Hér í Minneapolisborg er oftar en ekki hægt að komast á góða tónleika. Korthjónin hafa því miður ekki verið dugleg við þá iðju hingað til en nú stendur það allt til bóta. GeðKortið skellti sér þó um daginn á Low tónleika og skemmti sér vel. Í kvöld ætla hjónin að skella sér á Damien Rice tónleika sem haldnir eru á campus, það á bara eftir að vera gaman, frúin er sérstaklega ánægð þar sem Geðið keypti miða í sæti. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af grindinni eða öðrum kvillum á meðan hlustað er á Rice-inn.
Annars er stórir hlutir í gangi í sambandi við húsnæðismálin, smávægilegar jákvæðar breytingar í gangi. Við leyfum ykkur að fylgjast með framvindun mála þar.
Skellið á linkinn til að hlusta á kallinn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Þið eruð andans fólk!
Ég sit hér græn af öfund! Mig langar líka á tónleika með Damien Rice! Ef þið kunnið við það þá megið þið endilæga biðja um óskalag fyrir mig "Woman Like A Man" - hreinasta snilld!!
Hey ég fór líka ófrísk af Ester á Damien Rice tónleika og eftir að hún fæddist var ekkert betra til að róa hana en að setja Damien á fóninn. Bara snilld.
Hvernig eruði að fíla elektróníkina sem var á seinustu Low plötu. Það eru nokkur massa flott lög (Belarus í sérstöku uppáhaldi hjá mér) en ég get ekki hlustað á hna í heyrnatólum út af hljóðblönduninni á söngnum. Hægra eyrað á mér vill bara springa þegar söngurinn er bara þar meginn.
Hvenær spilar Metallica ?
Post a Comment