Apr 7, 2009

Páskafrí eða ekki

Seinustu daga hefur B kort a.k.a the dude chillað heima þar sem gæinn er í spring break, 10 daga frí hjá kappanum hvorki meira né minna ekki veitir af að hvíla sig því þeir eru ekkert að grínast með skólana hérna. Bjöllarinn sér ekki enn pointið í því að mennta sig, vill frekar leika sér og chilla, enda ætlar gæinn bara að vinna á fimmtudögum þegar hann verður stór, nú ætlar hann sér að verða Zoo keeper eða fornleifafræðingur, risaeðluáhuginn sterkur hjá drengnum þessa dagana.

Annars er gott að spring breakið sé á sama tíma og páskarnir í þetta sinn því annars væri ekkert páskafrí. Ekki er um neitt páskafrí hjá Korthjónum að ræða í þetta sinn. Enda getur háskólinn ekki tekið tillit til allra trúarlegra hátíðisdaga, pælinginn er samt að eiga góða páska, á laugardaginn verður farið í egg hunt og búin til egg og annað fönderí, sem er auðvitað sérsvið Kortfrúarinnar. Á sunnudag verður svo úðað í sig góðu Nóaeggjunum sem bárust tímalega í þessari viku. Sendum þakkir til Vallarsettsins fyrir að bjarga páskunum ones again fyrir okkur.

Kjörseðlarnir voru póstlagðir í seinustu viku og vonandi fer það rugl allt vel.
Meðfylgjandi eru myndir úr fyrstu fjölskylduhjólaferð ársins sem átti sér stað fyrir um mánuði síðan.
Gússý lilla að borða snakk
The dude í góðum fíling

3 comments:

Anonymous said...

The Dude er yndislegur og vá hvað á drengurinn eiginlega að halda! Séð frá honum þá á hann eftir að vera í skóla næstu árhundruði! Ég meina báðir foreldrarnir ENNÞÁ í skóla!
Alltaf æði að sjá myndir af sætu systkinunum í USandA - meira svona!
Gleðilega páska fallega fólk!
kv. Ásthildur

Anonymous said...

Sendum okkar bestu páskakveðjur úr Garðabænum - vorum að koma frá afa Sigurjóni sem sá um að páskaeggin eins og venjulega - sjöunda barnabarnið kom í heimin 8. apríl svo það var voða fjör og fjölmennt í Hörgslundinum eins og vanalega.
Gott þið gátuð notið Nóa í dag - Markús hafði orð á því að næst vildi hann bara fá lítið egg (eitthvað var honum illt í maganum eftir að hafa torgað eggi nr. 5 á tveimur tímum!).

Gússí said...

við hér á Teigunum skiljum Björn vel - enda ætlar Tómas að verða sundlaugarvörður - honum sýnist það vera þægilegt starf. En þá að alvöru málsins - kann B að hjóla? Er hægt að fá sent myndband því til staðfestingar?