Kortfamilían fór á laugardagsmorguninn að skoða fæðingardeildina. Það var smá reality sjok fyrir hjónin, varð einhvernvegin raunverulegt að við erum að fara fæða annað barn eftir sirka 10 vikur. Fæðingardeildin er annars flott og minnir mikið á deildina heima fyrir utan varúðarráðstafanir sem eru til að varna því að börnin týnist eða sé rænt. Góðu fréttirnar eru þær að það er netsambandi þannig að hægt er að senda myndir með det same. B- Kort má koma með og vera viðstaddur herlegheitin. Korthjónin hafa ákveðið að leggja þá traumareynslu á drenginn ef stúlkan ákveður að koma í heiminn áður en Íris Kortvinur kemur 27 júlí, frúin er sett 16 júlí. Við búumst þó fastlega við því að Kortstúlkan sé lík móðurinni og muni því vera ansi sein í heiminn.
Staðan er því þannig að Korthjónin hafa um 10 vikur til að meðtaka það fyrir alvöru að von er á öðru Kortara....
8 comments:
shit!
Vá hve tíminn er svakalega fljótur að líða! Tíu vikur fljúga!
Go Kortarar :)
verður hún látin heita Kortína?
ég vona að little miss kortína verði alveg eins og mamma sín, heimurinn má alveg við fleiri Aujum.
Þetta er rétt, Bjarnþór svona viljum við hafa það!!!
Var lagt inn á Bjarnþór fyrir eða eftir komment?
Er þetta aukavinna sem fleiri geta komist í?
hvað er þetta - ég hitti meira að segja fulla konu á barnum sem sagði "Auja best" (fulla konan var ekki ég - held ég)
Verður þá b-kort skipt út og íris sett inn? Hvar verður geð-kortið? Ég þarf bara betri upplýsingar um þetta mál. Takið nú Evu ykkur til fyrirmyndar, hún var búin að skila skýrslu kl. núll sexhundrað eftir barnsburð.
Post a Comment