesturinn hún amma pönk farin og ekki von á öðrum gestum fyrir en hlýnar í veðri hér. Samkvæmt öllu þá fer að hlýna í mars. Skólinn byrjar formlega 22 jan og þá byrjar Ágústa Kort í vistun enda verður kella þá 6 mánaða. Algjör óþarfi að vera að hanga eitthvað heima á þeim aldri. Annars eru Korthjón farin að huga að skólavali fyrir B. Kort en kappinn fer í Kindergarten komandi haust. Velja verður skóla fyrir febrúarlok til þess að komast að. Í dag eru Kort Kaþólikkarnir að velta fyrir sér þessum tveimur skólum, Lake Harriet sem þykir góður public skóli og svo kaþólska einkaskólanum Carondelet. Sjáum til hvað verður. Planið fyrir 22 jan er að Kortmæðgur chilla og njóta lok fæðingarorlofsins. Geði vinnur hörðum höndum að plan B inu sínu og B. Kort einbeitir sér að því að læra stafina í leikskólanum. Alltaf eitthvað í gangi.
Já og Ágústa Kort fékk fyrstu tönnina um helgina, það var búið að sjást í 2 tönnslur síðan á þriðja mánuði en nú loks braust ein fram, til lukku með það.

Jan 6, 2008

Heimahjúkrun

Amma pönk kom á fimmtudaginn sl. Kortarar eru svaka glaðir með það. Jósi lilli fór svo sólahringi seinna eða á föstudag. Kortarar voru svaka leiðir með það, sérstaklega B-Kort sem fannst svo gaman að horfa á alla stríðsþættina og allt hitt sem sýnt er á discovery og science station með Jósa sínum. Ekki skemmdi heldur til að Draumurinn var til í að slást við drenginn heilu og hálfu dagana. Við þökkum draumnum fyrir heimsóknina sem var einstaklega ánægjuleg að þessu sinni.
Amman var ekki lengi að skella sér í búðir og versla frá sér allt vit..... (not). En Korthjón eru þó búin að sjá til þess að kella fari ekki með tómar töskur heim, eitthvað spes við það að fara til Minneapolis og kaupa ekki neitt. Annars var amman ekki lengi að tékka statusinn á börnunum, B-Kort stóðst að þessu sinni skoðunina og telst því heilbrigður en litla Ágústan var greind með frostbit á kinn. Já, við erum ekkert að grínast með kuldann hérna í frezzy Minnesota. Málið var að fyrir nokkrum dögum ákváðu Korthjónin að skella sér í göngutúr í kringum Lake Calhoun. Hitastigið hérna getur sveiflast fáránlega milli daga og þennan dag var ansi kalt eða um -14 til -17 celsíus. Í þetta reddast fíling skelltu hjónin sér í göngutúrinn sem átti ekki að verða langur, eitthvað misreiknuðu við þó vegalengdina og frostið. Það varð bara kaldara og kaldara. Það endaði með því 1 og hállfum tíma seinna var Jósi ræstur út ásamt B til að sækja liðið. Ágústan sem nota bene var kappklædd var ekki alveg að fíla kuldann í þetta sinn. Sem betur fer fór ekki verr í það skiptið. Þó svo frostbit sé auðvitað ekki cool. Við erum þó í góðum höndum þar sem hjúkkurnar tvær á Kortmansioninu eru fagmenn og veita okkur hágæða nærveru og umhyggju ala hjúkrunarstyle.