Jul 29, 2010

Sumarferien

Sumarið at the Kort Mansion hefur liðið ansi hratt, seinustu tveir mánuðir hafa verið viðburðarríkir, heitir og skemmtilegir. Við höfum fengið slatta af gestum og einhverjir hafa farið í ferðalög (like always). Sambúðin hefur núna staðið í 11 mánuði... styttist í árið, þá förum við með þetta á næsta level. En svona til að stikla á því helsta sem hefur átt sér stað seinustu 2 mánuði

Júní
  • Hjónin í kjallaranum tóku upp "act as your eighteen and loving it" lífstílinn
  • Ms Constanza mætti á svæðið og lagði sitt af mörkum til að endurlífga efnahagslífið í USA.
  • Bjölli kláraði 1 bekk
  • Stelpurnar komu í heimsókn og chilluðu með okkur í 4 vikur
  • Ásthildur a.k.a Brit sendi diet kokteilsósur með stúlkunum,
  • Auja varð Guðmóðir Sigurjóns Óla (Palla og Unnarssonar) í gegnum Skype, how cool is that
  • Farið var meðal annars í the Waterpark, á ströndina, Chuck e Cheese, Target og Valley Fair
  • Héldum uppá 17 júní með drengjakór Íslands
  • Horfðum á the World Cup
  • Stúlkur og B. Kort æfðu tennis og soccer
  • Kris varð confused
  • B Kort og Ásta spiluðu á útitónleikum á Bandshellinu at Lake Harriet
  • Sumarkennslan byrjaði hjá Auju
  • Kellur hlupu vötnin
  • Horft var á Pee Wee og Ace ventura
  • Héldum World cup partý USA vs UK
  • Bo fór til Detroit til að spila Brú
  • Gilli masteraðið spreadið á meðan World cupið var
  • Frú Constanza fór heim með fullar töskur og hin Ipadinn
  • Bo var meinuð aðganga að drengjakór Íslands
  • Þór fór til Íslands þar sem hann ferðaðist um landið og seldi nærföt
  • Einhver pissaði í flösku rétt hjá Chicago
  • Þór handleggsbrotnaði í "fótbolta" á Íslandi
  • Kolla kom í heimsókn, með ekta kokteilssósur
  • Thor Thors lét loks sjá sig og var leiðinlegur
  • Kris byrjaði að vinna á geðdeild
  • Einhver googlaði "how to pee in a bottle while driving"
  • Sætu frænkur fóru heim staðráðnar í því að flytja til Ameríku þegar þær verða stórar
  • Ágústa hætti að leggja sig á daginn, stúlkan fer núna að sofa um 7 leytið
  • Björn æfði fótbolta (soccer) eins og crazy
  • Vorum öll þakklát fyrir Netflix
Júlí
  • Vallarhjónin Begga og Bo Franz mættu á svæðið með sósur og góða skapið
  • Allir at the Kortmansion voru rosa nice við gestina, vallarhjóni það er að segja
  • Kris stundaði grimmt líkamsmat á fólki "as part of her studies"
  • Auja fór með gestina í applebúðina sweet times
  • Bo fór í Mall of Amerika
  • Skelltum okkur í 4th of July partý þar sem flugeldar flugu lárétt,
  • Ágústa ákvað að verða princess
  • Bo fór til Detroit again
  • Kris og Auja skelltu sér á Fogo de Chao með Vallarhjónin og Kollu
  • Einhver villtist ekki í þetta sinn inní Chicago á leið sinni til Minneapolis frá Detroit
  • Auja fór til Slóveníu á ráðstefnu fyrir tölfræðikennslu, var með tvo fyrirlestra og drakk fullt af sódavatni
  • Auja hitti nörds, borðaði kollkrabba og hráan hest
  • Einhver varð "rosa veikur"
  • Bo fór til New Orleans og borðaði krókódíl
  • Kris vann eins og rotta í skólanum
  • Auja og Bjölli hlupu/hjóluðu Lake Harriet
  • Gússý varð 3 ára og skellti sér í MOA til að hitta Wonderpets, spongebob, Dóru og Diego
  • Kortfamilían skellti sér í helgarferð til Bens í Iowa
  • Kortfamilían fagnaði 4 ára búsetu afmæli í landi hina frjálsu og hugrökku..
  • Björn Kort fór á skáknámskeið
  • Einhverjir voru rosa duglegir að hugleiða
Já, þetta er svona það helsta sem hefur átt sér stað hjá okkur.. Sumarið er nú ekki búið og en nóg eftir

Helst á döfinni er
  • Þór og Soffía eru væntanleg með íslenskt nammi
  • Sumarönnin klárast
  • Sumir fara í frí,
  • Hörður, Hrefna og co koma
  • Tommi frændi kemur
  • Kortfamilían + Tommi fara á roadtrip um USA
  • 1 árs sambúðarafmæli. vei vei
till then over and out


Unglingarnir með Kortbörnin
Börnin góðu
Gússý sæta á ströndinni
The dude og Asta á rokktónleikum
Sósu-Gestirnir á steikhúsinu góða
Auja í Evrópu

Afmælisbarnið