Aug 29, 2008

Útskrift

Útskriftar Björn
Í gær átti sér stað sá merki áfangi að B-Kort útskrifaðist úr pre-K sem þýðir að gæinn er að fara byrja í skóla eða Kindergarden. Haldin var útskrift hjá leikskólanum sem var bara flott og skemmtileg.

Björn byrjar svo í skólanum næsta fimmtudag. Hann er búin að fara og heilsa uppá kennarann og leist okkur vel á. Bíðum þó eftir formlegu psyc-mati frá Gilla geða eða Geðsveiflunni eins og sumir kalla hann. Skólinn hans B er public skóli hérna í Minneapolis en hann þykir góður er svokallaður fimm stjörnu skóli (5 af 5). Við vonum að það sé cool.

Annars vill Björn ekki byrja í skóla því honum finnst svo gaman að leika sér að hann sér ekki tilganginn með því að byrja í skóla strax. Vil helst bara fara þegar hann er orðinn fullorðinn og lífið þá orðið þokkalega boring, eða svona eins og hann sér það. Gaurinn er líklega eitthvað skemmdur af ævilangri skólagöngu foreldra sinna.

Seinasti dagurinn í leikskóla er því dag hjá B-Kort, svo tekur við chill og leikur í nokkra daga áður en alvaran byrjar í Kindergarden á fimmtudaginn. Það er vont en það venst. Útskriftin var videotapeuð eins og áður...

8 comments:

Anonymous said...

Til lukku með áfangann kæri Björn!

Þú ert bara flottur í dressinu!

kv. Ásthildur og co!

Anders said...

Lige så flot som sig far....
Men det der med at vende kameraet 90 grader er det noget man lære når man master ?

Anonymous said...

björn þú ert flottastur - en ég tek undir með baunanum að það er einfalt að læra að snúa myndavélinni rétt - meira að segja ég sem er bara BA kann það !!!

Fengu þeir feðgar að eiga dressin - þetta er geðvekt flott sem jólaföt.

Kort said...

Ótrúlegt að eftir allar gráðurnar að ég sé ekki enn búin að ná þessu með 90°. Held þó eftir þetta að það sé komið.

Í sambandi við dressin þá stefnum við á að allir fjölskyldumeðlimur eignist svona og þá verðum við alltaf í þeim, saman, ALLTAF við.

Anonymous said...

Til hamingju Björn með fyrstu útskriftina - vonum að þær eigi eftir að verða fleiri
Þið eruð orðin svo amerísk - ótrúlegt að útskrifa börn úr leiksskóla með hatt og skikkju! Við búumst nú við því að aðeins meiri lærdómur muni liggja að baki næstu skikkju seramóníu hjá fjölskyldunni! og þá er jafnvel masterinn hans Gísla farinn að kikka inn og þetta með gráðurnar komið á hreint.

Kveðja úr Garðabænum

Anonymous said...

Flottur gaur

Kveðja Eva og Kári Dan

Anonymous said...

Hæ Björn þú ert flottastur! Kveðja amma

Fláráður said...

Hvað ég held að manninum sé enn illt í höndinni eftir þessa fimmu.
Til hamingju með enn eina útskriftina í fjölskyldunni!