Jul 23, 2009

Afmælisgella

Litla kortið, hún Gússy hressa er tveggja ára í dag. Já við erum ótrúlega ánægð með þessa litlu stúlku sem hefur verið sankallaður gleðigjafi inní líf Kortfamilíunar. Gellan ætlar að halda uppá daginn heima með því að horfa á Elmo og félaga og einnig er stefnan að jafna sig á gin og klaufaveikinni sem stúlkan er með þessa dagana.
Húrra húrra fyrir Ágústu Kort!!!
Gusto með vinum sínum Dóru og Diego í MOA garðinum

Jul 21, 2009

Back in the cities


Komum hjem úr road tripinu á föstudaginn var. Ferðalagið var ansi skemmtilegt og gekk vel, ef ekki er talið með liðið í Memphis sem ákvað að stela úr bílnum okkar. Já, Kortararnir eftir 3 ár í ameríkunni eru loksins orðnir fórnarlömb afbrota, enda gífurleg há glæpatíðni hérna eins og allir vita. Þessir krimmar uppskáru nú ekki eins mikið og krimmarnir í landsbankanum. Nokkur hleðslutæki, Ipod nano og annað eins smotterí var það sem við töpuðum að þessu sinni. Það sem ekki drepur okkur, herðir okkur bara.

Að þessu undanskyldu þá var rosa gaman í suðrinu, við skelltum okkur í Graceland, skoðuðum mótelið þar sem King var skotinn, fórum í Memphis zoo og borðuðum á Soul stað þar sem King og fleiri frægir kappar voru fastagestir. Á leiðinni heim stoppuðum við á Lamberts cafe en þjónarnir þar henda brauði í gesti, mjög cool. Einnig var stoppað í St. Louis borg í Missouri og þar var the Arch skoðað.

Fríið er nú búið í bili og á morgun fara frænkurnar heim eftir 5 vikna góða dvöl hérna hjá okkur, þeim á eftir að vera sárt saknað.
On the road
Börnin í dýragarðinum

Jul 12, 2009

Road trip

Höfum lagt af stað í smá road trip, stefnan er tekin á Memphis, Tennessee ætlum okkur þar að skoða heimkynni kóngsa og mögulega civils rights museum, þar sem Martin Luther King var skotinn, ásamt því að heilsa upp á Rúnar og familíu. Í þetta sinn var ákveðið að keyra í tveimur lotum þ.e.a.s. sirka 7 tíma á dag í tvo daga en ekki í 15 tíma geðveiki eins og hérna um árið. Hægt að segja að Korthjón læri af reynslunni. Eða frekar að við lærum að meta aðstæður, teljum mjög ólíklegt að Gússý Kort myndi höndla svo langa keyrslu.

Annars erum við núna í Galesburg, Illinoi á móteli eftir 7 tíma keyrslu í dag eða sirka 400 mílur, aksturinn gekk vel allir voru hressir og töff. Við erum endalaus þakklát fyrir the power of DVD.

Áætluð heimkoma úr suðrinu er í kringum 17 júlí

Jul 2, 2009

Sumerferien

Sumarfríið hérna at the Kortmansion líður hratt. Nóg að gera eins og alltaf. Seinustu dagar/ vikur hafa verið annasamar, Vallarhjónin og systurnar úr hafnarfirði komu 17 júní og Korthjónin skelltu sér í GrandmasMaraþonið 20 júní í sirka 35 stiga hita, raka og stillu. Góð steiking þar en shit hvað það var gaman. Vikunni eftir það fór frúin í þrjá daga til Columbus, Ohio á ráðstefnu í tölfræðikennslu. Þar komst frúin meðal annars að því að prógramið sem kella er í hérna at the U er eina sinnar tegundar í USA, og líklegast í öllum heiminum, cool, alltaf gaman að vera spes ;)

Frúin kom til baka á laugardaginn seinasta og þá voru Vallarhjónin komin aftur eftir að hafa eytt nokkrum sólríkum dögum og góðum dögum án íhalds, up north hérna í Minnesota. Allir nema einn eru því endurnærðir og hressir hérna á Ewing avenue S. Geði er að venjast því að sitja á skólabekk eftir eins árs fjarveru og fílar það en sem komið er ágætilega. Frúin sinnir kennslu og líkar vel, það mætti segja að draumastarfið sé fundið. Á milli kennslu þræðir gellan búðir með Vallarfrúnni sem lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að styrkja efnahagskerfið hérna í landi hina frjálsu og hugrökku.

Að öðru leyti eru börnin eru svöl, B-Kort og frænkurnar eru búin að fara á eitt stykki pirates námskeið, ásamt því að vera að læra tennis á hverjum degi í boði MinneapolisCity. The Dude hefur verið að þróa með sér tónlistaráhuga seinustu vikurnar, Freddie Mercury er vinsælastur nú, eða eins og drengurinn orðar það "Ég fíla þennan homma ótrúlega vel". Planið næstu vikur er að chilla og hafa gaman með gestunum.


Hér fylgir með uppáhaldslag Bjöllarans þessa daganna