Apr 26, 2008

Beware here comes captain Jack

Já, drengurinn hefur yfirgefið Kort mansionið til þess að heimsækja the old country.

Seinasta vika hefur verið ansi skemmtileg hjá Korturum. Vallarsettið a.k.a the Constanzas mætti á svæðið seinasta föstudag. Síðan þá er meðal annars búið að versla, fara í Macys, fara a baseball leik, fara fínt út ad borða, hjóla, chilla, fara aftur í Macys, kikja í MOA, REI, Southdale, og aftur í Macys. Það er ekki hægt að segja annað en að Vallarsettið sé ansi verslunarvant eftir enn eina vel heppnaða ferðina hingað út til okkar. Við þökkum vel fyrir allt stuffið. Hjónin flugu svo heim í dag og með í för var B-Kort, en restin af Kort familiunni er svo væntanleg eftir rétt um þrjár vikur. Drengurinn fær inn á gamla leikskólanum sínum sem verður bara gaman og einnig gott upp á að styrkja móðurmálið hjá gaurnum. Við viljum ekki að hann verði málhaltur kani.

Næstu þrjár vikur verða ansi spennandi hjá Korturum, næsta föstudag er Kortfrúar systan væntanleg yfir helgi í bissnesferð og eftir þá helgi koma baunirnar og Leó nýja baun og svo kemur amma pönk, og svo klárast önnin og Geði útskrifast og verður sérfræðingur og þá verða allir GEÐVEIKT happý og svo fara Kortin hejm til Íslands... og það verður auðvitað bara gaman.
Nú er bara að hjónin bretti upp ermarnar og klári þau verkefni og ritgerðir sem liggja fyrir í þessari viku, þannig að við getum notið þess að chilla með gestunum...

Jack Sparrow í góðum fíling
B-Kort á leiðinni í flug, sýnir hversu stilltur hann ætlar að vera á Íslandi

Kortnefndin sendir kveðju home til the old country og ef þið rekist á drenginn okkar--- verið þá góð við hann : )

4 comments:

Anonymous said...

Guten tag!
Hafnarfjörðurinn kallar!

Drengurinn er komin í Fjörðinn - ligeglad pirate! Talar um að hann vilji fara að fá sér hund sem skal fá nafnið Captain Barbossa & hananú!
By the way - allt gekk vel og allir í stuði!!
kv. Á & Co.

Anonymous said...

Sælir Kortarar!

Takk fyrir ykkur. Það verður gaman
að sjá ykkur aftur hér á frónni.
Já nú er það lokaspretturinn og eitt
stk geð-gráða í höfn.Frábært!
Guð er góður og sér um sína.

Kær kveðja
Ágúst.

Anonymous said...

Drengurinn mættur og hefur kveðið upp þann dóm að mamma hans sé ströng en ég sé miklu verri. Þannig eiga guðmæður að vera. Annars er hann prúður og stilltur eins og hann hefur alltaf verið.

Anonymous said...

Sælir Kortarar, okkur hlakkar mikið til að hitta captain-in, Markús er orðin mjög spenntur að fara í sjóræninga leik með honum.

Kveðja úr Garðabænum.