Dec 13, 2007

Jólaball

BK og jóli.
Kortfamilían skellti sér á íslenskt jólaball seinustu helgi. Hittum þar þrjá flotta jólasveina í góðum fíling. Íslensku sveinkar eru að mati Björns þokkalega flottir gaurar, láta sig hafa það að fljúga yfir hafið til að gefa íslensku krökkunum i skóinn. Gæinn lætur menningarárekstra þegar kemur að jólasveinum ekkert á sig fá og honum finnst ekkert athugavert við það að hann sé eina barnið í leikskólanum sem fái í skóinn. Gaurinn kemur út í þvílíkum gróða þegar kemur að jólasveinunum, enda ekki við öðru að búast þegar maður trúir á 14 stk.
Björninn í góðum fíling á ballinu.

2 comments:

Anonymous said...

Æi bara sætastur!
Hvernig er það er búð að leggja græna army-jakkanum aka. Captain Jack Sparrow jakkanum?
Það hefði verið gaman að verameð ykkur á ballinu og sjá drenginn ljóma yfir þessum tignu og merkilegu gestum sem komu langt að!

Anonymous said...

ég sé að sveinarnir hafa skellt sér í sparifötin - hér er vaknað 5:30 til að tékka á gróða dagsins - það er spurning að þvöruseikir komi með kartöflu.
Björn sýnir sveinunum greinilega aðra hlið en mér á skypeinu ...