Mar 1, 2008

Tornado

Seinustu helgi skellti Kortfamilían sér á Minnesota History Center þó fyrr hefði verið til að kynna sér sögu fylkisins. Safnið var flott og barnvænt og allir skemmtu sér vel. Kynning og smá show á Tornados heillaði B. Kort þó mest. Gæinn er spenntur og á sama tíma hræddur við þessi fyrirbæri. Síðan þá hafa Korthjón setið undir hinum ótrúlegustu spurningum er viðkoma Tornados. Svör hjóna hafa leitt til þess að B- er að komast að einhverskonar niðurstöðu með hvernig Tornados virka, hann veit til að mynda að himininn verður græn, þeir eiga sér stað í hita og þeir eru ekki á Íslandi. Drengurinn á það samt til að verða smeykur þegar hann fer að sofa í ótta við að Tornadosinn komi og taki dótið hans. Litli karlinn. Hann er þó rosa spenntur fyrir að fara til Íslands í vor því þar hristist allt útaf jarðskjálftum.

Annars gerðist sá merki atburður um daginn að keyrt var aftan á Kortvaninn. Það snjóaði hérna á fimmtudaginn og þá verður umferðinn stundum ansi skrautleg og þung. Ungur kani varð fyrir því óláni að keyra aftan á fjölskyldubílinn. Allir sluppu ómeiddir sem betur fer.

Hjúkki sem kallar ekki allt ömmu sína, og er alltaf til í að lifa lífinu á ystu nöf. Ákvað í morgun að prófa að taka strætó með almúganum hérna í Minneapolis, já segið svo að lífið sé ekki spennandi. Við vonum að dúddi skili sér heim.

Ágústa Kort sem fílar leikskólann í botn, brosir bara og leikur sér átti víst að hafa sagt Dada í gær samkvæmt leikskólaheimildum. Við bíðum eftir endurtekningu þar til að marktækni náist.

Svo eru tvær vikur í spring break og þá verður fríkað út.

2 comments:

Anonymous said...

Amma Pönk
Ég hlakka líka óskaplega til að fá Björn í heimsókn til Íslands. En látið hann vita hér á Íslandi er ekkert að óttas.
Fröken Ágústa farin að tala, ég vissi alltaf að væri hún bráðger. Ein amma ánæð með sína.
amman

Anonymous said...

Sælir elsku bestu Kortarar!
Oh my god eins gott að þið eruð öll ómeidd - aumingja the Yankee sá hann "bumber-stickið" er í lagi með það???
Ágústa Kort er bara langflottust - by the way - fleiri myndir af börnunum!!!
Geði alltaf samur við sig - það verður spennandi að heyra af þessari hættuför - say no more.
Chao,
Ásthildur & co.