Já, það er nefnilega þannig; eitt annað árið að líða. Með nýrri tækni er Kortbloggið orðið að áramótabloggi.
2011 leið hratt, skemmtilegt var það og náði the Kort family að klára eitt og annað. Þó að vonandi þetta ár verði svona meira "settling all family business" ár.
Það helsta sem gerðist á árinu hjá okkur, skipt eftir þemum og öðru (ekki í tímaröð):
Nám:
Markmiðið hjá Korthjónum var að ná oralprófunum (sounds a bit rude) og verða doktors kandídatar og geta byrjað að safna gögnum, sem gekk eftir hjá þeim báðum. Bjölli kláraði 2 bekk og vann aftur best second grader in chess í skólanum. Gússí skrifaði nafni sitt í April og lét þar við sitja, enda algjör óþarfi að vera skrifa það eitthvað meir, enda skriffærni overrated hjá ipad stúlkunni.
Fjölskyldan:
Þann 8 ágúst fæddist svo nýjasti Kortmeðlimurinn hann Helgi Kort öllum til mikilar gleði. Litli drengurinn var ekki lengi að að fá vegabréf og skellti sér því til Íslands til að kíkja á liðið. Stóru systkinin eru einstaklega ánægð með lilla bro. Gússí sem vildi stelpu var þó fljót að jafna sig eða eins og hún sagði sjálf “my baby sister is a boy”. Korthjónin fagna nýjasta Kortaranum en eru líka einstaklega ánægð að vera búin með the barneignar era-að, nú er bara að koma þeim til vits.
Helgi var rétt þriggja daga gamal þegar Bo Franz, Begga og stelpur fluttu hliðiná okkur. Íslendinganýlendan hérna stækkar og dafnar vel, lítill hætta á því að við gleymum uppruna okkar í þessum hóp.
Nýjasti Kortarinn dafnar einstaklega vel, þrátt fyrir annir foreldra, er kominn með tvær tennur og komin yfir 8 kílóin. Drengurinn er í góðum málum enda með fullt af góðu fólki í kringum sig. Guðforeldrarnir Björgvin Franz og Kris dreifari hafa til að mynda staðið sig einstaklega vel gagnvart honum. “Engin pressa”
Ferðalög:
Mikið var um ráðstefnur og ferðalög, sérstaklega fyrri part árs. Auja fór 2x til New Orleans og Florida og svo einu sinni til North Carolina. Korthjónin skelltu sér í belated hjónaferð/scouting expedition til Portland í spring break, enda spennt fyrir The Pacific Northwest . Þar eru fjöll og sjór og hipsterar (krútt) á hverju strái. Þau voru mjög hrifinn af pleisinu en Minnesota "kind of grows on you" þannig að engar ákvarðanir um framtíðar búsetu voru teknar í bili. Kellurnar skruppu svo í hina árlegu New York ferð þar sem einhverjum vantaði athygli og úðaði því í sig birkifræjum í háloftunum; “ofnæmi, smofnæmi”. Gilli skellti sér svo til New Orleans í september. Kort hjónin hafa farið víða í Bandaríkjunum síðustu ár, en eru bæði á því að fæðan í New Orleans sé “exceptional”. Gilli skellti sér einnig í smá movie tour, stalkaði aðeins Walter Sobchak og skellti vígðu vatni á útidyrahurðina hjá Anne Rice (Interview with a Vampire) eins og sönnum Kaþólikka sæmir. Auja og litlu börnin skelltu sér til Íslands í Október. Hellarinn var kynntur fyrir the old country, vinum og stórfjölskyldunni við gríðarlegan fögnuð viðstaddra.
Tónleikar og aðrir viðburðir:
Fórum á Pixies, fock góðir tónleikar og fundum góða lykt. Hlustuðum á The Dalai Lama. Eddie Vedder (bara Gilli), Fleet Foxes, U2 og Bon Iver,
Gestir á árinu:
Fyrstu gestir komu í Maí, þegar amma pönk, Gunnar og Sólveig kíktu. Í júní komu svo stelpurnar úr Hafnarfirði og fjölskyldan úr Aðallandi kíkti einnig í nokkra (einstaklega vel nýtta) daga. Vallarhjónin komu 2x fyrst í Júní og svo í September. Eins og alltaf þegar við fáum gesti þá var einstaklega skemmtilegt að hanga með þeim, skoða borgina, chilla, spjalla og hafa gaman.
BK skellti sér svo einn heim til Íslands í 5 vikur með stelpunum. Drengurinn tók chillið to the next level back at the old country.
Annað merkilegt sem gerðist á árinu
• Lifðum af skelfilega snjóþungan vetur
• Lifðum af ótrúlega rakt sumar
• Auja survived the ógleðistímabilið í Florida
• Kris kom aftur til USA í jan eftir 4 vikna Þyrnirósartímabil á Íslandi
• Gilli byrjaði í bootcamp (eftir 5 ár fann hann loks gott Bootcamp)
• Bo hélt áfram að ferðaðist um the USA (eða svo segir hann)
• Börnin stunduðu skóla, sund, skák og soccer
• Gilli masteraði brisket matreiðslu
• Auja fékk kennaraverðlaun frá the University of Minnesota
• Sambúðinni lauk í april, einhver gekk yfir strikið “but what happens at the Kort Mansion stays at the Mansion”
• Kris og Co, fluttu 10 blokkir suður
• Gússí æfði dans
• Upgrades tímabilið byrjaði
• Einhver fékk sér iphone 4
• Einhverjir keyptu sér bíl
• Einhverjir fengu kindle
• Gilli chillaði í fæðingarorlofinu (sem varði í einn dag)
• Kris the goodmother fann tönn í Helga
• Einhver varð Norður-Ameríku meistari í brú
• Halloweenbúningarnir 2011 voru awesome, en við treystum því að þeir verði toppaðir 2012
• Héldum 17 manna Thanksgiving dinner
• Einhver varð vitni að live robbery
• Slógum met í fjölda jólaboða (4 stk)
• Margt meira skemmtilegt og áhugavert átti sér stað 2011, en það hvarf í brjóstaþokunni
Árið 2012, leggst vel í Kortfamilíuna, markmiðið er að hjónin útskrifist (shit), og fari bæði bara að vinna. Planið er að vera áfram hérna í Minnesota. Gússí fer í Kindergarden í haust og BK í 4 bekk, Og Hellarinn mun skella sér í leikskóla.
Eins og áður þá er von á góðum gestum, þeir fyrstu í Janúar þegar Gunnar, Katarína og Elísa koma og svo eru þeir feðgar Palli og Markús og Vallarhjónin búin að bóka far í útskriftina í Maí, vonandi koma stelpurnar og Tómas frændi og fleiri líka í sumar. Einnig er planið að Kortfamilían skelli sér til Íslands í heimsókn í sumar,
Kort familian et al. óskar fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrr hin gömlu með von um að hitta ykkur flest á nýju ári
Kort familian og stelpurnar með Sesame street liðinu í Florida
New York Gellur
Gússí og Sara Hlín afmælispíur
Ágústa stóra sys með Helga Kort nýfæddan
Halloween lið
hin árlega Lagkökugerð
Ameríski sveinki og Kortbörn
Kertasníkir, Kort börn og et al.