Nov 2, 2006

Góðar fréttir í Bushlandi

Ótrúlegt hvað gerist þegar mar er í góðum fíling. Um daginn var barnapía það eina sem okkur skorti. Um daginn var frúin í netleiðangri, sem aldrei fyrr. Rakst hún á síðu íslenskra snótar sem búsett er í Minneapolis. Spondant eins og frúin á til sendi hún mail- bað um hjálp. Í dag hittum við píuna- ánægðir Kortarar réðu barnapíu í kvöld. Vei vei vei. Reynslan hefur sýnt okkur en og aftur að við fáum nákvæmlega það sem við þurfum, ekki það sem við viljum þó. Nú geta Korthjónin sinnt andlegri heilsu og illness-inu sínu á hverju mánudagskveldi ásamt því að mæta á District fundi 1x í mán. SVONA VILJUM VIÐ HAFA ÞAÐ.
Bættum við linkum á góða félaga og fjölskyldumeðlimi- Reddarinn a.k.a stórvinur, æskuvinur og díler með meiru. Páll, framistaða þessa gæja er vitnisburður um að allt er hægt. Hitt liðið fjölskyldumeðlimir Geð-kortsins. Mannfræðingurinn geðfrændinn sem frúin stendur í ævilegri þakkarskuld fyrir hjálpina við MA ritgerðina hérna um árið. Frambjóðandinn eða Afa-geðkorts frúin. Sú stendur heldur betur í stórræðum þessa dagana. Versgá allesammen

2 comments:

Anonymous said...

Frábært - ótrúlegt hvað netið getur reddað manni! Sbr. kaup á hinum ýmsu græjum!
Ég segi eins og Hulda - við heimtum myndir! Litla-Kort er nefnilega bara æðislegastur í Pirate-costuminu.
Voruð þið eitthvað í búningum??

Anonymous said...

Minni svo bara á prófkjör Samfylkingarinnar 11.11.06 - Vala í þriðja sætið