Jul 18, 2008

countdown

Á morgun, þá gerist það... alltaf á morgun. Erfitt fyrir svona einn dag í einu lið. Allavegna, í fyrramálið lendir Kortkappinn eftir ljúft piparsveinalíf í Ameríku. Kortfamilían er ansi spennt að hitta kallann.

Geði fer svo aftur 3 ágúst og tekur B-Kort með sér. Alltaf sama jafnræðið hér, eða eins og Björn sér það, strákarnir tveir saman og stelpurnar saman. Ferð Gilla til the old country í þetta sinn verður óhefðbundin að þessu sinni þar sem matarboð og annar hittingur verður stillt í lágmark. Planið er að keyra afstað vestur í býtið og dvelja þar fram til 29 júlí, í góðra vina hóp. Eftir sukkið fyrir vestan verður tekið á því í höfuðstaðnum... þetta getur ekki klikkað..

Bolungarvík

Fyrsti áfangastaðurinn í vesturferðinni miklu verður Bolungarvík þar sem Kortarar verða fram á fimmtudag í góðum fíling, með smá stoppi á Þingeyri og Ísó.

Seinni hlutinn verður óvissuförin mikla til Aðalvíkur... .þar sem hlutirnir virkilega gerast.....

No comments: