Dec 16, 2007

Jólatré

Árleg jólatrésferð Kortfamilíunnar var í dag. Siður þessi, sem er í anda The Griswold family hefur hingað til gengið vel, það sama var uppá teningnum í dag. Þó hægt sé að efast um hófsemi þegar kemur að stærð jólatrésins. Kortarar eru þó afslappaðir enda munum við enn þau jól þegar Geði fríkaði út á Þorláksmessu og keypti stærsta jólatréið í vesturbænum, sem hann svo með herkjum tróð inní stofuna á Seljaveginum. Þar var tréið svo látið standa þangað til mest allt grenið var fallið svo hægt væri að troða tréinu aftur, með hjálp góðra manna, útum gluggann, nota bene ásamt hluta af jólaskrautinu (já, frúin geymir en gleymir aldrei). Þau jól sat Kortfamilían með tréið í fanginum eða tréið með familíuna í fanginu, eftir því hvurnig kosið er að túlka veruleikann. Nú eru þó breyttir tímar þar sem the Kort mansion er töluvert stærra. Kortarar ákváðu að lifa lífinu á ystu nöf og skelltu tréinu upp samdægurs. Þema dagsins: when in Rome act like Romans. Málið er að það er siður hjá mörgum könum að setja jólatréð upp daginn eftir Thanksgiving s.s í kringum nóvemberlok og stilla trénu við glugga þannig að það sjáist að utan, vegfarendum og nágrönnum til ánægju og yndisauka. Kortarar ákváðu því að fara milliveginn þetta árið því vaninn hefur verið að ganga í verkið á Þorlák. Björn Kort var bara sáttur eða eins og tappinn orðaði það sjálfur this is so beautiful. I love it!!
Drengirnir búnir að velja tréið flotta.
Vinnuþrælkun, börnin voru látið draga tréið, ekkert hálfkák hér í uppeldinu
Flottir með fjölskyldutréið í ár. Listrænir hæfileikar Kortara í hnotskurn
Korttréið eftir smá intervention frá Geða hressa.

7 comments:

Anonymous said...

Hann Björn Kort er alveg eins og frúin. En annrs stórglæsilegt tré til lukku með það.

Anonymous said...

Þetta er flottasta jólatré sem ég hef séð. Svo ekki sé talað um skreytinguna. Það er spurning hvort við kaupum stærra, kannski á næsta ári í stóra húsinu:)

Anonymous said...

Frábært tré og fallega skreytt. Betra en greinin sem Tómas hirti í Heiðmörkinni í gær og jólaveðrið virkar betra í USA en á skerinu.

Anonymous said...

Þið lifið hinum ljúfa ameríska draumi algjörlega í botn - ég fíla ykkur! Þið eruð frábær. Frábærar myndir, frábærir Kortarar & Miles, frábært tré, frábært jólaskraut - það er allt svo frábært!!!!!!!!!!!

Daniel F. said...

Já frábært virðist lykilorðið hér.

Gaman að lesa svona pósta sem fá mann til að brosa. Greinilega geðveikt fjör hjá Bear og vini hans.

Anonymous said...

Jólatréið er svska þétt og fallegt. Strákarnir flottir þó svo að verið sé að láta þá vinn. En hvernig var það sem afi sagði alltaf ''vinnan drepur engan''Ekki taka þessu of bvókstaflega barnaþrælkun þikir ekki góð.

Anonymous said...

Gaman að sjá ykkur í svona miklu jólastuði - það hefur ekki viðrað vel hér á þessu rokskeri undanfarið til að fara út í skóg að höggva tré! En þrátt fyrir rok og rigningu eru allir að verða spenntir hér á bæ - enda styttist óðum í tvo pakkadaga í röð!! Markús sagði við mig í morgun að hann vildi gefa allt dótið sitt - svo hann kæmi þessu nýja fyrir!