Já, seinustu nætur hafa verið ansi fjörugar á Kortmansioninu. Miklar andvökunætur og spenna. Um daginn uppgötvaði Geði að vinir okkar hjá netflix væru farnir að bjóða uppá ótakmarkað niðurhal til að horfa á. Því varð úr að tilraun tvö til að horfa á Heroes var sett í framkvæmd af Korthjónum. Þessi áætlun hefur gengið vonum framar, ekki skemmir fyrir að aðalsöguhetjan er ofurhjúkka eins og þeir gerast bestir, loksins er nægilega öflug fyrirmynd fyrir metnaðarfullan heimilisfaðirinn kominn a sjónarsviðið. Staðan í dag er sú að fyrstu tvær seríur eru komnar í höfn, nú sitja Korthjónin í örvæntingu yfir þeirri staðreynd að þriðja sería byrjar ekki fyrr enn í september. Hvernig lifum við þetta af?? Seinustu vikur hafa svo sem ekki verið ideal tíminn fyrir námsmennina til þess að detta í enn eitt seríuglápið. Því var ákveðið að ganga hratt í málið, seríurnar voru afgreiddar á vikutíma, með góðum skammt af svefnleysi. Þannig að ef Geði útskrifast ekki í vor þá vitum við hverjum það er að kenna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Svona á að tækla þessar seríur! Hver nennir að bíða í HEILA viku eftir næsta þætti?
Þið eruð flottust!
kv. Ásthildur aka. the running girl!
Verst hvað sería nr. 2 var verri en sú fyrri - enda minni áhersla lögð á hjúkrunarhlutverk Nathans.
Post a Comment