May 21, 2007

Valleyfair og sólbruni

Kortfamilían ákvað að fagna formlega annarlokum og góðum námsárangri hjónanna með því að skella sér í Valleyfair um helgina. Þessi garður fær topp einkunn, þarna eru tæki fyrir alla aldurshópa þannig að allir geta skemmt sér vel. Geðkortið fékk þarna góða útrás í mörgum tækjunum. Sömu sögu er að segja af B kort sem fílaði þetta í botn og var ansi þorinn. Að hans sögn þá var hann að passa pabba sinn í flestum tækjunum. Frúin fékk að fara í hringekkju og parísarhjól. Sökum óléttu var henni meinaður aðgangur að öllum öðrum tækjum. Því fylgdist kella bara með skemmtun Kortfeðganna og skaðbrenndist á öxlunum á meðan. Lexía dagsins: þegar sól er, þá skal nota sólarvörn. Valleyfair er staður sem Kortarar munu vafalaust heimsækja aftur. Sunnudagurinn fór svo í playdate með Miles vini hans B þar sem drengirnir skelltu sér m.a. í sund. Íslenskur hryggur var svo eldaður al Kort og mömmu hans Miles boðið í mat. Góð helgi þar fyrir Kortara, (fyrir utan sólbruna sem leiddi af sér andvökunótt hjá Kortfrú, smá problem að sofa á maganum þegar eitt stykki barn er þar fyrir).
Af húsnæðismálum er bara gott að frétta, Kortarar fengu símtal áðan þar sem staðfest var að við fáum að leiga hús sem að okkar mati er bara draumur. Við hættum s.s. við góða húsið sem planið var að leiga og fórum í húsnæðisleit að nýju. Fundum þá hús á þremur hæðum með þremur svefnherbergjum, einu family room með arinn, eldhúsi þaðan sem labbað er út á verönd með garði+ bílskúr og önnur rafmagnstæki sem halda hjónaböndum saman eins og uppþvottavél og öðru eins. Hús þetta er í vestur minneapolis í göngufæri við sjálft Lake Calhoun. Annað í göngufæri eru m.a lítil stönd, Whole foods búðin og skemmtilegir veitingastaðir. Eins er hverfið bara skemmtilegt ekkert broken windows dæmi í gangi hér. Kortara eru bara ánægðir með þessar fréttir sem sýna okkur enn og aftur að það góða getur verið óvinur hins besta.

11 comments:

Anonymous said...

Mikið er ég glöð í hjartanu yfir því að þið séuð svona glöð :)

P.s. Mrs. Constanza mælir með WEBER-grillunum á Patio-ið (man samt ekki eftir því að hafa séð hana á grillvaktinni??)

Anonymous said...

Hvernig virkar svona hringekkja? Maður getur aðeins ímyndað sér.

Ally said...

Er jafn stutt fyrir læknisfrúna að fara í Target frá þessu húsi?
Er Moll í göngufæri?
Er hurð á gestaherberginu?

Kort said...

Djöful og dauði, Sigurður hefur ekkert betra að gera en gera grín af stafsetningu óléttrar konu. Veistu ekki að ég er á einstaklega viðkvæmu skeiði núna???
Til að svara þér þá var þessi hringekkja mjög svo spes og aðeins ekkjur eða grasekkjur voru velkomnar.

Anonymous said...

Af hverju var mér ekki boðið í þessa grasekkjuhringlu???
Til lukku með nýja húsið - er markmiðið að þjálfa rassvöðvana eftir fæðinguna, þrjár hæðir!! Mér líst vel á þetta sérstaklega með garðinn og veröndina.
Kveðja úr Garðabænum

Kort said...

Target er út um allt þannig að læknafrúin ætti að geta fundið sér eitthvað að gera, eins er fyrsta yfirbyggða moll í heimi ekki of langt frá. Það er hurð á gestaherberginu sem er staðsett í kjallaranum og þar er meira segja arinn, þannig að þér ætti ekki að vera kalt.

Ally said...

Á nú að hola manni í kjallarann?
Fyrst fær maður enga hurð og svo þegar maður fær hurð þá er maður í kjallaranum.
Nei annars, ég er glöð með þetta;)

Anonymous said...

Gaman að fylgjast með hvernig efri millistétt, er farinn að draga að sér heilaga, og áður frakkaklædda og beint sérvitra íslenska lágstétt..... "LAKE CALHOUN" Maður heyrir í gegnum stafina hve stutt gönguleiðin að vatninu hreina glæðir hjörtu ykkar, jafnvel blæs áður óþekktum byr þar inn.... Þetta gleður mig.... Annars er lambið íslenska á leiðinni, ja ef þið hafið þá tíma til að sækja það... Gætuð náttúrlega sent einn eða tvo sómalíusveina til að sækja það fyrir ykkur....

- Annars, þá er gott að lifa í náðinni, endurnærður á huga, sál, og líkama....

Kveðja.... Verkefnastjóri Íslands

Anonymous said...

ojbarasta, ég er ekkert öfundsjúkur, mér finnst sól og hiti ógeðsegt, patio, arinn, heilt hús, og endalaust af hlutum hægt að gera, ojbarasta,,,,,,,,,,,huhuhuhu...

Anonymous said...

það verður að taka tillit til þess að hér mælast rétt 4° - allt annað hljómar vel. Til hamingju með heiðursdoktorinn Geir - þið stefnið vonandi að þessu einhverntíma eða hvað? Gísli að minnsta kosti því Auja verður alvöru doktor.

Anonymous said...

I agree with many points. But in some areas, I feel we need to be more aggressive. Just my opinion. Love ya. halter neck wedding dresses!?! Underware Louboutin Shoes Christian Louboutin Shoes Bridal Gowns