Stór dagur í dag fyrir B-Kort. Kappinn byrjaði skólagöngu sína formlega í dag. Gæinn var svo sem ekkert rosalega spenntur en þetta hafðist þó, enda vissi hann að skóladagheimilið væri vel útbúið af flottu dóti. Hugmyndin að læra eitthvað nýtt er að Björns mati ekki spennandi. Enda hefur drengurinn líst því yfir að þegar hann verði 18 þá ætli hann að sleppa öllu veseni eins og vinnu, skóla og reglum yfir höfuð til þess eins að geta leikið sér. Já, það er ungt og leikur sér.
Annars gekk fyrsti dagurinn vel hjá kappanum, frúin var impressed yfir verkferlinu hjá skólanum, enda ekki vinsælt að klúðra málunum hér og týna börnum. Skólastarfsmenn eru vopnaðir talstöðvum og hvert barn vel merkt, minnir svolítið á réttir.
Bjöllarinn í chilli fyrir utan skólann sinn flotta
5 comments:
Björn þú ert æðislega flottur skólstákur. Ég er mjög stolt af þér. Nú eru þið Tómas báðir skólastrákar
Kveðja amma
Björn þú ert snillingur.
kv K
ps. skipið gleymdist - látið vita hvort það hafi verið replaced eða hvort ég eigi að taka það með....
pss. 16 dagar og læknisfrúin hótar að beila á mér.
flottur skólastrákur - eins gott að þau eru ekki eyrnamerkt líka
vó Björn tíminn líður hratt gangi þér vel í skólanum..
ég er einmitt líka að fara í skóla bara dáldið öðruvísi skóla samt hahah!!!
kv Guðrún litla og Smári
hahaha...Björn bara í 5 stjörnu skóla...
hvernig virkar það? er sjónvarp í hverri stofu og spa í kjallaranum eða? ;)
Post a Comment