Apr 25, 2007

Kveðjustund

Flottir frændur við tröllaskeiðina

Kortfamilían kvaddi góða gesti í dag. Tommarinn og fylgdarlið áttu hér nokkra góða, lærdómsríka og mjög svo fræðandi daga. Trúaða gúðmóðirinn blessaði okkur með listagreind sinni og dróg Kortmeðlimi á hvert listasafnið á fætur öðru. Kortarar ættu því að vera minni smáborgarar og meiri heimsborgarar fyrir vikið. Við þökkum henni kærlega fyrir að opna augu okkar fyrir þeim fjöldamörgu söfnum sem Minneapolisborg býr yfir. Fyrir utan safnaskoðanir þá var labbað um campus, chillað á leikvelli, borðaðar beyglur,MOA skemmtigarðurinn heimsóttur, kíkt í dýragarð og eytt penge í Albertville. Kortarar eru rosa ánægðir með heimsóknina og þá sérstaklega með Tommarann, sem hafði meðal annars orð á því að sumir menn í Ameríku væru með rosa stóra bumbur og hvað það væru margir brúnir kallar hér.
Við þökkum gestunum fyrir að vera ekki með neitt vesen eða rugl, umfram allt fyrir að vera góð við Kortarana. Þið eruð hjartanlega velkomin til okkar aftur í nýja húsið þar sem allt verður æðinslegt. Við gerum ráð fyrir ykkur á haustdögum....

Bættum við tveimur nýjum albúmum, (nei, það eru ekki bumbumyndir) páskar og Tommaferð 2007

3 comments:

Anonymous said...

Sæl litla sys og familí!
Mikið svakalega kemst maður í sumarfílíng við það að skoða nýjustu myndirnar!!!!
En hvað er málið með bumbumyndirnar!!!!!!

Anonymous said...

takk fyrir okkur - þið voruð frábær og ég vona að það gangi vel með zwifferinn.
Þeir sem vilja bumbumyndir geta haft samband við mig á agusta@thjodminjasafn.is

Ally said...

Hæ frú Auðbjörg.
Þrátt fyrir vinsamleg boð þín um að kaupa fyrir mig bíl í henni Ameríku, er ég búin að kaupa mér bíl, og reyndar í Ameríku. Þú hefur alltaf verið fyrirmynd mín í lífinu (amk síðustu 4 ár....) og því er ég komin á Chrysler Town and Country, rétt eins og frúin:)
Hins vegar er hann mánuð í gám frá Ameríku. Hvernig var með bílinn sem aldrei seldist? Er hann enn óseldur og ef svo er, er hægt að leigja hann á sanngjörnum prís í mánuð til að bjarga geðheilsu mágs míns?
Kveðja frá gamblaranum