Oct 18, 2007

Oktober stemmning


Kortarar eru enn við sama heygarðshornið. Eða já skólinn er enn í gangi. Korthjón reyna að troða einhverjir nýrri vitneskju inní hausinn á sér á hverjum degi á milli brjóstargjafar og bleiumála. Hefur gengið vel hingað til en alltaf nóg að gera. Geð-Kort er búin að komast að þvi að hvíld er munaður sem hann getur mögulega leyft sér þegar hann er dauður. Þangað til er um að gera að nýta hverja mínútu. Fyrir utan annríki þá er októbermánuður skemmtilegur hérna í ameríku, haustið kemur og þá rignir laufblöðum og allt verður einhvernveginn appelsínugult á litinn. Halloween er svo í lok mánaðarins sem er auðvitað bara skemmtilegt. Björn Kort er eðlilega mjög spenntur fyrir þvi. Kortfamilían ætlar sér að taka þátt í Halloween undirbúningnum sem fylgir en næstkomandi helgi er planið að fara og velja stórt pumpkin og skera út með Miles vini okkar og mömmu hans. Þar á listagyðja Kortaranna bara eftir að njóta sín.
Halloween verður svo fagnað með komandi gestum, ömmu Helgu a.k.a Constanza, ógiftu guðmóðurinni og lausaleikskrógunum tveimur, sem væntanleg eru eftir 9 daga.

2 comments:

Anonymous said...

Það er greinilega alveg rífandi stemmning í henni Ameríku þessa dagana hjá Korturunum! Það verða vonandi myndir teknar af útskurði pumpkina og birtar hér á síðunni!
Hafnarfjarðarliðið er við það að missa sig af spenningi yfir komandi USandA ferð aka. Kortaralands þar sem við munum fá að njóta gestrisni Kortarana svo um munar :)

Anonymous said...

Sæl Auðbjörg.
Ég ætlast til að graskersskurðurinn verði eigi lakari en sjá má á þessu bloggi hér:

http://steinunnolina.blog.is/blog/steinunnolina/

Punktur