Oct 23, 2007

11 ár

23 okt er dagurinn hjá Kortfrúnni, 11 ár í dag, sligar hægt og rólega í oldtimerinn, spurning hvaða criteríu miðað er við þar eins og annarsstaðar. Kortarar fagna þessum áfanga eins og öðrum góðum áföngum í okkar lífi, brosum hringinn. Eins og Ágústan
Nýtilkominn pumpkin skurningshæfileiki er meðal þess sem bæst hefur í reynslubelti Kortfrúarinnar á seinustu 11 árum. vei vei alltaf að læra eitthvað nýtt. Hverjum hefði grunað þetta fyrir 11 árum síðan.

17 comments:

Anonymous said...

Þetta er hin allra sætasta snúlla. Ég vona að við náum saman þrátt fyrir að ég hafi verið fjarverandi í frumbernsku hennar. Gangi ykkur vel með graskerin og til hamingju með 11 árin elsku Auja. Þú er best - fyrirmynd mín í góðum siðum og fallegri framkomu. þmt að þola ekki rugl.

Anonymous said...

Kæra litla systir - innilegar hamingjuóskir! Þið eruð svo að gera góða hluti - þið eruð frábærar fyrirmyndir!

Jeminn eini hvað Ágústa er mikið krútt og sú hefur stækkað!

Pumpkinin eru langflottust - ég hef aldrei séð svona svip á pumpkins before.

Nú er farið að styttast allhressilega í komu okkar mæðgnanna úr Hafnarfirðinum og þá erum við að tala um 3 kynslóðamæðgurnar! Við erum orðnar yfir okkur spenntar að hitta ykkur öll!

Anonymous said...

Sé þegar ég horfi betur á myndina að hún er falleg eins og geðkortið sem hefur alltaf verið sagður líkur mér. Vantar bara sporðdreka glampann í augun -

Ally said...

Innilega til hamingju!!
Þetta þýðir bara eitt.... það hlýtur að vera tími fyrir oktober símtalið í kvöld.

Anonymous said...

Til hamingju með áfangann Auja mín, keep on going!

P.S. Þetta er allra fallegasta stúlka sem þið hafið getið af ykkur hjónin.

Biðjum að heilsa í kotið,

Gulla & Sigurjón

B said...

Til lukku kæra Auja.

Ég er samt örlítið undrandi verð ég að segja - ég hefði haldið að það væru 20 ár eða meira. Þarna er ég auðvitað að miða við andlegan þroska þinn.

B said...

e.s. þetta var bara ég Bergþóra sem var að senda kveðjuna.

Anonymous said...

þetta er nú meiri rúsínan!

Óli J.

Anonymous said...

Hún er algjört krútt þessi dama.
Og graskerin eru bara vel heppnuð líka :D

Til hamingju með áfangann mín kæra!!

Anonymous said...

Til hamingju frú. Þetta er ótrúlegt.

Anonymous said...

Tilhamingju með daginn frá fjölskylduni úr Garðabænum, náði ekki að kasta á þig kveðju á mánudaginn, þú varst eitthvað að drýfa þig að sinna B.kort.

En enn man ég eftir þessum degi 23.okt 1996, fyrir framan Flókagötuna eftir einn ljúffengan Nonnabita. Planið var nú bara smá pása, þetta er farið að ílengjast eitthvað ...
En satt er það að ótrúlegir hlutir hafa gerst á þessum tíma, so keep coming back it works if you work it

Þetta bros lýsir andlegu ástandi hennar Ágústu Kort, sem er greinilega gott, ég verð á varðbergi með ... ;)

Anonymous said...

Til hamingju med 11 arin fru Kort og thessa fallegu stulku.

Kvedja fra Nepal,

Hulda og Vidara

Anonymous said...

Nú er sá gamli net tengdur, blog er ekki hans sterkasta hlið en það er gaman að fylgjast með, hvernig hafa þrír ætliðir staðið sig í fyrstu verslunnar ferðinni.

reg BAN

Unknown said...

Til hamingju með 11 árin.
Fyndið núna að hugsa til þess að þú hafir verið með 4 ár þegar ég leitaði til þín. Það fannst mér rosa tími. Sé það núna að þú varst bara bebe :Þ
Hrikalega líður tíminn hratt.

Mikið óskaplega er hún Ágústa fallegt krútt.

Kv. Hrefna

Anonymous said...

vá til hamingju með áfangan og vona ég að brosið sé svipað sætt og á litlu skvísunni. :)

Anonymous said...

til hamingju

Barbara Hafey. said...

Innilega til hamingju með áfangann Auja :) Þú ert ein sú fyrsta sem ég man eftir þegar ég mætti á svæðið (svindlaði mér inn á fimmtud.kvöldi) ;) hehee...
Ágústa er ótrúlega mikið krútt og þetta bros er nú bara alveg 2 die 4!