Seinustu viku eða 10 daga hafa hin ýmsu veikindi herjað á Kortmeðlimi, mismikil og allt það. Við erum með sterk bein og lifum þetta af. Það sem ekki drepur okkur gerir okkur bara sterkari, right?
Leiðinlegast var þó að Kortfrúin hafi þurft að aflýsa glæparáðstefnunni í St. Louis sökum veikinda, við gerum þó ráð fyrir því að glæpir og annað eins hætti ekki, förum því bara á næstu ráðstefnu.
Fyrir utan heilsu og heilsubrest eru Kortarar hressir og uppteknir við vinnu eða skóla. Nú eru ekki nema sirka 4 vikur eftir af þessari önn og þar inní er thanksgiving, þetta er því að verða búið. Frúin er að skrifa predissertation rigerðina sína þessa dagana og því mikið að gera þar. En þetta er að verða búið...
Annars er kominn mikil spenningur í liðið fyrir San Francisco ferðinni sem hefst næsta miðvikudag, þegar thanksgivingfríið byrjar. Það á vafalaust eftir að vera gaman að koma til Kaliforníu. B-Kort er spenntastur fyrir því að geta sprangað um á stuttbuxum og að leika við Miles. Korthjón ætla meðal annars að skoða Alcatraz fangelsið í góðum fíling með Jen mömmu hans Miles. Svo verður Golden gate brúin góða skoðuð lika og eitthvað annað skemmtilegt. Það verður gaman.
Þangað til er stefnan að læra og aftur læra.. Bara fjör hér.
7 comments:
Ohhh en sæææææææt .. manni langar að taka þessi börn og knúsa þau :-)
Kv. Viðar
Enn og aftur, flottust.
þetta eru mjög flottir búningar Björn
Það er gott að heyra að þú ert að skríða saman kæra kort frú - leitt með ráðstefnuna :( En það kemur önnur eftir þessa...
Gangi þér vel að læra og góða ferð til Kaliforníu!
Kveðja úr Garðabænum
Guði sé lof að allt er á réttri leið hjá ykkur!
Nó worrís! Glæpir munu ekki taka enda - sorrý! Þannig að það er alveg á tæru að önnur ráðstefna mun verða haldin!
Og vá þokkalega spennandi að fara til San Fran. skoða Alcatraz etc. þetta verður geðv..!
kv. Ásthildur
Vá hvað B-Kort og Ágústa sæta eru mikið krútt!!!!
Hlökkum til að knúsa þau og kjamma eftir um 30 daga!!!
kv. Árný Björk & Ásta Rakel
Algjörar dúllur, Ágústa æðisleg í búningnum :)
Bestu kveðjur Guðný, Ágústa María og co.
Post a Comment