Feb 24, 2008

Þorrablót

Korthjón skelltu sér á árlegt Þorrablót íslendingafélagsins í Minnesota í kvöld. Svaka stemning og fjör. Hápunktur kvöldsins var þó þegar frúin stóð uppi ásamt samlöndum sínum og söng fyrir viðstadda, já segið svo ekki að allt sé hægt. Kellan var ekki grýtt niður. Annað hvort eru kanar bara einstaklega nice, Minnesota nice, eða þá að frúnni hefur farið svona fram.

Annars gengur lífið bara sinn vanagang hérna í fylki margar vatna, skóli, skóli og aðeins meiri skóli og svo leikskóli. Börnin eru svaka ánægð á leikskólanum, B- Kort nýtur þess í botn að fá að koma með dót í leikskólann til að sýna í show and tell einu sinni í viku og Ágústa fílar það að henni sé vel sinnt. Á meðan læra Korthjónin. Hitastigið fer hækkandi, í dag var til að mynda heitt og gott eða um rétt um frostmark. Fyrir utan lærdóm þá eru Korthjónin að leggja drög að dagskrá fyrir komandi spring breaki sem er 14 -23 mars. Spurninga hvort the Korts go wild eða hvað. Annars kemur fríið upp á páskum þannig að í raun fáum við páskafrí sem verður gaman, merkilegir hlutir sem munu eiga sér stað þá....

Af professional ferli Kortara er helst að frétta að APNA Amerísku geðhjúkrunarfræðinga samtökin höfðu samband við Geða og báðu kappann um að gerast bloggari fyrir þeirra hönd, yes we shit you not. Hægt er að nálgast faglegt og einstaklega geðlegt hjúkkublog hér. Við erum ánægð með kappann, bara flottur að okkar mati.

4 comments:

Anonymous said...

Auja á greinilega betri daga fyrir höndum nú þegar Geði fær útrás annarsstaðar.

Fláráður said...

Áfram þið!

Anonymous said...

Flottur geðbloggarinn - hlakka til að lesa meira
Takk fyrir ánægjulegt spjalla áðan frú - hlökkum til að fá ykkur til landsins með hækkandi sól
Kveðja úr Garðabænum

Anonymous said...

parf ad athuga:)