Nov 26, 2009

Á morgun

Á morgun er Thanksgiving, loksins loksins smá frí hérna at the Kort mansion. Seinustu dagar hafa verið uppfullir af verkefnaskilum, prófum og öðru eins rugli sem fylgir náminu hjá liðinu. Við erum búin að læra svo mikið að það lekur úr eyrunum á okkur, ekki amalegt það. Sumir námsmenn hafa það betra en aðrir hérna, þar sem þeir geta leyft sér þann munað að sofa til hádegis. Anyhow við erum svona rosalega hress fyrir komand fríi. Thanksgiving fríið er í fjóra heila daga sem þykir nú bara andskoti gott hérna í landi hina frjálsu og vel tryggðu.

Börnin öll eru í góðum gír, drengirnir fíla skólann vel. Jákvæðisprógrammið sem B-Kort hefur verið í seinustu mánuði/ár er loks farið að skila árangri, við erum ánægð með það. Litla Gússí er farinn að tala meira og meira helst segir hún setningar á ensku eins og I dont know, við reynum öll 6 stykkin að halda að henni íslensku en gellan er auðvitað kaninn í hópunum þannig að við sjáum hvað setur.

Planið hjá flestum hérna er að chilla um Thanksgiving, horfa á football og Macys skrúðgönguna og elda heavy stóran Turkey, meðalkaloríu fjöldi sem fólk innbirðir þennan dag í USA er víst um 7000. Við erum svo mikið meðal þannig að markið hjá flestum er sett á 7000 kaloríunar á morgun, það ætti ekki að vera erfitt hérna í landi tækifæranna.

Svo ætla geðhjúkkurnar og Frúin að vakna snemma (eða sofa ekki neitt) því Black Friday hefst um 5 am og þar eru víst afslættir sem hægt er að deyja fyrir. Bo mun liggja heima á meltunni þar sem hann stefnir í 2x7000 kaloríur. Á laugardaginn verður svo farið til Eygló og Gus í Wisconsin og bakað smákökur.

Í næstu viku er svo von á gestum en foreldrar Kris Geð koma í heimsókn hérna at the Kort Mansion og taka út place-ið

Over and Out

Kortbörn at the Metradome en B-fékk að spila einn football leik þar í haust

Hresst lið sem hljóp 5 km í Halloween hlaupinu

Nov 1, 2009

Halloween 2009

Hrekkjalómsvakan var í gær. Við byrjuðum daginn á því að hlaupa 5 km í Monster Dash, allir nema Kris hlupu hún var heima að baka pönnukökur. Bo fílaði hlaupið svona askoti vel. Nýjasta markmiðið hjá þeim hjónunum er að hlaupa Maraþon. Stefnan er sett á árið 2012. Bara töff.

Eftir hlaupið voru pönnukökuboð hérna þar sem þreyttir hlauparar hlóðu sig upp að nýju með geðveikt góðum pönnukökum a la Kris og svo var chillað. Um fimm leytið var svo farið af stað í Trick og Treat og HalloweenPartý hérna í hverfinu. Kvenleggurinn stóð vaktina heima og sturtaði nammi í liðið sem bankaði uppá.

Búningarnir þetta árið voru bara flottir, erum ekki frá því að fullorðna liðið hafi haft vinninginn þar.