Jan 1, 2013

2012 Áramótaannáll Kort fjölskyldunnar et al.


Jæja það er búið. 2013 bara komið. Greinilegt að tíminn líður hraðar með árunum.

Árið 2012 var gott ár fyrir the Kort family, og það verður áhugavert að sjá hvað 2013 færir okkur.

Eftirfarandi er það sem helst stendur uppúr á árinu hjá okkur greint eftir þemum en ekki tímaröð þó: 

Nám og störf:
Já loksins loksins loksins kláruðum við námið, Kort hjónin urðu bæði doktorara á árinu. Auja byrjaði með því að verja doktorsritgerðina og útskrifast í maí og Gilli varði sína ritgerð í ágúst. Nám hefur verið stór hluti af lífi Kortara enda hafa átta háskólagráður verið kláraðar í þeirra sambúð (takk Lín).  Haustönn 2012 var í fyrsta sinn í sögu Korthjóna þar sem hvorugt var skráð í nám.  Björn Kort kláraði 3 bekk og vann best “third grader in chess” í skólanum. Gússí kláraði pre-K og byrjaði í Kindergarten í haust. Þegar Kortari númer tvö byrjaði í skóla var keypt ný taska og skólaföt enda var gellan jákvæð og spennt að byrja.  Hellarinn byrjaði svo á leikskóla í ágúst og það tók staffið þar innan við tvær vikur að venja drenginn á snuð (Já við vorum bara búin að reyna allar tegundir og trix í fokking ár) og koma honum í einn góðan og LANGAN lúr á dag. Þvílíkur munur og guð blessi snuð.
         University of Minnesota var ekki tilbúin að sleppa af okkur hendinni því bæði fengum við vinnu þar, dr Gísli sem AÐSTOÐAR prófessor við hjúkrunarfræðideildina og dr Auja sem fyrirlesari hjá tölfræðideildinni. The daily commute breytist því lítið og ekki skemmdi fyrir að Kris dreifari fékk líka vinnu hjá The U. Við þrjú vinnum nú á innan við eins kílómetra radíus á campussvæðinu öll með fínar skrifstofur, sumir eru með sérpantaða stóla meðan aðrir eru með glugga. Það lítur svo út fyrir að háskólinn sé alveg til í að hafa okkur áfram í vinnu þannig að hér gætum við verið í einhvern tíma í viðbót. 


Fjölskyldan og ferðalög:
Björn Kort fór í fyrstu altarisgönguna sína við Kaþólskukirkjuna í mars eftir að hafa farið í undirbúningsfræðslu sem því fylgir. Drengurinn hefur þó tekið þá ákvörðun að vera ekki kaþóliki heldur sér hann sig sem einhverskonar “lutheran” sem er ekki á móti “gay people”og styður jafnrétti fyrir ALLA. Fannst honum kaþólikkarnir ansi old school þegar kemur að kynjahugmyndum um heimilishald og hjónabandið. Við styðjum hann í því og höfum ákveðið að taka ekki meiri þátt í störfum kaþólskukirkjunar hérna í USA. Gússí on the other hand er spennt fyrir sinni fyrstu altarisgöngu því þá fær hún að vera í hvítum “wedding dress”.
Í tilefni útskriftar í maí var ákveðið að halda veislur, fyrst var haldin útskriftarveisla í Minneapolis í maí og svo skellti Kort familían sér heim back to the old country, Gilli dvaldi í þrjár vikur á Íslandi (einhver þurfti að vinna og skrifa þessa fjandans doktorsritgerð) restin af familíunni var í sex vikur á gamla skerinu. Þar var haldin sameiginleg skírnar- og útskriftarveisla fyrir Helga Kort, Auju og Kris. Svo var slappað af í sumarbústöðum, keyrt um landið, hitt og leikið við vini og fjölskyldu, gengið um landið, borðaður íslenskur matur, beðið eftir nóttinni og haft rosa gaman.


Tónleikar og aðrir viðburði:
Fórum á Of Monster and Men í Apríl, geðveikt góðir tónleikar, skelltum okkur á Tallest Man on Earth líka og höfðum gaman að. Fórum á Red hot Chili Peppers og fundum góðu lyktina, fórum svo aftur á Of Monster and Men. Gilli, Björn Sr og Jr skelltu sér líka á NFL leik. Gilli koma Bo Franz skemmtilega á óvart með því að bjóða honum á Louis C. K. stand up. 

Gestir á árinu:
Fyrstu gestir komu í janúar þegar Gunnar, Katarína og Elísa eyddu fyrstu dögum ársins með okkur. Næstu gestir komu svo í maí til að vera viðstödd útskrift, fyrst kom Vallarsettið ásamt Britney systu og svo mættu Palli og Markús, einnig komu Húnfjarðarhjónin til að fagna útskriftinni hennar Kris. Það var því margt um manninn hérna at the Ewing Mansion í maí. Stelpurnar komu svo með okkur út aftur í júlí, Tommi frændi mætti líka og í ágúst kom Ágústa til að vera viðstödd vörnina hans Gilla. Í september lok komu svo Vallarhjón aftur. Eins og alltaf var gaman að hafa gesti.



Annað merkilegt sem átti sér stað á árinu
  • Lifðum af einstaklega mildan vetur
  • Deildum Agnesi Au pair á vorönn með vores nágrönnum Beggu og Bo, sem varð til þess að Auja gat klárað ritgerðina
  • Lifðum af tvær PhD gráður og erum enn öll saman J
  • Auja, Begga og Kris voru með í því að stofna Eyjafjallajökul- íslenskan saumaklúbb í Minneapolis
  • Keyptum okkur imac, og þar með var safnið fullkomnað
  • Börnin æfðu dans, soccer, blak og körfubolta
  • Auja byrjaði í bootcamp
  • Einhver (ir) horfðu á NFL, og töluðu og lásu um the NFL, go Vikes (nýkomnir í playoffs as we speak)!
  • Vorum í geðveikt flottum Halloweenbúningum
  • Héldum 18 manna Thanksgiving matarboð
  • Tókum þátt í black friday shopping í fjórða sinn
  • Gamall draumur Gilla að halda aðventulestur úr Aðventu Gunnars Gunnarssonar rættist með hjálp Mr. Fix it next door, “römm er sú taug” og allt það
  • Bökuðum geðveikt margar smákökur, konfekt og tvivar sinnum lagköku ala Addi
  • Einhver fjölskylduvinur (nefni engin nöfn byrjar á K.) keypti sér rándýrt sléttujárn í MOA.
  • Hittum rektor HÍ, sumir í “eigin persónu” meira að segja...
  • Fengum allskonar umgangspestir og annað eins viðbjóð en lifðum það af
  • Keyptum trampólín
  • Gilli spilaði handbolta af kappi og fór í keppnisferðalög um ameríku
  • Gússí lærði og mundi nöfnin á öllum íslensku jólasveinunum
  • Lifðum af fyrstu vinnandi önnina okkar, húrra húrra
  • Einhverjir "frægir" hittu og töluðu við Phillip Phillips
  • Sumir dreymdu um Phillip Phillips
  • Margt annað skemmtilegt átti sér stað sem við annaðhvort gleymdum að taka myndir af eða pósta á facebook, það átti sér samt stað þrátt fyrir að það gangi gegn öllum eðlisfræðilögmálum

Árið 2013 leggst vel í the Kortfamily Björn mun verða 10 ára eða “a decade old” sem er ansi töff. Gússí verður 6 ára sem er líka geðveikt töff og Helgi Belgi mun entera “the terrible twos” sem hann er sosem byrjaður að taka prufur af. Jey jey thank god for preschool. Í janúar verður farið í hina árlegu New York kvennaferð og svo ætlar Gilli geð að eyða fimm dögum at the Boundary Waters m.a. í finnskri saunu með vinum sínum. Planið okkar er að vera áfram hérna í Minnesota, við höfum ákveðið að flytja til Íslands þegar það kallar nógu mikið á okkur, en sem komið er hefur það ekki gerst (eða þá að við heyrum svona illa).  Eins og alltaf þá er von á góðum gestum, þeir fyrstu sem eru búnir að bóka komu sína eru Íris og Þórir Bergs ásamt börnum sem koma í lok maí, svo er von á Vallarhjónum, eins er rumor að Magga Vaff og Mörður frá New York kíki í sveitasæluna í Minnesota í júlí. Hver veit nema einhverjir fleiri ákveði  að skella sér hingað. Íslandsferð 2013 er ekki á döfinni hjá Kortfamilíunni, gæti þó verið að Björn Kort skelli sér einn í sumar annars stefna Kortarar að WestCoast roadtrip í ágúst, þar sem m.a. Washington DC og New York borgir verða skoðaðar. Gilli gæti líka kíkt á ráðstefnu í háskólabío haust 2013, hver veit.

Kort familian et al. óskar fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir hin gömlu með von um að hitta eða heyra í ykkur flestum á nýju ári

Sayanora bitches!

Kortfamilían að ná í jólatréð

Best 3 grader in chess

Hressu börnin

Hluti af sambýlinu

Útskriftargengi 
Gáttaþefur mætti á svæðið

Við skárum grasker í góðra vina hóp
Hluti af thanksgiving dinner liðinu

Gilli med das Kinder at the art fair





1 comment:

help said...

brighton escorts Before correcting others, meditate on yourself whether you make mistake first。