Oct 19, 2006

Ef ég tilskyldum námsþroska næ....

hum hum hum ... samvinnunám er þema í kennslufræði. Hámarksþroski á víst að nást ef nemarnir vinna í hóp. Með þessa speki og vitneskju í huga kemur hér bloggfræðsla sem unnin er í anda samvinnu og kærleika Korthjónanna. Kassinn er góður staður ef maður vill frið og rólegheit. Spurning hvort þroskann sé að finna þar. Við fórum aðeins útúr kassanum okkar. Vitum þó hvar hann er að finna, förum kannski þangað aftur. Þegar við verðum þreytt. Ef við verðum þreytt. Ætli við verðum einhvern tímann þreytt? Höfum lært mikið. Gaman að læra. Vitum þó að við getum fengið úr þessu það sem við viljum. Suma dag viljum við ekkert fá og þá fáum við ekkert.
Líf okkar er harla gott, eina sem okkur vantar er barnapía sem getur passað B-Kort á mánudögum, endilega bendið á okkur ef þið þekkið einhverja góða. Þarf helst að búa í USA, best ef hún býr einhversstaðar nálægt Minnesota.
P.S. gott væri ef barnapían sé ekki í geðrofsástandi né sé dæmdur fellon.

2 comments:

Anonymous said...

Bara komin með 90 daga ! Til hamingju!!! Keep coming back..It works if you work it!!!!!

Anonymous said...

Sæl veriði Kort-arar!

Ég get ekki alveg "garanterað" að við mæðgur verðum ekki í einhverju "geðrofsástandi" n.k. mánudagskveld eftir allt búðarápið.........