Á föstudaginn skella Korthjón og Jen sér í 3 tíma movie tour , þar sem farið verður á helstu staði í borginni þar sem frægar bíómyndasenur hafa verið teknar upp. Á sunnudaginn verður Alcatraz fangelsi og eyjan heimsótt. Á meðan fullorðna fólkið er í túristaferðunum, chilla börnin og leika sér. Því nanny-ið hans Miles hefur boðist til að passa börnin á meðan ferðunum stendur. Sem er auðvitað hrein snilld því þá er bæði hægt að slaka á og hlusta á lýsingarnar í ferðunum.
Einnig er stefnan að labba yfir hina frægu Golden gate brigde sem hefur þann vafasama heiður að vera vinsælasti sjálfsvígsstaður i heimi. Áætlað er að á hverjum 15 dögum hoppi einn einstaklingur fram af brúnni.
Anyhow, við erum spennt, alltaf gaman að skoða eitthvað nýtt.
kv,
Ferðanefnd
Kortfamilíunar
San Francisco borg
8 comments:
Ég man eftir einni hræðilegustu myndaseríu allra tíma sem gerist í San Fran, hún hét The Golden Girls og fjallaði um 4 óþolandi ellilífeyrisþega. Það er óhætt að segja að þessi sería hafi eyðilagt líf mitt. Nei, nei, ég er ekkert dramatískur!
einmitt eftir einni hræðilegustu heimildarmynd sem ég hef séð. Sem heitir The Bridge, og fjallar einmitt um alræmdan heiðurstitil brúarinnar sem vinsæll sjálfsvígsstaður. Get ekki mælt með ræmunni (ekki það að ég hafi verið að búast við einhverju svaka stuði, hún var bara slæm). Vona að borgin sé mun skemmtilegri.
Happy Thanksgiving kæru Kortarar og góða skemmtun í San Francisco!
Ómæ hvað þetta verður skemmtileg ferð hjá ykkur og eigum við að ræða spennandi staði til að skoða!!!
Knús Ásthildur Galtroppa
Merkilegt, ég hef alltaf tengt the golden girls við Florida, eitthvað með allt gamla liðið þar. Annars erum við búin að vera rölta um svæðið hérna og höfum ekkert rekist á nein gamalmenni í anda áðurnefndra kvenna.
Ég skil þig ekki Þórður, the bridge var góð, kannski ekki uppörvandi og skemmtileg en samt áhugaverður vinkil. right?
Skemmtið ykkur vel og njótið þess að fá smá tíma fyrir ykkur - sendið svo nanníið með pósti til mín!!!!
Áhugaverður vinkill minn rass. Mér leið eins og á Breaking the Waves. Tilfinningaklám með snöff ívafi.
Shit, Þórður! annað hvort ert þú orðinn svona harður eða ég orðin of amerísk?
Possibly the most amazing blog that I read all year! wedding dress sleeves Touch Screen Cell Phones Louboutin Shoes Louboutin Shoes Mother Of Bride
Post a Comment