Apr 6, 2007

Good friday

Föstudagurinn langi kominn og ekkert frí á þessum bæ. Að vísu er frí í dag hjá B en háskólinn er í fullum gangi. Svolítið skrýtið að fá ekkert páskafrí, að vísu er það svo sem skiljanlegt að ekki sé gefið frí útaf trúarástæðum. Það væri þá líklegast mikið um frí . Samfélagið hér er auðvitað ansi fjölmenningarlegt og mörg ólík trúarbrögð í gangi. Geðið mætti því til vinnu í dag þó svo hann hefði geta beðið um frí útaf trúarlegum ástæðum. Frúnni leist vel á það en kaþólska Geðið var ekki á sömu skoðun..... skrýtin þessi vinnusiðferði hjá tappanum sérstaklega í ljósi þess að hann er kaþólskur.
Frúin og B chilla því í dag og um helgina. B-Kort er ansi spenntur fyrir komandi páskum sérstaklega eftir að Nóa eggin komu í hús. Eins er planið að prufa að mála egg og fela þau að amerískum sið með vini hans B. Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt.

5 comments:

Anonymous said...

GLEÐILEGA PÁSKA 2007

Kæru Kortarar - vonandi njótið þið ykkar fyrstu páska í útlandinu :)

Við hér í Firðinum höfum etið yfir okkur af páskaeggjum og liggjum afvelta!

Biðjum að heilsa :)

Fláráður said...

Einhversstaðar las ég að mormónar hefðu rétt á flestum trúarlegum frídögum í USA. Mana ykkur að skipta!

Anonymous said...

Gleðilega hátíð - gangi ykkur vel með eggin. Við höfum lagt okkur fram og haft árangur sem erfiði

Anonymous said...

Gleðilega páska. Það var gaman að skoða myndirnar frá Seattle. Þið eruð svo falleg fjölskylda.

Kort said...

Gleðilega páska allesamen. já það er rétt Margrét við erum falleg fjölskylda, sumir kalla okkur the heart family... og mundu við erum alveg til í að ættleiða þig......