Mar 31, 2007

Daglegt líf

Lífið hjá Kortfamilíunni gengur sinn vanagang. Hjónin hafa verið upptekin við heimapróf, verkefnaskil og annað rugl, bloggið hefur því þurft að víkja á meðan. Þvílík forgangaröð en svona er það víst. Megum ekki gleyma því að skólinn er víst ástæða dvalar okkar hérna í US and A. Það styttist óðum í annarlok (8 maí) og því um að gera að hætta ekki núna. Eins eigum við von á góðum gestum um miðjan Apríl (ömmu pönk, kaupglöðu guðmóðirinni og Tommaranum). Við höfum verið að vinna undan okkur til að geta verið í smá fríi með liðinu. Fyrir utan skólann er lítið annað að frétta nema að Kortfamilían er búin að segja upp leigusamningnum og hefur formlega hafið íbúðar-húsleit. Stefnt er á flutninga 1 júlí og því nóg tími til stefnu. Rákumst þó á þessi hús seinustu helgi og erum að pæla í að sækja um. Þetta er í úthverfi hérna rétt við borgina og lúkkar mjög vel. Við fengum að skoða svona model hús og það er allt nýtt eða nýlegt, meira segja með þvottvél og þurkara í eldhúsinu. Það tekur svona 20-25 mín að keyra niðrá campus í umferð. Að öðruleyti er staðsetningin góð, sérstaklega fyrir gesti, það er Supertarget, mall og matvöruverslun í göngufæri. Eins erum við að tala um 3 svefnherbergi, vegna kvartanna frá læknisfrúnni á haustdögum sökum skorts á private lífi og mikilla hrotna frá einum ónefndum gest. Var ákveðið að leita að húsnæði með 3 herbergum með hurðum. Kortfamilían vonast til að uppfylla þessar kröfur gesta sinna.
Við vorum að bæta við tveimur nýjum albúmum, Íslandsferð feb 2007 og Seattle 2007.
Láttum eina góða mynd fylgja með.
B Kort og Miles. Drengirnir áttu play date seinustu helgi og skelltu sér í sund í því tilefni.

7 comments:

Anonymous said...

Það er nú meira hvað þið eruð farinn að lifa ykkur inn í Ameríska drauminn, fallegar fjölskyldu myndir og amerískt suburb hús með einu klósetti á mann (veitir ef til vill ekki af). Líst vel á myndirnar (bæði af fjölskyldunni og af húsinu). Njótið vel í góða veðrinu.
Kveðja úr Garðabænum

Anonymous said...

Mikið afskaplega líst mér vel á þetta ágætu Kortarar!
Sammála síðasta ræðumanni - þetta er svona "living the american dream - dæmi!"
Bara cool.... verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta fer með íbúðarmálin!

Anonymous said...

flottar myndir - Bjössi er besti sjóræningi í heimi. Bjössi þú mátt sko nefnilega eiga sko nefnilega eina grímu sem ég búði til handa þér. Langar þér Björn að fara með mér í tíbolí og með Auju og Ágústu?

Anonymous said...

:-)

Anonymous said...

Mér langar að sjá grímuna mína, er hún með skegg? Ég skal fara með þér í tívolí ef það er sjónræningaskip þar. Tómas ég teiknaði Jack Sparrow mynd fyrir þig og ég ætla að senda í pósti

Anonymous said...

Þetta eru rosaleg hús - verðið þið þá svona eins og King of Queens eða Everybody Loves Raymond? Er ekki hægt að fá hús í nágrenninu fyrir eitthvað af ættingjunum?

Anonymous said...

Mikið verður huggulegt að koma í stóra húsið í sumar. Get varla beðið. En hvar eru myndir af óléttu konunni?