Jun 26, 2008

Andríki-annríki

Tíminn líður ansi hratt hérna at the old country. Erum að sigla inní 1 1/2 mánaðarveru hérna og enn er allt OK, ótrúlegt dæmi. Það er búið að vera nóg að gera hjá öllum Kortmeðlimum. Geði kann vel við síg í nýja djobbinu í Bushlandi, nóg af andlega veiku fólki þar sem þarf hjálp, við erum ánægð með kappann.

Góðu fréttirnar eru þó þær að G-Kort kemur til Íslands 18 júlí nk. og verður hér til 3 ágúst.
Restin af Kortfamilíunni hefur haft í nógu að snúast síðan Gilli fór, fyrir utan vinnu og annað hefðbundið stuff, þá er búið að fara í tvær sumarbústaðaferðir með góðu fólki, útskriftarveislur hjá kláru liði, víkingahátíð x2 sem var bara cool sérstaklega fyrir B-Kort, Heiðimerkurgrill, og góð matarboð.

Stefnan er svo að fara vestur 18 júlí og dvelja þar í góða viku og fara svo ennþá vestar eða til Aðalvíkur með Mosfellsbæjarliðinu. Spennandi verður að sjá hvernig við lifum af bæði síma og netleysi í einhverja daga. Í versta falli verða málin rædd.

Annars fjárfestu Kortarar í Smart síma frá Tal um daginn, sem virkar þannig að hægt er að hringja í okkur til USA á sama price og ef hringt er í annan heimasíma á Íslandi.. Þokkalega góður díll þar. Númerið er 4960978


Sætasta Kortið í sveitinni
B-Kort að slást við alvöru víking á víkingahátíðinni

1 comment:

Anonymous said...

Ja, sennilega svo pad er