May 30, 2007

Action

Lentum í sérstakri reynslu um daginn hérna í Bushlandi. Þar sem Korthjónin eru bæði búin með vorönnina þá vorum við bæði heima að hvíla lúin bein og heila og endurhlaða batteríin fyrir komandi sumarönn. Hugmynd Kortara um hvíld felst meðal annars í því að horfa á gott sjónvarpsefni og aðrar áreynslulausar athafnir. Í miðri Kort-síestu var dyrarbjöllunni hringt, ekki var von á neinum hvorki pakka frá ebay né gestum. Geð-Kortið tók á móti dinglaranum sem í þetta sinn var umkomulaus heimilislaus rónakona. Geðið auðvitað þaulvanur eftir alla klínikina í vetur hélt ró sinni. Konan var komin til að biðja um hjálp en hún tjáði G að vinkona hennar væri niðri í garði, parkinn sem er fyrir neðan okkur, og að eins og hún sagði sjálf she is bleeding excessively. Geðið átti nú von á öllu, skaust upp náði í handklæði og hélt af stað tilbúin að veita fyrsta flokks hjúkrunarnærveru, á meðan hann hringdi í 911. Þegar G mætti á svæðið þar sem nokkrir heimilislausir höfðu búið um sig rétt fyrir neðan garðinn, voru engar óhóflegar blæðingar í gangi en þar var vinkonan með nokkra tíma gamalt nefbrot og smá blæðingar í kjölfarið á því. Gellan hafði verið kýlt af kærasta sínum fyrr um daginn. Heimilisofbeldi eða í þessum aðstæðum heimilislaustofbeldi í gangi þar. Sjúkraflutningsmennirnir komu svo eftir að Geðið var búið að leiðbeina þeim á staðinn því, dvalarstaðurinn var vel falinn. Kortfrúin var viss um að þetta væri allt stórt plott gert til þess að ræna Geðið...Já, sumar paranojur eru lífseigar. Um daginn fór Geði og gaf blóð eða blóðflögur og tók það ansi langan tíma, frúin var á þeim tíma farin að trúa því að gæinn hefði lent í höndunum á líffæraþjófum, sem væru búnir að hreinsa gaurinn. Allavegna alltaf gaman að lenda í action.

9 comments:

Anonymous said...

SHIT bara nærridauðareynsla!!!!!

En Auja þú getur ALDREI giskað á hverja ég sá í dag... eða e.t.v. ef þú hugsar þig veeeeel um!!

Kort said...

Ég veit hverja þú sást, var það ekki frú V. ef svo var þá eru það ansi skýr skilaboð frú Alma........

Anonymous said...

OMG!!! Var kappinn ekki með MAZE á sér??? Shit púlsinn hjá mér tók nokkur aukaslög!!! OMG!! Mér finnst þetta vera ansi mikið dubius - afhverju af öllum íbúðum var hringt hjá Geð-Kortinu???? Mikið er ég fegin að þið flytjið eftir rúman mánuð frá Little Mogadishu!!!

Anders said...

Der er sku da ingen som gider kidnappe Gisli, og da slet ikke tage hans ødelagte organer. Al den Pepsi Max har da ødelagt det hele for lang tid siden, det er faktisk et under han lever...

Anonymous said...

Húsið sendir frá sér áru góðmennsku og velvilja - ég skil vel að ógæfufólk banki upp á.

Unknown said...

Vhá magnað. Ég skil þetta alveg, ég hefði líkað bankað upp á hjá korturunum ef ég væri nefbrotin, því þar fengi ég pottþétt aðhlynningu

Anonymous said...

það er ábyggilega búið að planta "microchips" hér og þar í Gísla til þess að fylgjast með ferðum hans(where-aboutes), ef ég væri amerískur FBI, CTU, agent þá myndi ég pottþétt halda að prófíllinn hans Gísla myndi teljast grunsamlegur. Ég meina hver gengur eiginlega um göturnar með bros á vör allann daginn pælir í því á akademískan hátt hvernig er best að krukka í hausnum á fólki, 194cm á hæð, með gleraugu og ruggandi sér í hvívetna, nett pshyco-tískt augnráð og grunsamlegt þjóðerni.
Ég meina "come on" það hlýtur einhver að vera farinn að gefa þessum gaur auga ?

Kort said...

Nákvæmlega Bjarnþór, þetta er nákvæmlega það sem ég meina, þakka þér fyrir hefði ekki geta orðað það betur.
Og Kortarar eru þekktir fyrir að vera góðir við náungann.
Í sambandi við Pepsí maxið Anders, þá vil svo illa til að sá drykkur fæst ekki hér. Þannig að Geði er búin að vera afvatnast frá þessum hörmulega drykk seinustu 10 mán..

Anonymous said...

nú er hann dottinn í mountain dew